Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 46
■10 SAMVINNAN framt jarðeigendur. Borgarastéttin nýja undi því illa að vera sett skör lægri en stóreignamenn í sveitum. Fjár- aflamenn í borgunum kostuðu því kapps um að leggja undir sig jarðir bænda, i von um nýjan gróða og aukin áhrif og virðingu í þjóðfélaginu. Jarðeignir sínar seldu þeir oftast aftur öðrum á leigu, er ráku á þeim stórbú. Landbúnaðurinn var sjálfseignarbændum og leiguliðum erfiður um þessar mundir. Á síðari hluta aldarinnar lögðu stór-jarðeigendur mikið kapp á að sölsa undir sig sam- eiginlegu beitarlöndin. Við það mistu smábændur og verkamenn í sveitum víða beitarlönd sín, og kvikfénaði fækkaði. Stórbýlin voru um þessar mundir að breyta til um búnaðarháttu. Um langt skeið hafði sauðfjárrækt ver- jð yfirgnæfandi, en um og eftir miðja öldina borgaði korn- yrkjan sig betur, sökum innflutningsgjalds á komi og aukinnar neytslu í borgunum. Bændur gátu ekki sökum fjárskorts og gamallar kyr- stöðu breytt til um búnaðarháttu á sama hátt. þeir urðu því undir í samkeppninni við aðalinn og hina nýju stór- bændur, er gátu rekið bú sín með miklum fjárafla og not- fært sér nýjustu vélar og ræktunaraðferðir. Fjöldi bænda varð því að selja jarðir sínar, og bregða búi. Við þetta bættist að stóriðjan eyðilagði margar greinar handiðn- anna. Bændur og verkamenn í sveitum mistu við það auka- tekjur af handiðnum, er þeir ráku margir jafnhliða bún- aði. I styrjöldunum við Napoleon hækkuðu jarðir mikið í verði. Fjöldi bænda tók þann kostinn að selja jarðir sínar áður en verðfallið skylli á aftur. Sjálfstæðir sjálfs- eignarbændur og bjargálna leiguliðar hurfu nálega alveg á síðari hluta 18. aldar og á fyrstu áratugum 19. aldar- innar. Fjöldi þeirra varð að öreíga verkamönnum í bæj- um og sveitum. Stéttaskiftingin í sveitum hafði náð há- marki sínu. Aðallinn og stórbændur stóðu gegn fjölmenn- um öreiga verkalýð, er átti við lík kjör að búa og stéttar- bræður þeirra í borgunum. Kjarni bændastéttarinnar á liðnum öldum, miðstéttin, hinir fjölmennu sjálfseignar- bændur (yeomanry) var úr sögunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.