Samvinnan - 01.03.1926, Page 74

Samvinnan - 01.03.1926, Page 74
68 SAMVINNAN inenn geta alls ekki útvegað kjósendum sínum fé til neinna fyrirtækja hjá þinginu. Bitlingar til kjördæm- anna geta ekki átt sér stað einsog síðar verður sýnt, og öll hreppapólitík er útilokuð. þetta er ákaflega mikilvægt fyrir stjórnmálalíf þjóðarinnai’, en fáar aðrar þjóðir hafa borið gæfu til þess, að fara að dæmi Englendinga í þess- um efnum. Parlamentið er helgidómur þjóðarinnar, og hún kost- ar kapps um að sýna því virðingu. Umtal enskra blaða um starfsemi þingsins er harðla ólíkt því, sem algengt er meðal annara þjóða um þing sín. Hinum nýkjömu þingmönnum er tekið með mikilli viðhöfn er þeir taka sæti sitt, og þegar þingið er sett, er sú athöfn afareinkennileg og hátíðleg, en því nær óskilj- anleg fyrir þá, sem ekki eru vel kunnugir sögu Englands. Allir hinir margvíslegu fornu siðir standa í nánu sam- bandi við sögu þingsins á liðnum öldum, og baráttu þess við konungsvaldið, kirkju og aðal. Allir þessir fornu siðir flytja þingmönnum sömu kenninguna um tign og alveldi þingsins. Konungar koma og hverfa, skift er um kirkju og siði, en Parlamentið eitt er varanlegt. Hvar sem menn líta í kringum sig í hinum háreistu þingsölum, þá andar á móti þeim, frá málverkum á veggj- um og líkneskjum á gólfi og í veggskotum, sömu setn- ingunni: „Enginn hefir svo reynt að brjóta vald Parlamentsins, að það hafi ekki molað hann“. Eins og nærri má geta hafa Englendingar valið þing- inu vegleg húsakynni. þinghúsið er bygt í seingotneskum stíl. Gotneski stíllinn er hinn þjóðlegi byggingarstíll Eng- lands og þinghúsið er hin stórfeldasta veraldleg bygging í þeim stíl. þingið er venjulega sett í febrúar, og situi’ fram í júlí eða ágúst. Svo eru oft stuttir þingfundir snemma á vetrum (okt.—nóv.). þingfundir eru haldnir alla virka daga, nema laugardaga. Hver fundur byrjar með guðs- þjónustu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.