Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 74
68
SAMVINNAN
inenn geta alls ekki útvegað kjósendum sínum fé til
neinna fyrirtækja hjá þinginu. Bitlingar til kjördæm-
anna geta ekki átt sér stað einsog síðar verður sýnt, og
öll hreppapólitík er útilokuð. þetta er ákaflega mikilvægt
fyrir stjórnmálalíf þjóðarinnai’, en fáar aðrar þjóðir hafa
borið gæfu til þess, að fara að dæmi Englendinga í þess-
um efnum.
Parlamentið er helgidómur þjóðarinnar, og hún kost-
ar kapps um að sýna því virðingu. Umtal enskra blaða
um starfsemi þingsins er harðla ólíkt því, sem algengt
er meðal annara þjóða um þing sín.
Hinum nýkjömu þingmönnum er tekið með mikilli
viðhöfn er þeir taka sæti sitt, og þegar þingið er sett, er
sú athöfn afareinkennileg og hátíðleg, en því nær óskilj-
anleg fyrir þá, sem ekki eru vel kunnugir sögu Englands.
Allir hinir margvíslegu fornu siðir standa í nánu sam-
bandi við sögu þingsins á liðnum öldum, og baráttu þess
við konungsvaldið, kirkju og aðal.
Allir þessir fornu siðir flytja þingmönnum sömu
kenninguna um tign og alveldi þingsins. Konungar koma
og hverfa, skift er um kirkju og siði, en Parlamentið eitt
er varanlegt.
Hvar sem menn líta í kringum sig í hinum háreistu
þingsölum, þá andar á móti þeim, frá málverkum á veggj-
um og líkneskjum á gólfi og í veggskotum, sömu setn-
ingunni: „Enginn hefir svo reynt að brjóta vald
Parlamentsins, að það hafi ekki molað hann“.
Eins og nærri má geta hafa Englendingar valið þing-
inu vegleg húsakynni. þinghúsið er bygt í seingotneskum
stíl. Gotneski stíllinn er hinn þjóðlegi byggingarstíll Eng-
lands og þinghúsið er hin stórfeldasta veraldleg bygging
í þeim stíl.
þingið er venjulega sett í febrúar, og situi’ fram í
júlí eða ágúst. Svo eru oft stuttir þingfundir snemma á
vetrum (okt.—nóv.). þingfundir eru haldnir alla virka
daga, nema laugardaga. Hver fundur byrjar með guðs-
þjónustu.