Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 51
S A M V I N N A N
45
vél vinar hans myndi á fáum áratugum frekar en nokkuð
annað gera hugsjónir hans að veruleik. Vera má að Adam
Smith hefði víðar í riti sínu vikið frá stefnu sinni, en
raun varð á, ef að hann hefði séð fyrir allar afleiðingar
hinnar frjálsu samkepni. Hann gekk þess dulinn, að hin-
ar fátækari stéttir myndu bera jafn skarðan skjöld í lífs-
baráttunni, og raun bar vitni. Bjartsýni hans glapti honum
sýn. Hann þóttist þess fullviss að í hinni frjálsu sam-
kepni yrði hagsmunum allra stétta best borgið. Án efa
var samúð hans frekar með fátækari stéttum.
Adam Smith var ekki málsvari vissra stétta í þjóð-
félaginu. Hann leit á þjóðmálin út frá hagsmunum heild-
arinnar, og vék frá hugsjón sinni, ef að hann áleit að vel-
ferð þjóðarinnar krefðist þess, eða að annað færi betur
í því virkilega lífi.
Bók Adams Smith ber í hvívetna vott um bjartsýni
hans. þjóðskipulagsgrundvöllur sá er rit hans fjallar um,
var hinn eini eðlilegi og réttmæti, hann átti við allsstaðar
og um allar aldir. Skipulag þetta var í samræmi við með-
fædd eðlisréttindi manna, innri þrá þeirra, hagsmuni, og
kröfur náttúrunnar. Hin frjálsa samkepnishugsjón í
veruleikanum gat ein veitt þjóðunum auð og gengi, jafn-
vægi og stöðugleik í þjóðfélaginu, samræmi í hagsmun-
um manna í milli og frið milli landa.
Meginkröfur Adams Smith voru þessar: Atvinnu-
crelsi, fríverslun og dvalarfrelsi. Skerðing á atvinnufrelsi
manna er brot á „helgasta eignarrétti þeirra“, sem sé
rétti þeirra til að nota krafta sína og hæfileika á hvern
þann hátt, er menn óska, án þess að ganga á hluta ann-
ara manna. Lögin frá 1622 brutu í bága við eðlisrétt-
indi manna. pau bægðu fátækum mönnum frá því að leita
sér atvinnu og kyrsettu þá einatt sem ánauðugir væru.
Fríverslunin var rökstudd út frá hagsmunum einstakling-
anna. Menn kaupa vörur sínar þar sem þeir fá þær ódýr-
astar eftir gæðum. Ber þjóðunum ekki að gera slíkt hið
sama?