Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 130
Erling Ólafsson
Athyglisverð skordýr:
Álmtifa
Hinni fjölskrúðugi ættbálkur skor-
títna (Hemiptera) deilist í tvo undir-
ættbálka, títur (Heteroptera) og jurta-
sugur (Homoptera). Jurtasugur nærast
á safa úr plöntufrumum, eins og
nafnið gefur til kynna. Það gera einnig
flestar títur en á meðal þeirra eru
einnig rándýr og blóðsugur. Til jurta-
suga teljast m.a. blaðlýs (Aphidoidea)
og skjaldlýs (Coccoidea), sem geta
verið hin mesta meinsemd á gróðri.
Tifur eru einnig jurtasugur, en svo
nefnist tegundahópurinn Auchenor-
rhyncha, sem er ekki jafnkunnur
alþýðu og blaðlýs og skjaldlýs.
Hér á landi hafa aðeins fundist sex
tegundir af tifum en sumar þeirra eru
geysialgengar og síðla sumars iðar allt
graslendi af þessum litlu og kviku
skordýrum, sem stökkva líkt og flær
eða örsmáar engisprettur.
Ein þessara tegunda er að öllum lík-
indum nýlegur landnemi. Það er álm-
tifan Ribautiana ulmi (Linnaeus). Ég
varð hennar fyrst var 24. ágúst 1977
er ég ók bíl mínum á Reykjanesbraut.
Örsmátt og framandlegt smádýr birtist
fyrir framan mig á rúðunni innan-
verðri. Við fyrstu sýn var dýrið svo
ókunnuglegt að ég nam staðar í skyndi
og gómaði farþegann, sem að öllum
líkindum hafði laumast inn í bílinn í
Reykjavík. Síðar kom í ljós að um var
að ræða tegund sem hafði ekki áður
fundist hér á landi. Tæpum mánuði
síðar (17. september) safnaði ég svo
annarri álmtifu í garði í Norðurmýri í
Reykjavík, þar sem hún var á flögri
við álmtré. Að auki sáust margar aðrar
í garðinum. Síðan fylgdist ég ekki sér-
staklega með tegundinni en rakst þó á
hana á ný 21.8.1992 í garði breska
sendiráðsins við Laufásveg. Þá fann
ég hana enn í Norðurmýri 21.10.1993
(sjá mynd). Ég er því ekki í nokkrum
vafa um að tegundin er komin til ís-
lands til að vera.
Almtifa líkist engri annarri íslenskri
tegund. Hún er minnst tifanna, bolur-
inn innan við 3 mm á lengd en
heildarlengd aftur á vængodda er allt
að 4 mm. Höfuð, frambolur og fætur
eru gulir, afturbolur að mestu dökkur,
framvængir gulgrænir með dökkum
flekkjum til endanna en afturvængir
mjólkurhvítir.
Ólíkt hinum tifunum sem lifa á jörðu
niðri heldur álmtifa sig í trjám. Hún
lifír á álmi Ulmus glabra og má sjá
dýrin á flögri í laufþykkninu, enda er
álmtifa mun betur fleyg en jarðbundnu
tegundirnar, sem sumar eru ófleygar
með öllu. í Svíþjóð eru tvær kynslóðir
á ári en ég tel líklegt að hér á landi sé
aðeins um eina kynslóð að ræða. Ein-
tökin sem ég hef tiltæk eru öll full-
orðin dýr, safnað síðsumars, 21. ágúst
til 21. október. Gera má ráð fyrir að
kvendýrin verpi eggjum á þessu tíma-
bili í börkinn á ungum greinum og þau
klekist er trén laufgast að liðnum vetri.
Álmtifa er útbreidd um Evrópu
norður til Skandinavíu og hefur borist
til N-Ameríku.
Álmtifa er gott dæmi um skordýr sem
borist hefur til landsins í seinni tíð og
náð hér fótfestu. Hún byggir þó afkomu
sína eingöngu á innfluttri trjátegund, álmi.
Náttúrufræðingurinn 63 (3-4), bls. 252, 1993.
252