Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 22
því, að því ég viti, nema slík vinna fari fram í einhverri písk- urdeild borgarinnar. 5. Endurskoðunarstefna Niðurstöður skipulagsins valda því meiri vonbrigðum sem í Reykjavík eru óvenjugóðar að- stæður til að stýra vexti borgar- innar. Enginn efast um bæði hæfni og vilja bæði borgarstjóra og borgarverkfræðings hvors á sínu sviði. Bæjarfélögin eiga sjálf svo til allt land svæðisins, og gamli bærinn er langt frá því að vera sama vandamál og aðrir slíkir í Evrópu. Skipulag bæjar- ins getur þróazt á 3 vegu. Annað- hvort verður þrjóskazt við að hlýða núverandi skipulagi og Reykjavík verður stöðugt erfið- ari, leiðinlegri og dýrari eða hætt verður að nota skipulagið og borgin vex stjórnlaust eins og tíðkaðist á árunum fyrir aðal- skipulag, sem yrði enn verra. Eða þá að skipulagið verði endur- skoðað stöðugt fyrir opnum tjöld- um, sem er grundvöllur fyrir því að takast megi að mynda betri borg, þótt það sé því miður ekki trygging. Ákvörðun um slíka end- urskoðun yrði sennilega að koma ofanfrá, frá bæ eða ríki, því að almenningsálit kemur engu til leiðar í skipulagsmálum með þögninni. Ekki væri úr vegi að endurskoða um leið byggingar- samþykkt, sem inniheldur ákvæði frá tímum kertaljósa og hefur bein neikvæð áhrif á þróun byggðar í bænum og byggingar- kostnað. Þó slík endurskoðun sé ekki trygging, er þó engin ástæða til að ætla að hún misheppnist algerlega. í landinu er nú fjöldi velmenntaðs fólks, þar á meðal í þjónustu borgarinnar, sem haft getur leiðandi áhrif á þróun bæj- arins. Embættismannakerfið get- ur þó orðið hér eins og á öðrum sviðum alvarlegur dragbítur. Þótt æskilegt sé að hluti skipulags- fólks vinni sem lengst rútínu- störf, er enn nauðsynlegra að endurnýjun verði með vissu ára- bili í röðum háttsettra embættis- manna og áhrifamestu sérfræð- inga. 6. Naut í postulínsbúð Þótt ekki sé ætlun mín að ræða skipulag bæjarins í smærri atrið- um, get ég þó ekki, sem innfædd- ur Reykvikingur, stillt mig um að ræða lítillega um gamla bæinn. Skipulag gamla bæjarins lítur út eins og vandlega undirbúið morð- tilræði. Að nafninu til er hlut- verk þessað leysa umferðarvanda- mál bæjarins og halda heildar- svip hans. Hið raunverulega hlut- verk er sennilega það að þóknast lóðabröskurum, því að ekki verð- ur komið auga á neitt atriði, sem þóknazt getur öðrum þegar til lengdar lætur. Umferðarvandamálið hefur ekki tekizt að leysa. Kemur það skýrt fram í stóru bókinni. Hallgríms- kirkja sá um heildarsvipinn. í kvosinni skal standa gleið og glennuleg skrifstofubyggð. Lauga- vegur verður áfram leiðinlegur langintes. Mörg merkilegustu hús borgarinnar verða rifin og eina húsalína landsins frá því fyrir aldamót skert (Stjórnarráð að íþöku). Trjám og görðum mun örugglega stórfækka, en í staðinn fáum við bílastæðabreiður. Nær engin hús, garðar eða umhverfi verða vernduð. Verndun gamalla húsa fer fram með þeim hætti, að skrifstofumenn inni í Borgartúni fá stama af geðshræringu, ef eitt- hvert manngreyið vill fá að bæta kvisti á þakið hiá sér. Hins vegar er hvað sem er rifið og afskræmt, detti umferðarsérfræðingum eða valdafólki það í hug. Við msgum þakka drottni okkar, að þessu fólki hafi ekki enn flogið í hug að byggja bílageymslu á Arnar- hóli eða Seðlabanka á Austur- velli. Eina lausnin til þess að gamli bærinn í Reykjavík verði indæll og lifandi borgarhluti er þvert á móti að stórauka í honum íbúðar- byggð, þar sem endui-byggingar er þörf, stöðva skrifstofubygg- ingar, þar með taldar opinberar byggingar, en veita hinsvegar möguleika fyrir smáverzlun, þjón- ustufyrirtæki og smáiðnað. Naut fara illa í postulínsbúðum, og það er vonlaust að koma fyrir stórum fyrirtækjum og mikilli bílaumferð í gömlum bæjum án þess að eyða um leið kostum þeirra. Það er óþarft að geta þess, að allt brambolt skipulags- ins í gamla bænum kostar mikið fé sem tekið er beint úr vösum skattgreiðenda. Helzta afsökunin fyrir þessum ósköpum er sú, að ráðamennirnir hafi ímyndað sér, að þeir væru að móta glæsilegan höfuðborgar- kjarna. Lesendur geta sjálfir myndað sér skoðun um hvernig til hefur tekizt. (Sjá