Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 30
24
SAMVINNAN
að hafa áhrif á byggingar hér og mun hafa það framvegis.
Einn kostur hans er sá, að stíll þessi á prýðilega við stein-
steypuna, sem annars veitir lítið svigrúm fyrir fíngerða
tilbreytni í stíl. Aftur er óhætt að segja, að þessi stíll er
víða með öllu óviðeigandi, fyrst og fremst á smáhýsum,
og í öðru lagi þar sem umhverfið er í ósamræmi „við þess-
ar ljósu, köldu línur.“
Nú liðu nokkur ár. Landsbankinn bygði ekki hina
stórfenglegu hvítu höll En bankinn ákvað að stofna deild
í sveit, á Selfossi, hinn fyrsta sveitabanka á íslandi. Úti-
bústjórinn Eiríkur Einarsson vildi gjarnan að útibúshúsið
yrði sveitabær. Iionum mun hafa verið kunnugt um að
Ásgrímur hafði mikið hugsað um endurreisn sveitabæj-
anna í nýju byggingarefni. Að tilhlutun Eiríks Einarsson-
ar gerði Ásgrímur „sveitabæ“ þann sem hér er sýndur.
því miður var ekki bygt hús á Selfossi eftir teikningu
Ásgríms, heldur flutt þangað timburhús, vestan úr Búðar-
dal. Menn geta þessvegna ekki kynt sér þennan fyrir-
myndarbæ, nema eftir frummynd þeirri sem Landsbanka-
stjórnin lánaði Samvinnunni vegna þessarar ritgerðar.
Sveitabær Ásgríms er ólíkur höllinni. Sveitabærinn
mótast af tvennum fyrirmyndum, en þó veiða þær fyrir-
myndii' að einni, ef lengra er leitað aftur í tímann. Fyrst
og fremst hinum gamla íslenska torfbæ, með mörgum sam-
hliða burstum fram á hlaðið, og baðstofumænirinn á bak
við, og í öðru lagi af fjallahlíðunum íslensku, sem eru
skornar sundur með djúpum þverdölum og giljum. Hver
sem ríður um eftir Eyjafirði eða Skagafirði, til að nefna
aðeins þá tvo stóru dali, sér til beggja hliða einskonar
tröllabæi með risavöxnum bæjardyrum, stofu og skemm-
um fram á hlaðið, háum burstum og djúpum sundum,
einskonar ósjálfráð eftirlíking fjallahliðanna með fellunum
og djúpu skörðunum.
þetta veit listamaður eins og Ásgrímur ofboð vel.
Hann finnur að gömlu torfbæirnir með mörgu göflunum
fram á hlaðið og baðstofumæninum á bak við er listaverk
þjóðarandans, eins og mikið af fornbókmentunum, þjóð-