Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 142
5. mynd. Fjallkjói við Reyki í Hrútafirði, 29. júlí 1983. Long-tailed Skua (Stercorarius
longicaudus) at Reykir in Hrútafjörður (N Iceland), 29th July 1983. Mynd photo Mike
Rogers.
en það var í raun vætukjói, sjá Ridgway
(1919)), Phipps (sem parasiticus 1774)
og Boie (sem buffoni 1822), enda ganga
fjallkjóar undir öllum þessum nöfnum í
bókum um íslenska fugla langt fram á
þessa öld en á 19. öld þó eingöngu
„buffoni Fjallkjóum var því lengi vel,
og er jafnvel enn, ruglað saman við aðr-
ar kjóategundir, einkum vætukjóa. Þeirra
er getið í nokkrum heimildum um fugla
á Islandi á síðustu öld en heimildimar
em nokkm færri en um ískjóa og þeir
taldir sjaldgæfari. Þótt menn sæju hami
þessara fugla (Preyer, Newton) eða teldu
sig sjá þá úti í náttúmnni (Faber, New-
ton, Slater, Bachmann), og næðu þeim
jafnvel, var þeim sjaldnast lýst að gagni.
Hér á eftir eru raktar nokkrar gamiar
umsagnir um íjallkjóa hér á landi. Faber
(1822) telur þá ekki finnast hér (sjá þó
hér á eftir um fugl sem hann náði í
Mývatnssveit). Jónas Hallgrímsson get-
ur Buffons-kjóa (ca. 1841), ásamt ís-
kjóa og vætukjóa, í lista um fugla hér á
landi. Preyer (1862): „Ég sá vel varð-
veittan ham þessarar sjaldgæfu tegund-
ar í Reykjavík. Um komu þeirra til ís-
lands get ég ekkert sagt“. Newton
(1863); „Árið 1858 sáum Hr. Wolley
og ég hann [þ.e. buffoni] nokkmm
sinnum við Kirkjuvog“. Benedikt Grön-
dal (1895): „Allar þessar kjóategundir
eru meira eða minna algengar og hittast
hvor innan um aðra, Lestris Buffoni er
sjaldgæfusf‘. Slater (1901); „Sjaldgæfúr
gestur við ströndina“. Hantzsch (1905):
„Oreglulegur gestur, sem sennilega
heimsækir strandsvæði allt árið; þekkt
varptilvik em sérlega óáreiðanleg“.
Dinesen (1926): „Þessir fuglar verpa
ekki hér á Islandi, en ég hef nokkmm
sinnum séð þá á hafinu norðan íslands
í lok ágústmánaðar, þar sem geta verið
hundruð fugla“. Hachisuka (1927):
„Sjaldgæfur gestur við ströndina, sést
helst á vorin og haustin“. Bjami Sæ-
mundsson (1936): „Hér er hann sjaldséð-
ur og aðallega umferðar-farfugl“. Bjarn-
freður Ingimundarson á Efri-Steinsmýri
í Meðallandi (1938; munnl. uppl. til
Finns Guðmundssonar): „Hefir sést hér
síðastliðin 10 ár, eitthvað bæði á vorin
(sem umferðarfugl) og sumrin (geld-
fugl). Virðist vera farinn að fara hér
264