mynd.) 7. Ósýnilegar girðingar Þótt aðalskipulagið hafi lang- mest áhrif á þróun borgarinnar, ber að benda á aðra þætti, sem áhrif hafa. Áberandi hluti þróun- ar síðustu ár hefur verið myndun auðmannahverfa í Garðahreppi og verkamannahverfa í Breið- holti. Fram að þessu hafa slík hverfi runnið saman í Reykjavík, og hvergi myndað stórar eða sjálfstæðar heildir. í langflestum hverfum Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar er fólk af öllu tagi og tekjum oft í sama húsinu. Þróunin í Garðahreppi verður vegna ófélagslegrar stefnu yfir- valda þar. í hreppnum var þyrp- ing smáborgaralegra einbýlishúsa. Með því að beita útspekúleruðum byggingarskilmálum hafa síðar verið mynduð hverfi „manna í góðum stöðum“ á Flötunum og auðmannahverfi á Arnarnesi. Öll þessi hverfi eru vandlega að- greind, svo að enginn vafi sé á, hvar hver býr. í Breiðholti myndast verka- mannahverfi vegna áhrifa verka- lýðsfélaganna sjálfra. Þau ná góð- um lánakjörum fyrir efnaminni meðlimi sína, koma þannig af stað teknókratískri keðjuverkun, sem undir fána framfara og iðn- væðingar endar í stórum hverfis- hlutum (300 og 900 íbúðir), þar sem allir hafa líka menntun og lágar tekjur. í kringum öll þessi hverfi myndast ósýnilegar girð- ingar, sem áður þekktust aðeins í kringum svokallaðar bæjar- blokkir. Á flestum Vesturlöndum er slík þróun orðin rígbundin heilu fjármálakerfi, en hinsvegar hefur beggja vegna hafs mynd- azt hatrömm andstaða gegn henni, og hefur félagslegum af- leiðingum hennar verið lýst í fjölskrúðugum bókmenntum. Hreppsnefndin í Garðahreppi og forráðamenn verkalýðsfélaganna ættu að glugga í eitthvað af þess- um skrifum, meðan enn er hægt að stöðva vítisvélina. 8. Gerilsneyddar vínarbrauðs- lengjur Annað áberandi fyrirbrigði í þróun Reykjavíkur er minnkandi íhlutun íbúanna sjálfra í mótun eigin húsnæðis og hverfa. í Reykjavík hafa verið hefðbundn- ir og afar merkilegir byggingar- hættir, sem óvenjulegir eru ann- ars staðar. Mikið af fólki byggir sjálft húsin sín að einhverju leyti, eða kaupir íbúðir ókláraðar og lýkur þeim eftir eigin höfði, og tekur þannig virkan þátt í borgar- sköpuninni. Reykvíkingar hafa verið í minna mæli en annars- staðar fórnarlömb braskara, fag- urkera og ofstjórnunar. En um leið og félagsfræðingar beggja vegna hafs sameinast stórum hóp arkitekta og benda á hvað ís- lenzka kerfið er heilbrigt, fer deiliskipulagning Reykjavíkur og F. B. fyrir hönd verkalýðsfélag- anna í þveröfuga átt, og ímyndar sér að sé fólk læst inni í sem allra mest ofanaðfrá ákveðnum strend- ingum, hafi miklar framfarir orð- ið. Hér er annarsvegar á ferðinni lánapólitíkin og hinsvegar hópur arkitekta sem ímyndar sér, að séu öll þök og gaflar eins í einu hverfi sé miklu takmarki náð, þótt hverfið sé að öðru leyti með öllu vanhugsað. Þessir arkitektar ota fram Kópavogsgrýlunni og hrópa: Gerið þið ekki eins og við viljum, fáið þið Kópavog. Kópa- vogur er þó ekki slæmur vegna þess að hver syngur með sínu nefi í stað þess að kyrja bla-bla í kór, heldur vegna lélegrar land- nýtingar, slæmra lóðarstærða og vöntunar einföldustu lögmála, sem ekkert koma þökum og göfl- um við. Hugsum okkur Kópavog ef öll húsin væru eins, og lítum síðan á gömlu Reykjavík, þar sem hvert húsið er öðru ólíkt, svo ljómandi skemmtilega. Hér kemur fram sú dæmigerða della arkitekta, að líta á heila borg sem nokkurs konar mega- listaverk til að horfa á úr flugvél, og hinsvegar föðurleg umhyggja verkalýðsfélaganna, sem treysta ekki eigin meðlimum einu sinni fyrir því að mála hjá sér, þótt vitað sé að íslenzkt verkafólk er það fjölhæfasta í heimi. Eitt merkilegasta hlutverk skipuleggj- enda á íslandi er þvert á móti að gera heildaráætlun að hverfum sem séu nægjanlega opin til að hver og einn sé sem allra frjáls- astui' að gera það sem honum sýnist, og virkja þannig sköpun- arþrótt bæjarbúa. 9. Reykjavík 2000 Drögum nú upp mynd Reykja- víkur árið 2000 í samræmi við aðalskipulag bæjarins og þær tvær tilhneigingar, sem um hefur Myndin sýnir lauslega jyrirhugaða byggS viS ASalstrœti. (Aðalskipulag Reylcjavíkur, bls. 151). 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.