Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 9
Samvinnan
Sambandsstjórnin hefir nú í vetur afráðið að tíma-
rit ísl. samvinnufélaga skuli framvegis heita S a m v i n n-
a n. Nafnið þykir styttra og betra í meðförum. Annars
verður engin eðlisbreyting á tímaritinu. Samvinnan
erfir aldur timaritsins, anda þess og verkssvið. Sú ein
breyting fylgir ef til vill nafnskiftunum, að meira verði
vandað til hins ytra forms og bætt við nýjum viðfangs-
efnum, þó aðeins þeim sem telja má að leiði af stefnu
samvinnufélaganna, er gefa ritið út,
Tildrög þessarar breytingar má telja þau, að Hall-
grímur Kristinsson hafði þann metnað fyrir samvinnufé-
lögin að þau gæfu út stórt, margbreytt og áhrifamikið
timarit. Hann mintist oft á þetta við mig á þeim árum
þegar Sambandið var að vaxa sem örast milli 1916—20.
Hallgrímur var samvinnumaður með þeim hætti að hann
vildi að andi samhjálparinnar mótaði alla þætti félags-
lífsins. Fyrir sálarsjónum hans breyttist hið fátæka niður-
nídda land í einskonar Paradís. Hann var ekki kaupfé-
lagsforstjóri og leiðtogi Sambandsins til þess eins að auka
við aura í sjóvetling eða sokkbol. Fyrir honum var
aukið fjármagn ekki takmark heldur vegur að takmarki.
Hann vildi auka efni borgaranna í landinu -— ekki til að
fjötra sálir þeirra, gera þá jarðbundna og hlekkjaða við
fjársjóði ;sína, heldur til að láta bættan efnahag lyfta og
göfga andann. Hann vildi að hin bættu ytri lífskjör sem
samvinnan skapaði hefðu sömu áhrif á mannlífið, eins og
gróðurregn og sól hafa á frjóangvana sem gægjast upp
úr moldinni á vorin.
1