Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 10
Byggingarlist og skipulag þétt- býlis eru mál, sem furðulítið hafa verið rædd á opinberum vettvangi, og er það þeim mun furðulegra sem fátt hefur dýpri eða varanlegri áhrif á líf manna og alla líðan en það manngerða umhverfi, sem þeir hrærast í dagsdaglega. Ástæða þeirrar ískyggilegu þagnar, sem ríkt hefur hér á landi um skipulagsmál og byggingar, hlýtur öðrum þræði að vera sú, að almennir borgarar telji sig ekki hafa vit eða þekk- ingu til að fjalla um svo „háleit málefni". Meðal annars af þeim sökum hafa einungis arkítektar fengizt til að leggja orð í belg Samvinnunnar að þessu sinni. Afstaða arkítekta kann einnig að valda hér einhverju um, því á sumum þeirra er að skilja, að engir nema arkítektar geti af fullu viti fjallað um arkitektúr. Slíkt er vitaskuld reginfirra. Engin háskólapróf eða meistaravottorð gæða menn góðum smekk, formskyni eða frumleik. Til eru góðir arkítektar og slæmir arkitektar, einsog Reykjavík ber ákaf- lega mælskan vott um, og svo verður það væntanlega eilift álitamál, hvað sé gott og hvað slæmt í fagurfræðilegum efnum. Þessvegna ættu leikmenn að vera ósmeykir við að taka virkan þátt í opinberum umræð- um um mótun umhverfisins, skipulag bæja og gerð húsa. Tregða Islendinga til að ræða þessi mál opinberlega er vísast ná- tengd öðrum landlægum kvilla, sem meðal annars lýsir sér í fastheldni við það sem gamalt er og „dugað hefur hingaðtil" og hræðslu við allt sem er nýstárlegt eða frumlegt. Húsbyggjendur apa alla skapaða hluti hver eftir öðrum — og þó fyrst og fremst það sem lakast er og smekk- lausast — en fúlsa að jafnaði við óvenjulegum hugmyndum, sem einatt eru bæði hagkvæmari, ódýrari og skemmtilegri. Endaþótt engin þjóð verji tiltölulega jafnmiklu fé til hýbýla sinna og íslendingar, þá er hitt líka staðreynd, að fáar þjóðir bjóða uppá einhæfari, leiðinlegri og and- lausari húsakost en íslendingar. Þetta stafar vitanlega ekki bara af íhaldssemi, heldur einnig af mjög frumstæðum smekk og þvl skamm- hyggna hagsýnissjónarmiði, að betra sé að kaupa ódýra hústeikningu af miðlungsarkitekti eða fúskara en dýra teikningu af góðum arkftekti eða afburðamanni. í Reykjavik hafa fúskarar vaðið uppi áratugum saman og sett svip sinn á heil hverfi, með þeim afleiðingum að íbúarnir hafa beðið varanlegt tjón á andlegu heilbrigði sinu og ná sér sennilega aldrei aftur, jafnvel þótt þeir kæmust I skárra umhverfi. Þessir sömu hlutir hafa einnig verið að gerast í bæjum útá landi, þó í minna mæli hafi verið. Til dæmis seldi Húsnæðismálastjórn rlkisins á einu bretti um 30 teikningar eða réttara sagt hátt i 30 eintök af sömu hústeikningu á Sauðárkróki ekki ails fyrir löngu, eftir að búið var að skipuleggja nýtt Ibúðarhverfi þar — með þeim afleiðingum að skipulagsvinnan er meira og minna skemmd og hverfið verður vitanlega lágkúruiegt safn samkynja steinkassa. Ekki hefur dreifbýlið heldur farið varhluta af smekkleysi fslenzkra húsateiknara. Ef nokkuð er, hafa sveitirnar goldið þeim mun meira afhroð en þéttbýlið sem þær eru viðkvæmarl gagnvart andlegum sóðaskap og afkárahætti vegna hins nakta landslags. Teiknistofa landbúnaðarins hefur unnið meiri spjöli í Islenzku landslagi en dæmi munu til um nokkra opinbera stofnun i landinu (Orkustofnun meðtaiin). Það er bláttáfram sárgrætilegt að aka um landið og horfa uppá þá kollhúfulegu suðurlandakumbalda sem þessi stofnun hefur dritað niður um landið þvert og endilangt, og verður sú staðreynd enn Ijósari þegar hliðsjón er höfð af ýmsum bændabýlum frá kreppuárunum, háreistum og tlgulegum, að ekki sé minnzt á gömlu sveitabæina, sem samsömuðust umhverfi slnu, ekki aðeins vegna efniviðarins, heldur llka vegna staðsetningar og bygg- ingarlags. Menn beri til dæmis saman I huganum bæi einsog Svlnafell I Öræfum og þessa nýtlzkulegu, flatþöktu þílskúra sem ýmsir bændur hafa látið gabba sig til að reisa yfir fjölskyldur slnar, og þá verður kannski Ijóst hvað ég er að fara. Víða á sveitabýlum eru peningshúsln satt að segja reisulegri en Ibúðarhúsin. Um skipulag Reykjavfkur er lítillega rætt í tveimur greinum hér á eftir, svo óþarft er að fara um það mörgum orðum í þessu spjalll. Þó get ég ekki stillt mig um að benda á þá furðulegu