Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 71
SAMVINNAN
65
nota pólitíkina til þess að fleyta sér áfram til veg-s og
valda. þetta er sjaldgæft á Englandi. Kjósendur kasta
miklu fremur atkvæðum sínum á málstirða jámsmiðinn,
sem rekið hefir verksmiðju sína í mörg ár af miklum
dugnaði, eða kolanámumanninn, sem um langt skeið hefir
stjórnað sjúkrasjóði starfsbræðra sinna, eða einhverju
þessháttar fyrirtæki, heldur en ungan og óreyndan mál-
rófsmann.
í hverju kjördæmi hafa flokkarnir stjórnmálafélög,
sem svo hafa miðstjórn í Lundúnum. Seint á 19. öld fór
það að verða alsiða að þessi félög réðu því að mestu,
hvaða menn væru í kjöri við þingkosningar (Caucus).
þau ráða enn miklu um þetta, en þó hefir vald þeirra
minkað á síðustu árum, en áhrif flokksstjómarinnar
vaxið.
Á Englandi bjóða menn sig sjaldan fram til þings
utan við flokkana, og af því flokkaskiftingin er svo
ákveðin, eru stefnuskrár frambjóðenda venjulega fáorð-
ar. þeir lofa að fylgja flokki sínum í þeim stórmálum,
sem valda aðalágreininginum milli flokkanna. 1 öllum öðr-
um málum hafa þeir óbundnar hendur.
Ef einhver þingmaður skiftir um skoðun á mikilvægu
flokksmáli, eða þykist ekki lengur geta fylgt flokki sínum
að málum, er það venja að hann leggur niður þing-
mensku, heldur en að svíkja kósningaloforð sín. En
drengilegast þykir, að hann leiti aftur kosningar í sama
kjördæmi. það er að segja. Hann leggur málstað sinn
undir dóm kjósenda. þetta kemur oft fyrir, og sýnir það
vel siðferðisþroska enskra stjórrimálamanna.
Nú mundu kannske margir halda, eftir það, sem hér
hefir vérið sagt að framan, að þingmenri Væru algerlega
háðir kjósendum sínum, en því fer fjarri að svo sé.
Liggja til þess ýmsar orsakir.
Öldum saman hefir' sú skoðun þróast hjá brésku þjóð-
inni, að þingmenn megi ekki láta vilja kjósenda sinna
hafa nein áhrif á hegðun sína í þingsalnum, og umfram
5