Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 30
1. mynd. Elaine Morgan fæddisl í Wales árið 1920. Hún er bókmenntafræðingur að mennt en ekki háskólagenginn náttúrufræðingur. Þekktust er hún fyrir gerð sjónvarpsþátta og hefur hlotið margs konar viðurkenningu og verðlaun fyrir ágætt fræðsluefni. Má þar nefna myndaflokk um ævi Marie Curie. Frú Mor- gan er greinilega víðlesin og einkar fundvís á hvers konar rök er rennt geta stoðum undir kenninguna um apann í vatninu. I ákafanum við boðun þessarar kenningar minnir hún stundum á boðbera heiðingjatrúboðs eða skóg- ræktar (Morgan 1982). fyrir þeim möguleika að börnin gætu hafa náð handfestu i skeggi hans.) Bókin um uppruna konunnar vakti mikla athygli og seldist vel á níu tungumálum. Mér fannst hún á sínum tíma athyglisverð og forvitnileg af- lestrar en sá ekki að lestrinum loknum ástæðu til að endurskoða viðhorf mín til þróunarsögu mannkyns. Hygg ég að öðrum lesendum hafi mörgum verið svipað farið. Tíu árum síðar, 1982, birti Elaine Morgan aðra bók um sama efni og hét sú The Aquatic Ape, Apinn í vatninu. Þriðja ritið, The Scars of Evolution, Örin eftir þróunina, kom svo út 1990. Þar eru saman dregin rökin sem færð eru fyrir vatnsapakenningunni í hinum bókunum og ýmislegt nýtt tínt til. LANDREKSKENNINGIN Þýskur veðurfræðingur og jarðeðlis- fræðingur, Alfred Wegener, setti árið 1912 framkenningu um uppruna megin- landa og úthafa og birti á bók 1915. Hann færði þar rök fyrir því að meg- inlöndin væru á reki í jarðskorpunni. Þegar Wegener fórst á Grænlandsjökli 1930 átti kenning hans formælendur fáa og þeim fjölgaði lítt næstu þrjátíu árin. Þá komu loks fram skýringar á hreyfingum í möttli jarðar sem renndu stoðum undir hugmyndir Wegeners. Þær teljast nú sjálfsagður partur af fræðakerfi jarðvísinda. Verður raunar eftir á að hyggja að teljast furðulegt að menn skuli ekki fyrr en raun ber vitni hafa áttað sig á því hve glögga heildar- mynd Iandrekið gefur af mörgum ein- angruðum athugunum sem án þess virðast óskiljanlegar. Og rökin voru jafnaugljós á dögum Wegeners og nú. Wegener benti meðal annars á það hve vel vesturströnd Afríku fellur að austurströnd Ameríku. Kenning hans skýrði það einnig að steingervingar sams konar landdýra fundust í jarð- lögum frá fornlífsöld á svæðum sem nú eru aðskilin víðum sjó. APINN í VATNINU FESTIST í SESSI Morgan telur að vatnsapakenning þeirra Hardys sé nú í svipaðri stöðu og landrekskenningin skipaði fyrir 1960. Hún gefí heildarmynd af mörgun fyrir- 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.