smekkleysu, sem allir ábyrgir aðilar hafa árum saman reynt að sverja af sér, að gereyði- leggja háskólahverfið með þvl að setja Bændahöllina þar sem hún er niður komin. Grátbroslegra dæmi um fyrirhyggjuleysi og listræna blindu Islenzkra skipuleggjenda mun torvelt að benda á. Jafnvel viðbyggingar Landspítalans, Landsbankans og Útvegsbankans og staðsetning Morgun- blaðshallarinnar blikna við hliðina á því reginhneyksli. Finnski húsameistarinn Alvar Aalto færðist undan að láta uppi álit sitt á íslenzkri byggingarlist þegar hann var hér á ferð fyrir fimm árum, og var það hvorttveggja I senn vottur um háttvlsi hans og vitnisburður um ásigkomulag húsagerðar hérlendis. Á sama tíma og íslendingar vinna kappsamlega að því að rífa niður eða ofurselja eyðileggingunni ýmis fallegustu hús sín frá fyrri tlð (flest þeirra dönsk að uppruna), er hrúgað hér upp sviplausum steinkössum af öllum stærðum svo hundruðum skiptir, þannig að Reykjavík er á góðum vegi með að verða einskonar þverskurður af hversdagslegustu borgarhverfum erlendis, þó hún eigi eitt fegursta og sérkennilegasta borgarstæði í víðri veröld. Jafnvel á kreppuárunum voru yfirleitt reist hér svipmeiri og fallegri hús, þó smá- gerð væru, en þau sem nú tíðkast, og sannast hér sem viðar að auraráð eru slzt af öllu trygging fyrir smekkvlsi. Maður vonar samt I lengstu lög að við berum gæfu til að varðveita einhver af okkar gömlu svipmiklu húsum, svosem Viðeyjarstofu, Stjórnarráðshúsið, MenntasWólann I Reykja- vík, Tukthúsið við Skólavörðustlg, Alþingishúsið, Bessastaði, þó við höfum þegar kastað á glæ mörgum ómatanlegum dýrgripum. Það er búið að fara þannig með gömlu Reykjavlk, að höfuðstaðurinn mun aldrei geta státað af gömlum borgarkjarna einsog flestar þær borgir erlendis, sem skemmtilegast er að heimsækja. Sllkir kjarnar hafa ekki einasta sögulegt gildi, heldur búa þeir yfir þokka og andrúmi sem nýrri hverfi hafa ekki til að bera. Annað skrýtið atriði í skipulagi Reykjavíkur er staðsetning Ibúðar- hverfa. Víðast hvar erlendis er lögð áherzla á að hafa íbúðarhverfi þar sem útsýni er mest og bezt, en verksmiðjur og verzlanir eru fremur stað- settar þar sem fátt er til að gleðja augað. f Reykjavlk hefur þessu af ein- hverjum dularfullum ástæðum verið snúið við. Þar er varla til sú kvos eða mýri, að ekki sé hrannað þar saman Ibúðarhúsum, sbr. Norðurmýrina, Kringlumýrina og Sogamýrina, að ógleymdum Fossvoginum, en hinsvegar er verksmiðjum og verzlunarhöllum tyllt uppá holt og hæðir þaðan sem dýrlegast er útsýni. Átakanlegasta dæmi um þetta er Suðurlandsbrautin frá Ási innfyrir Múla, sem er eitt tilkomumesta húsastæði I borginni. Þar hefur verzlunarhöllum bókstaflega verið hrúgað saman, en af einhverri vangá að því er virðist hefur þó þremur átta hæða fjölbýlishúsum verið komið upp milli Suðurlandsbrautar og Hátúns, og er ástæða til að sam- fagna íbúunum, þó eltt þeirra sé raunar til stórskammar að þvf er snertir frágang og umhirðu, enda I einkaeign eins þeirra gæðinga borg- arstjórnarmeirihlutans sem hegða sér I samræmi við lögmál einkafram- taksins og virða alla sambýlishætti siðaðra manna að vettugi. Hin tvö fjölbýlishúsin við Hátún, sem rekin eru á samvinnugrundvelli, eru I hví- vetna til fyrirmyndar. Töfrar Reykjavíkur eru framar öðru fólgnir I sundunum og fjallasýn- inni til norðurs og norðvesturs, en _um það virðast skipuleggjendur Reykjavfkur aldrei hafa haft hugmynd. Ég efa til dæmis, að víða I Norður- Evrópu geti strandgötu sem jafnist á við Skúlagötuna og framhald hennar innmeð Kirkjusandi um stórfenglegt útsýnl, en við þessa götu og allt innundir Laugarnes hefur verið hrófað uþp fabrikkum og öðru ámóta dóti. Erlendis hefði Skúlagatan orðið dýrasta íbúðarhverfið, þráttfyrir allan norðangarra, sem er slzt meiri við þá götu en I háhýsunum á Kleppsholtinu eða Heimunum. Maður hugsar til þess með kvlða, hvernig umhorfs verði I Reykjavlk um næstu aldamót, þegar búið verður að keyra íbúðarhverfin niðrí allar finnanlegar kvosir á borgarsvæðinu, en verksmiðjur og kaupmangarahallir umkringja þau á helztu hæðum einsog óprúttnir fangaverðir. Hversvegna hafa samtök Islenzkra arkltekta ekki andæft þessari ógæfusamlegu þróun? s-a-m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.