Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 85
SAMVINNAN
79
með lögum, eitt skifti fyrir langt tímabil, hvernig skifta
eigi fénu.
Einstakir þingmenn geta því lítil sem engin áhrif haft
á fjárveitingar til verklegra framkvæmda. þegar einhver
þingmaður flytur frumvarp í neðri deild, um hvaða efni
sem það er, verður hann að undirskrifa hátíðlega yfirlýs-
mgu um að hvorki hann sjálfur persónulega né kjósendur
iians, hafi öðrum fremur hag af því, að frumvarpið verði
að lögum.
Englendingar hafa fyrir löngu séð hvílík hætta getur
stafað af reiþtogi einstakra þingmanna um bitlinga til
kjördæmanna, og þeir hafa því tekið það ráð, að gera
þingmönnum ókleyft að eiga frumkvæðið að þesskonar
fjái’veitingum. þeim þykir tryggara að fela frumkvæðið
stjórninni, sem fulltrúa meiri hluta þingsins.
það er líka í fullu samræmi við stjómarhætti forn-
Germana, að Englendingar halda því fram, að ríkið eigi
aðeins að kosta þær framkvæmdir, sem miða að því að
vernda öryggi og velferð ríkisheildarinnar. Annað verða
bæjarfélögin og einstakir menn að sjá um. Slíkt heyrir
ekki undir Parlamentið.
Flestallar aðrar þjóðir hafa vikið frá þessari grund-
vallarsetningu þingstjórnartilhögunarinnar, en ekki hefir
það gefist vel.
Útgjaldafr«mvarpið er fengið til meðferðar einni
fastanefndinni (Committée of Supply). Hún getur ekki
hækkað útgjöldin, en hún dregur oft úr þeim og breytir
einstökum liðum í frumvarpinu. þegar frumvarpið hefir
verið samþykt í neðri deild, er það sent til lávarðadeildar-
innar, og hún verður að samþykkja það óbreytt. Ef hún
hefir ekki samþykt það innan mánaðar frá því það var
afgreitt frá neðri deild, biður stjórnin um staðfestingu
konungs og fjárlagafrumvarpið verður að lögum, hvað
svo sem lávarðamir segja.
Eftirlit þingsins með framkvæmdarstjóminni, er einn
hinn mikilvægasti þáttur í starfsemi þess. Ef því finst
stjómin, einstakir ráðherrar eða embættismenn hafa mis-