Samvinnan - 01.03.1926, Blaðsíða 87
SAMVINNAN
81
fyrir hlutdrægni. Enginn hlutur er hættulegri fyrir ensk-
an ráðherra, en hlutdrægni og misbeiting á valdi gegn
undirmönnum sínum. I þessu efni er réttlætistilfinning
Breta mjög skörp. Svo eru blöðin voldugri á Englandi, en
víðast annarstaðar. þau skapa almenningsálitið, sem er
einskonar hæstiréttur, sem dæmir allar gerðir stjórnar-
innar. 1 engu landi er jafnmikið talað og hugsað um al-
menningsálitið (Public Opinion) og á Englandi. pað er
ekki nægilegt til þess að halda ráðherra við völd, að hafa
meiri hluta þingmanna neðri deildar að baki sér. Ef al-
menningsálitið er honum fj andsamlegt, eru valdadagar
hans vanalega fáir.
Á Englandi eru engin lög til um það, hve margir ráð-
herrar eiga að vera. Tala þeirra er því breytileg. I núver-
andi ráðuneyti eru þeir 22. þeir hafa mjög misjöfn laun.
Yfirleitt má segja að þau ráðherraembætti, sem hafa
verið til síðan á 16. eða 17. öld, séu vel launuð, en hin
nýrri ekki. Forsætisráðherrann sjálfur fær engin laun, og
gegnir hann því oft einhverju öðru embætti í ráðuneyt-
inu. Forseti Lávarðadeildarinnar (Lord High Chancellor)
er hæst launaði ráðherrann (£ 10,000). Hann er ekki að-
eins forseti, heldur einnig æðsti dómari ríkisins í vissum
málum, og hefir æðsta úrskurðarvald í öllum lögfræðis-
legum málum. Embætti hans er því hið virðulegasta sem
breskur lögfræðingur getur hlotið.
Allir ráðherrar hafa aðstoðarráðheiTa, sem einnig
eiga sæti á þingi (Parliamentary Secretaries). þeir verja
gerðir stjómarinnar þegar ráðherrar eru ekki viðstaddir,
eða þeir eru lávarðar. það er altítt að ungir menn, sem
stefna hátt, byrja stjórnmálaferil sinn sem ólaunaðir
skrifarar hjá frægum stjórnmálamönnum. Síðan komast
þeir á þing og verða svo undirráðherrar um hríð. Eng-
lendingar meta aldur og lífsreynslu meira en flestar aðrar
þjóðir, en í lundarfari þeirra eru einkennilegar andstæður.
Meðalaldur enskra ráðhema er hærri, en þekkist í öðrum
löndum, en þó hafa Englendingar átt yngsta forsætisráð-
6