Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 86
80
SAMVINNAN
beitt valdi sínu, eða gert giappaskot, þá skipai- þingið
nefnd til þess að rannsaka málið. þessar nefndir, sem
hvor þingdeild um sig getur skipað, eru afarvoldugar,
Hver einasti Englendingur, nema konungurinn og erki-
biskupar er skyldugur til þess að mæta og bera vitni, ef
nefndin krefur þess. þessar rannsóknamefndir hafa mörg-
um voldugum ráðherra á kné komið um dagana. þarf
ekki langt að leita að dæmum. Flestir munu minnast þess,
að ýmsir af frægustu ráðhermm Englands á ófriðarár-
unum, ui’ðu að víkja úr völdum, vegna nefndanna, sem
þingið skipaði til þess að rannsaka Mesópótamíu- og
Gallípóli- leiðangrana.
þingið er að þessu leyti hinn voldugi rannsóknardóm-
stóll þjóðarinnar, sem vegur og dæmir allar gerðir stjóm-
arinnar.
Önnur aðferð, sem mikið er notuð, eru fyrirspum-
irnar (Questions). í byrjun hvers þingfundar eru ætlaðir
einn eða tveir klukkutímar til þess að þingmenn spyrji
ráðherrana um það, sem þeim þóknast. þessari aðferð er
ótæpt beitt. það er algengt, að ráðherrarnir eru spurðir
um alt hugsanlegt, sem við kemur starfsemi þeirra, og
þeir verða jafnan að vera við því búnir, að öll axarsköft,
sem þeir hafa gert, verði talin upp og alt starf þeirra
gagnrýnt á hinn grimmilegasta hátt. Svo taka blöðin við
og flytja almenningi frásögn af því, sem gerst hefir á
þingfundinum, og hvaða sakir hafi verið bornar á ráð-
lierrana.
Ef ráðist er í þinginu á einhvem embættismann rík-
isins, þykir það skylda, að ráðherra sá, er embættið heyr-
ir .undír, taki svari mannsins. Geri ráðhemann það ekki,
er litið svo á, að þessi embættismaður sé óhæfur til þess
áð gégna starfi sínu, og er honum því vikið frá. Englend-
ingar telja ráðherrana bera ábyrgð á gerðum embættis-
manna 'sinna, og ef þeir vilja ekki verja þá í þinginu, þá
þýðir það, að ráðherrarnir telja mennina óverjandi.
Stundum kemur það þó fyrir að ráðherrar verða að víkja
úr völdúm fyrir slælegt eftirlit með embættismonnum, eða