Samvinnan - 01.03.1926, Side 51

Samvinnan - 01.03.1926, Side 51
S A M V I N N A N 45 vél vinar hans myndi á fáum áratugum frekar en nokkuð annað gera hugsjónir hans að veruleik. Vera má að Adam Smith hefði víðar í riti sínu vikið frá stefnu sinni, en raun varð á, ef að hann hefði séð fyrir allar afleiðingar hinnar frjálsu samkepni. Hann gekk þess dulinn, að hin- ar fátækari stéttir myndu bera jafn skarðan skjöld í lífs- baráttunni, og raun bar vitni. Bjartsýni hans glapti honum sýn. Hann þóttist þess fullviss að í hinni frjálsu sam- kepni yrði hagsmunum allra stétta best borgið. Án efa var samúð hans frekar með fátækari stéttum. Adam Smith var ekki málsvari vissra stétta í þjóð- félaginu. Hann leit á þjóðmálin út frá hagsmunum heild- arinnar, og vék frá hugsjón sinni, ef að hann áleit að vel- ferð þjóðarinnar krefðist þess, eða að annað færi betur í því virkilega lífi. Bók Adams Smith ber í hvívetna vott um bjartsýni hans. þjóðskipulagsgrundvöllur sá er rit hans fjallar um, var hinn eini eðlilegi og réttmæti, hann átti við allsstaðar og um allar aldir. Skipulag þetta var í samræmi við með- fædd eðlisréttindi manna, innri þrá þeirra, hagsmuni, og kröfur náttúrunnar. Hin frjálsa samkepnishugsjón í veruleikanum gat ein veitt þjóðunum auð og gengi, jafn- vægi og stöðugleik í þjóðfélaginu, samræmi í hagsmun- um manna í milli og frið milli landa. Meginkröfur Adams Smith voru þessar: Atvinnu- crelsi, fríverslun og dvalarfrelsi. Skerðing á atvinnufrelsi manna er brot á „helgasta eignarrétti þeirra“, sem sé rétti þeirra til að nota krafta sína og hæfileika á hvern þann hátt, er menn óska, án þess að ganga á hluta ann- ara manna. Lögin frá 1622 brutu í bága við eðlisrétt- indi manna. pau bægðu fátækum mönnum frá því að leita sér atvinnu og kyrsettu þá einatt sem ánauðugir væru. Fríverslunin var rökstudd út frá hagsmunum einstakling- anna. Menn kaupa vörur sínar þar sem þeir fá þær ódýr- astar eftir gæðum. Ber þjóðunum ekki að gera slíkt hið sama?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.