Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 81
SAMVINNAN
75
um þingmönnum hafi komist í gegn um neðri málstofu
breska þingsins*).
Nú mundu margir halda, að með þessari tilhögun væri
þingið og lagasmíði þess langt á eftir tímanum og í sí-
feldri baráttu við hinar nýrri stefnur í þjóðfélagslífinu.
En svo er eiginlega ekki. Stjórnin er ágætur hemill á
fljótfærni og framhleypni þingmanna, en hún er ekki nógu
sterk til þess að geta til lengdar verið þröskuldur í vegi
fyrir framförum. í mentuðum löndum, þar sem blöðin eru
voldug og þjóðin hefir áhuga á stjórnmálum, er alt af
hægt að vekja svo mikinn byr fyrir góðum nýmælum, að
stjórnin, að minsta kosti verði neydd til að taka þau til
athugunar. Ennfremur getur auðvitað meiri hluti stjórn-
arflokksins, alt af neytt stjórnina til þess að leggja frum-
vörp fyrir þingið, en slíkt hefir þó sjaldan komið fyrir.
Ennfremur útilokar þessi tilhögun alla hreppapólitík.
Kjósendur vita það vel, að þingmaður þeirra getur ekki
útvegað kjördæminu neina bitlinga. Hann getur til dæmis
ekki útvegað því nýjan j árnbrautarspotta eða fé til ann-
ara fyrirtækja.
Alt þetta leiðir til þess að enska þdngið semur tiltölu-
lega fá lög samanborið við þingin á meginlandi álfunnar.
þau eru jafnan ákærð fyrir ofmikla og flausturslega laga-
smíði. Englendingar ásaka sitt þing fremur fyrir að vinna
of lítið en of mikið.
Vér sjáum því, að aðalþátturinn í löggjafarstarfsemi
þingsins er í því fólginn, að athuga og rannsaka frumvörp
stjórnarinnar. Breyta þeim og laga eða jafnvel fella þau.
f þessu liggur ágæti Parlamentisins sem löggjafar-
þings. Fyrst semur stjórnin frumvörpin með aðstoð hinna
bestu sérfræðinga, síðan eru þau rædd á fjölmennu þingi,
þar sem komnir eru saman margir af hinum nýtustu
mönnum í öllum atvinnugreinum landsins. þegar þau hafa
gengið gegnum þennan hreinsunareld, má búast við því,
að þau hafi að minsta kosti losnað við verstu gallana, svo
*) það er að segja „stórpólitiskt" frumvarp, Public Bill.