Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 44
6. mynd. Fínlagskiptur siltsteinn og sand- steinn í lagi 8 (sjá 5. mynd). Bylgjótt lag- skiptingin stafar af sandgárum á sjávar- botninum þegar setlögin hlóðust upp. Mælikvarðinn sést á blýantinum. Lami- nated siltstone and sandstone (horizon 8) with rípple marks. Ljósm. photo Jón Eiríksson. syrpu eru rétt segulmögnuð og eru talin vera frá Olduvai-segulmundinni (sjá 2. mynd), en öll Svarthamarssyrpan er öfugt segulmögnuð. A jarðlagasúlunni á 5. mynd er sýnt hvernig ásýnd setlaganna breytist upp eftir Svarthamarssyrpu. Neðst liggur ólagskipt, illa aðgreint setlag þar sem sandkorn, möl, steinar og hnullungar sitja á stangli í siltkenndum grunni. Setið er af þeirri gerð sem á erlendum málum er kallað díamiktít, blanda tveggja þátta eða tvistur. Setlagið hvílir á jökulrákuðum roffleti. Neðsta setlagið í Svarthamarssyrp- unni er jökulberg að uppruna og á því hvílir áberandi hnullungaberg með allt að fimm tonna björgum. Þetta setlag kemur fram í svokölluðum Bökkum norður undan Breiðuvíkurbænum. Neðstu tíu metrarnir eru myndaðir af stórskornum skálögum sem hallar bratt til norðausturs og til þeirrar áttar fíngrast þau saman við sandsteins- og siltsteinslög sem Bæjarlækurinn skerst niður í. Margt bendir til þess að ská- lögin hafi myndast fram undan árósum þar sem grófkorna framburður hrundi í sífellu niður óseyrarhlíð en fínkorna grugg barst utar og botnféll á meira dýpi en þó samtímis. Þannig má skýra hvernig þessar tvær ásýndir, skálaga möl og lagþynnótt eðja, fingrast saman i setlagastaflanum. Sams konar ásýnd birtist í Svarthamri, dökkleitri klettabrík suðaustanvert við Breiðuvík, og þar hallar skálögunum til sömu áttar. Þessi setlagamyndun líkist enn fremur óseyraseti að því leyti að ofan við skálögin er mislægi. Þar hafa lagst til fíngerðari tungur og eyrar úr möl og sandi á marflatan óseyrarpallinn rétt ofan við sjávarmál. Það er eftirtektar- vert að óseyrin í Svarthamarssyrpunni hefur myndast við hækkandi sjávar- stöðu. Það má marka af því að korna- stærð minnkar upp á við í lóðréttu sniði, en í stórum dráttum má segja að kornastærðin endurspegli íjarlægð frá árósnum. Þar sem óseyrar byggjast fram við óbreytta sjávarstöðu eða lækk- andi færist ósinn smám saman utar og grófkornótt farvegaset leggst út yfir fíngerðari botneðju. Lóðgreindur sandsteinn og lagþynn- óttur eðjusteinn liggur norðan og austan við skálaga völubergið í Bökk- um og Svarthamri. Þessi setlagaásýnd breytir um svip út frá völuberginu. Næst því ber mest á völubergs- og grófsandsteinslinsum, sem verða fín- kornaðri upp á við hver og ein, en lengra í burtu eru kornin smærri. Fjöl- margar litlar fellingar og smámisgengi benda til þess að setið hafi hlaðist hratt upp. Af og til hefur mjúk eðjan hrunið niður óseyrarhlíðina og stundum þyrlast upp í æðandi eðju- strauma. Þess á milli hefur gruggugt árvatnið botnfallið á grunnsævi þar sem veikir straumar ýfðu botninn í fín- gerða gára (sjá 6. mynd). í efri hluta þessarar setlagaeiningar fínnast nokkrar samlokutegundir sem sýna að óseyrin hefur byggst út í sjó. Allþykkt 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.