Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 63
SAMVINNAN
57
pegar gróðafýsn er aðalhvötin til framkvæmda, vilja
menn draga sig í hlé, jafnskjótt og gróðavon þeirra
bregst eða búast má mið, að þeir bíði einnvem halla. það
sýnir yfirburði kaupfélaganna fram yfir önnur félög, að
þau þora að byggja starfsemi sína á ræktarsemi og trú-
mensku félagsmanna sinna við þau. þau eru annað og
meira en verslanir fyrir félagsmenn sína, þau eru sam-
starf hugsjónamanna, er stefnir að umbótum á högum
þjóðfélagsins. Á ófriðarárunum sýndu samvinnumenn að
þeir bera fullkomið traust til félaganna. þegar menn í
byrjun ófriðarins streymdu inn í banka og sparisjóði til
að taka út innstæðufé sitt, létu félagsmenn sparifé sitt
liggja óhreyft í kaupfélögunum. í sumum löndum jukust
sjóðir þeirra gífurlega á þeim árum t. d. í Englandi um
70 miljónir króna.
það er tíðast að framfærandi fjölskyldunnar sé fé-
lagsmaður. En það er alkunnugt, að konurnar ráða engu
minna um það, hvemig félagsmenn rækja skyldur sínar
við kaupfélögin. Konurnar kaupa daglega til heimilisins
og eiga að verja launum manna sinna, sem oft eru af
skornum skamti, á hinn hagkvæmasta hátt. þær hafa oft
lítið handa á milií, og kunna að met'a réttilega þann hagn-
að, er heimilin hafa daglega af viðskiftum við kaupfé-
lögin og tekjuafganginn í árslok. pað mundi vera félög-
unum styrkur að konur hefðu meiri áhrif á stjóm og
starfsemi þeirra, en þær nú hafa. Á Englandi
hafa heyrst raddir meðal kvenna í þá átt, að allir ein-
staklingar fjölskyldunnar ættu að vera félagsmenn.
Reynslan virðist hafa sýnt, að þátttaka á unga aldri vekji
áhuga og skilning á stefnunni og hafi þroskandi áhrif á
æskulýðinn.
Kaupfélögin gefa mönnum kost á, að verða
Sjóðir þeirra gæða aðnjótandi, sem samstarf
kaupfélaganna. manna á milli á samvinnu- og jafnréttis-
grundvelli getur veitt þeim. Félögin eiga
að ná til allra, sem í samvinnu við aðra vilja efla félags-
þroska sinn og bæta kjör sín. það verður því að gera