Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 98
02
SAMVINNAN
efni. í eldri deild var lesin bók Oh. Gide um kaupfélögin.
Höfðu flestir nemendur ensku útgáfuna en nokkrir hina
sænsku.
Sú nýbreytni var gerð að leyfa nemendum, sem út-
skrifast höfðu áður að halda áfram námi í tungumálum,
félagsfræði og bókmentum. Var kensla þessi frumdrög að
III. bekk. En af því að hér var um tilraun að ræða, sem
að vísu hepnaðist vel, var framhaldsnám þetta ekki
einu sinni auglýst, en tvö mjög efnileg systkini frá Norð-
firði, Rannveig og Ólafur, sem útskrifast höfðu í fyrra,
höfðu óskað eftir þessari kenslu. Um miðjan vetur veikt-
ist Ólafur og lá fram undir vor. Er því hér aðallega getið
um vinnubrögð systur hans, Rannveigar þorsteinsdóttur.
En meðan Ólafur var heilbrigður fylgdust þau svo að
segja að.
Tilgangur þessarar framhaldskenslu er að nemendur
vinni sjálfir undir handleiðslu kennara. Eiginlegar kenslu-
stundir voru ekki nema í málunum þýsku og frönsku.
Annars lásu systkinin í skólanum, heima eða á bókasafn-
inu, skrifuðu ritgerðir og töluðu um efnið við skólastjóra,
sem annaðist þessa kenslu, nema hinar beinu æfingar í
tungumálum..
Af því að tilraun þessi er nokkuð einstök í sinni röð
og bendir á hvað komast megi langt í slíku sjálfsnámi í
framhaldsbekkjum hér á landi, þykir rétt að skýra nán-
ara frá námi Rannveigar þorsteinsdóttur.
Hún las allar íslendingasögur og fslendingaþætti og
Sturlungu og gerði ritgerðir um efnið í nálega öllum sög-
unum nema Sturlungu. Las jafnhliða um hverja einstaka
sögu í hinni stóru bókmentasögu Finns Jónssonar. Odys-
seifs- og Ilionskviðu í þýðingu. Á norsku: Björnson:
Fiskerjenten, En Fallit og Mary. Ibsen: De unges For-
bund, Samfundets Stötter, Et Dukkehjem, Gengangere og
En Folkefjende. Jonas Lie: Lodsen og hans Hustru, Kom-
mandörens Dötre og Et samliv. A. Kielland: Garmon &
Worse, Arbejdsfolk. A. Garborg: Mannfolk. Á dönsku:
Dostejevski: Raskolnikov, bæði bindin. Darwin: Arter-