Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 39
SAMVINNAN
33
úr steini, eða þá grjóti og torfi á traustri undirstöðu, með
járnþaki, svo að þau geti entst mannsöldrum saman. Vilji
menn byggja slíka bæi nú, þá verða þeir mjög dýrir. Við
vitum um Mælifellshúsið, að það kostaði yfir 40 þús. ki.
Annað nýbygt steinhús á Mosfelli í Árnessýslu kostaði
20 þús. kr. og er þó ekki nema hæfileg íbúð fyrir eina fjöl-
skyldu. Góðir meðalbæir úr steini kosta nú um 20 þús. kr.
Er þetta því vandamál og erfitt viðfangs. Og þótt kotbæir
kosti ekki nema 10—12 þús. kr., verða rentur og afborg-
anir af því 1500—2000 kr. á ári. Búskapuiúnn getur ekki
borið það. þessvegna eru allir, sem um málið hugsa, ásátt-
ir um það, að ef slept er eínaheimilum, þá geti engir þeir
sem byggja fyrir lánað fé greitt, nema með sérstaklega
heppilegum kjörum.
Frv. byggir á þessum staðreyndum: þörfinni fyrir
byggingar í sveitum, hinum mikla kostnaði sem er við
varanlegar byggingar, og nauðsyninni að geta útvegað
nógu ódýrt fjármagn til að rækta nýtt land og fjölga
heilsusamlegum heimilum. Vitaskuld er gert ráð fyrir því
að margir bændur geta bygt varanlega, án sérstakra láns-
kjara. En hvað margir eru þeir, sem ekki geta hugsað til
að byggja, þótt þeir hafi þess sára þörf? Hve mörg eru
þau sveitaheimili, þar sem ekkert hefir verið bygt síðan
1914? En þeim, sem kynnu að vilja telja þetta óhóf og
eyðslu, vil eg benda á, að allir læknar, sem fást við berkla-
veiki eða starfa að berklavörnum á einhvern hátt, telja
hin vondu húsakynni almennings eina af aðalorsökun
og uppsprettu veikinnar. þá vil eg og benda á það, hvort
réttara sé að verja yfir heilli miljón króna árlega til
styrktar berklaveiku fólki, en láta kofana standa, sem eru
gróðrarstíur þessarar veiki?það má hiklaust gera ráð fyrir
að tún sem búið er að fullrækta, muni endurborga síðar
þann höfuðstól margfaldlega, sem til ræktunarinnar hefir
verið varið, enda þótt eigi megi vænta mikils arðs fyrstu
árin, og það tel eg víst að nógu margir munu jafnan fást
til að búa á jörðum, sem hafa nokkurt tún og eru sæmi-
3