Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 29
horf ráðamanna sem annarra mótist enn af þeim hugsunarhætti að leggja að jöfnu húsaskjól og húsakost. Og hvers er raunar að vænta, þegar jafnvel „fagmenn“ virðast hugsa á sama veg? í blaðaviðtali í vor var haft eftir ungum arkitekti, nýkomnum frá námi: „Það er enginn vandi að teikna fín hús“. Hér getur ekki nema tvennt til komið, annars vegar sá skilningur, að „fínt hús“ sé háð ytra prjáli, kostnaði eða silkibetrekki, sem varla er hægt að væna ungan arkitekt um að halda fram — eða hins vegar að hann hafi höndlað sjálft fjöregg listarinnar, sem jafnvel stórsnill- ingum arkitektúrs allra alda hef- ur aldrei þótt þeir komast nær en rétt eygja í fjarska. Hvílík dýrð, hvílík dásemd, hafi þjóðin eignazt slíkan mann. Að vísu kom fram í sama viðtali loforð eður hótun um brottför til Afríku eða álíka landa, ef þjóðin áttaði sig ekki í hvelli. Sami ungi maður hafði þó þegar fengið upp í hend- ur frá tengdaföður stórbyggingu, sem ætla mætti mörgum allt að lífsverkefni. Hvað hefði Hall- grímur heitinn Pétursson mátt segja, að maður minnist nú ekki ógrátandi á Gretti sáluga Ás- mundsson í Drangeyjarvistinni forðum? Nei, tímarnir breytast og mennirnir með. Viðhorf ráðamanna er að sjálf- sögðu auðveldast og eðlilegast að ráða, ef ekki af orðum þeirra, þá gjörðum, nema hvort tveggja sé. Byggingarsamþykkt Reykjavík- ur veitir ýmsum öðrum en mennt- uðum arkitektum leyfi til þess að teikna hús yfir íbúana. Borgar- stjóri hefur aðspurður lýst því yfir opinberlega, að hann sé fylgj- andi þessum viðhorfum, „því að reynsla sýnir, að oft koma ferskar og nýjar hugmyndir fram hjá mönnum, þótt þeir hafi ekki lög- gilt próf í „sinni grein“.“ (grein- armerki undirr.) Þarna kemur fram dæmigert viðhorf ráða- manns á upplýstri menntaöld. „Mér hafa löngum dugað klastrar- arnir bezt“, minnir mig að Björn í Brekkukoti í Brekkukotsannál hafi sagt í sambandi við viðgerðir stofuklukku sinnar. Af þessum ummælum borgar- stjóra mætti ráða, að næst mætti vænta að sjúkraliðar fengju að skera upp börnin okkar, því „oft koma ferskar og nýjar hugmyndir etc“. Eða er raunverulega einhver eðlismunur á þessum tveim mál- um? Hversu alvarleg varanleg mein og skaddað fegurðarskyn hlýtur barn, sem elzt upp í ljótu húsi í ljótu umhverfi? Auk þess hafa borgaryfirvöld sýnt viðhorf sín í verki með því að láta aðra en arkitekta teikna á vegum borgar íbúðarhúsnæði. Við teiknarana er alls ekki að sakast, þar sem forsenda sjálfs- gagnrýni hlýtur að vera þekking. En gallinn er sá, eins og Somerset Maugham sagði: „Mismunurinn á fagmanninum og fúskaranum er sá, að hinn síðarnefndi getur ekki tekið framförum". Um miðjan síðastliðinn áratug kom sú fréttatilkynning í sam- bandi við teikningar að nýju skólahúsi í næsta nágrenni höfuð- borgarinnar, að verið hafi „ráð- inn arkitekt", og teikningar hans síðan „samþykktar" af Húsameist- ara ríkisins og síðan „staðfestar" af menntamálaráðuneytinu“. Þessu sinni var hinn „ráðni arki- tekt“ skólastjóri að atvinnu og húsgagnasmiður að mennt. Hverj- um þjóna nú annars svona vinnu- brögð? Nýlega mun fallinn dómur í Hæstarétti þar sem ógilt er veit- ing ráðherra á starfsheitinu arki- tekt próflausum manni. Hverjum þjóna svona tiltektir ráðherra? Æðsta stofnun ríkisins í bygg- ingarmálum, skrifstofa Húsa- meistara ríkisins, virðist „út- hluta“ verkefnum á vegum ríkis eða öðrum verkefnum sem hún gerir sér sérstakt far um að kom- ast yfir, ýmist til starfsmanna sinna til frístundavinnu eða/og út af skrifstofunni til próflausra sem fullgildra arkitekta í samvinnu eða ekki við forstöðumann stofn- unarinnar. Hverjum þjóna slík vinnubrögð? Auk þess sem embættið vinnur á lægri gjaldskrá en arkitekta. Það mun þykja heldur virðingar- smár samkeppnisgrundvöllur á vinnumarkaði að fara niður fyrir gjaldskrá stéttarfélaga sinna, en forvitnilegt væri að fá upplýst hversu háttar um gjaldskrár- ákvæði, þegar verkefnum er út- hlutað frá embættinu, að ekki sé talað um, þegar próflausir og rétt- indalausir menn eiga í hlut, eins og t. d. á sér stað um höfund flestra guðshúsa sem og bygginga á vegum löggæzlu utan Reykja- víkur. Þetta er ekkert einkamál embættismanns. Hverjum þjóna slík vinnubrögð? Sem kunnugt er teiknar forseti f.S.