Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 77
SAMVINNAN
71
ingjana að hafa áhrif á þá og meiri hætta á spillingu, til
dæmis mútum.
Miklar kröfur eru gerðar til þingmanna í siðferðis-
legum málum. þeir verða að lifa lýtalausu lífi, og eru Bret-
ar svo strangir í kröfum, að mörgum þykir nóg um. Ýmsir
gáfaðir og auðugir þingmenn af góðum ættam, hafa orð-
ið að hröklast að þingi fyrir yfirsjónir, sem annarsstaðar
mundu hafa verið taldar nauða ómerkilegar. Bretar segja:
„Parlamentið ræður yfir oss, og vér viljum ekki hafa aðra
drotna en þá, sem vér vitum að eru Gentlemen“.
Starfi þingsins má skifta í þrent. Löggjöf, fjárveit-
ingar og eftirlit með framkvæmdarstj órninn i. Vér skul-
um nú athuga hvert atriði útaf fyrir sig.
Frumvarp til laga má leggja fram í hvorri þingdeild
sem vill, en þó verða öll frumvörp, sem við koma stjórnar-
skipun ríkisins að koma fyrst fram í neðri deild. Til þess
að frumvörp geti orðið að lögum, þurfa þau að hafa verið
samþykt af báðum þingdeildum með einföldum meiri hluta
og síðan undirskrifuð af konungi. Á Englandi er engin
stjórnarskrá til, og engin lög, sem þurfa að samþykkjast
óbreytt á tveimur þingum, með kosningu á milli, eins og
rið stjórnarskrárbreytingar hér á landi. Bretum hefir þótt
óþarft að slá þennan varnagla. þingið er álitið nógu gæt-
ið og íhaldssamt.
Hinsvegar getur þingið samið lög um hvað sem vera
vill. Ef hinir þrír partar þingsins, efri og neðri deild og
konungur, eru sammála, þá eru engin takmörk fyrir veldi
þess. Með einföldum lögum má dæma menn til dauða, án
þess að leita úrskurðar dómstólanna. Slíkt var oft gert fyr
á tímum. þingið losnaði við pólitíska óvini á þann hátt.
Með lögum mætti leysa upp breska konungsríkið, og gera
Skotland og nýlendurnar að sjálfstæðum ríkjum, án þess
að spyrja um vilja þjóðarinnar.
þetta hefir nú reyndar litla þýðingu nú á dögum.
þingið þeitir valdi sínu með hófsemi. En valdið hefir það,
og getur gripið til þess hvenær sem því þóknast.
Frumvörpum er skift í tvo flokka Public Bills og