Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 46
■10
SAMVINNAN
framt jarðeigendur. Borgarastéttin nýja undi því illa að
vera sett skör lægri en stóreignamenn í sveitum. Fjár-
aflamenn í borgunum kostuðu því kapps um að leggja
undir sig jarðir bænda, i von um nýjan gróða og aukin
áhrif og virðingu í þjóðfélaginu. Jarðeignir sínar seldu
þeir oftast aftur öðrum á leigu, er ráku á þeim stórbú.
Landbúnaðurinn var sjálfseignarbændum og leiguliðum
erfiður um þessar mundir. Á síðari hluta aldarinnar lögðu
stór-jarðeigendur mikið kapp á að sölsa undir sig sam-
eiginlegu beitarlöndin. Við það mistu smábændur og
verkamenn í sveitum víða beitarlönd sín, og kvikfénaði
fækkaði. Stórbýlin voru um þessar mundir að breyta til
um búnaðarháttu. Um langt skeið hafði sauðfjárrækt ver-
jð yfirgnæfandi, en um og eftir miðja öldina borgaði korn-
yrkjan sig betur, sökum innflutningsgjalds á komi og
aukinnar neytslu í borgunum.
Bændur gátu ekki sökum fjárskorts og gamallar kyr-
stöðu breytt til um búnaðarháttu á sama hátt. þeir urðu
því undir í samkeppninni við aðalinn og hina nýju stór-
bændur, er gátu rekið bú sín með miklum fjárafla og not-
fært sér nýjustu vélar og ræktunaraðferðir. Fjöldi bænda
varð því að selja jarðir sínar, og bregða búi. Við þetta
bættist að stóriðjan eyðilagði margar greinar handiðn-
anna. Bændur og verkamenn í sveitum mistu við það auka-
tekjur af handiðnum, er þeir ráku margir jafnhliða bún-
aði. I styrjöldunum við Napoleon hækkuðu jarðir mikið
í verði. Fjöldi bænda tók þann kostinn að selja jarðir
sínar áður en verðfallið skylli á aftur. Sjálfstæðir sjálfs-
eignarbændur og bjargálna leiguliðar hurfu nálega alveg
á síðari hluta 18. aldar og á fyrstu áratugum 19. aldar-
innar. Fjöldi þeirra varð að öreíga verkamönnum í bæj-
um og sveitum. Stéttaskiftingin í sveitum hafði náð há-
marki sínu. Aðallinn og stórbændur stóðu gegn fjölmenn-
um öreiga verkalýð, er átti við lík kjör að búa og stéttar-
bræður þeirra í borgunum. Kjarni bændastéttarinnar á
liðnum öldum, miðstéttin, hinir fjölmennu sjálfseignar-
bændur (yeomanry) var úr sögunni.