Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 53
SAMVINNAN
47
hann sér bifreið og flytur hana til Akureyrar, samhliða
og nokkrar aðrar komu til Rvíkur. Leið svo þar til 1917.
þá fluttist Zófónías til Reykjavíkur. Hann fann að of
bröngt var fyrir bifreiðamar á Akureyri. Vegspottarnir
náðu ekki nema nokkra km. út úr bænum. Árið 1918 býr
hann sig undir að geta hafið mannflutninga í Rvík, og
fyrsta friðarárið byrjar hann að hafa bílastöð í söluturn-
inum í Reykjavík. Stýrði hann þar hinu fyrsta bifreiða-
félagi. Hafði það 6 bíla, og átti Zófónías þrjá þeirra. Félag
þetta hóf nú hinar fyrstu áætlunarferðir með bifreiðum,
sem haldið hefir verið uppi hér á landi. Félagið sendi tvo
bíla á viku að Selfossi og til Grindavíkur og Keflavíkur.
Var þetta til mestu þæginga fyrir ferðafólk, að geta þann-
ig treyst á vissar og fljótar ferðir.
Bílunum fjölgaði smátt og smátt í Reykjavík og söfn-
uðust fleiri og fleiri af þeim í skjól við skrifstofu Zófó-
níasar í Söluturninum. Árið 1920—21 mynda þessir menn
Bifreiðafélag Reykjavíkur. það var í fyrstu einskonar
samlagshlutafélag bifreiðastjóra. þeir voru 6, en sumir
áttu 4 bifreiðar. Óx mjög gengi þessa félags. Egill Vil-
njálmsson, ágætur bifreiðarstjóri var formaður þess, en
Zófónías var aðalframkvæmdarstjóri heima fyrir og
stjórnaði afgreiðslunni. Óx féiagið mjög og færði út kví-
amar. Hóf það stöðugar ferðir eftir öllum akfærum veg-
um, sem liggja út frá Reykjavík. Á stríðsárunum og fyrst
á eftir var peningastraumur mikill inn í landið, og höfðu
bifreiðarnar notið góðs af því. Að sama skapi óx dýrtíðin.
Alt var dýrt sem til bílanna þurfti og flutningagjöldin
voru geysihá. Sæti í bíl austur að Garðsauka frá Reykja-
vík komst upp í 48 krónur. Samt var þetta notað. M. a.
fengu bændur, og fluttu, kaupafólk með þessum ferð-
um, og jók það ekki lítið kostnað við framleiðsluna. En
þrátt fyrir dýrleikann unnu margir bændur þó til að nota
bifreiðarnar og komast það á hálfum degi um bjargræðis-
tímann, sem þeir hefðu annars þurft 2—3 daga til og
marga hesta.
Um áramótin 1922—23 gekk Zófónías úr bifreiðarfé-