Í. og borgarfulltrúi stjórn- málaflokks, og hefur gert um langt skeið, i stuttu máli sagt öll íþróttamannvirki á íslandi, auk velflestra félagsheimila á landinu. En sömu menn skipa íþróttasjóðs- stjórn sem félagsheimila, en það- an er veitt fé ríkis til þessara framkvæmda. Hvað um óeðlileg aðstöðutengsl. hvað um pólitískt siðgæði. hvað um almenningsálit? Þó þykir mér dæmigerðast mál Lögreglustöðvarinnar í Reykja- vík. Þá birtist blaðafrétt um að bygginguna teiknuðu, ekki Húsa- meistari ríkisins og borgarfulltrú- inn, nei, heldur arkitektarnir sömu tveir en án embættis- eða aðstöðutitla. Sjáum við ekki fyrir okkur þessa örþreyttu, störfum hlöðnu embættis- og trúnaðar- menn þjóðar og stórbrotna per- sónuleika, sitjandi með litlu blý- antsstubbana sína fram á rauðar nætur, teiknandi meðan aðrir sofa — svo tryggja megi þjóðinni einungis hið bezta sem getur í byggingarlistinni — að vísu gegn vægu gjaldi — ekki þó 70% gjaldskrár eður hvat? Svipaða sögu er að segja um flest önnur stórbyggingamál okk- ar. Hversu einlægt sem starf hug- sjónamanna að ýmsum líknar- og menningarmálum er, virðist leggja nokkurn fnyk af, þegar kemur til teikninga slíkra sam- taka. Þótt skiljanleg sé væntum- þykja feðra og tengdafeðra á son- um og tengdasonum, er það þá samt alveg víst, að ætíð fylgist að óskhyggja og bezta lausn bygg- ingarmála í höndum venzla- manna? Hvað líður sjálfsvirðingu slíkra ágætra hugsjónamanna? Hvað líður almenningsálitinu? En alvarlegast er, hvern skiln- ing ráðamenn virðast leggja í að- stöðu sína, og það sem verra er, að þeir skuli komast upp með slíkt framferði. Framkvæmd þess- ara mála er sem blautur sjóvettl- ingur í andlit almenningsálitsins. Ungur arkitekt, sem heim kemur og þessu kynnist, undrast í fyrstu, síðar fyllist hann við- bjóði og að lokum er hann grip- inn sárri meðaumkvan með ör- lögum byggingarlistar og sið- gæðis þjóðar sinnar — samþykki hann þá ekki sýstemið. Hvað gerir stéttin? Hver eru svo viðbrögð Arki- tektafélags íslands við þessu ástandi? Þótt sárt sé að játa það, virðist félagið engin áhrif hafa á gang né þróun þessara mála, hvort sem það stafar af brauð- stritsóttakenndum ástæðum fé- lagsmanna eða einhverjum öðr- um. Þó virðist afstaða félagsins óþarflega lúpuleg á stundum, þar sem það hlýtur að vera hlutverk og áhugamál og metnaður arki- tekta sjálfra að vaka yfir heil- brigðri þróun byggingarmála — framar öðrum. Fyrir nokkrum árum birtist í félagsriti arkitekta umsögn í gam- ansömum tóni og upptalning á stórverkefnum, sem sonur eins embættismanns vann að prívat, meðan hann stundaði ennþá nám í arkitektúr erlendis. Forsvars- menn ritsins voru þá kallaðir á fund Húsameistara og hins emb- ættismannsins, og ku þeir hafa fengið bágt fyrir. Hvað annað skeði er mér ókunnugt um, en víst er að í næsta tölublaði gat að líta klausu um, að Húsameist- ari hefði úthlutað sjálfstæðum arkitektum verkefnum, og „ber að geta þess sem vel er gert“, eins og komizt var að orði svo fagurlega. Nokkuð er erfitt að skilja metn- að félagsins og markmið, þegar hugsað er til þeirra mála.sem það kemur nærri á opinberum vett- vangi. Undanfarið hefur nokkuð verið til umræðu, hvort varðveita beri nokkur gömul timburhús við Bankastræti, sem annars er fyrir- hugað að rífa, svo byggja megi þar nýtt Stjórnarráðshús. Aðal- ráðunautur borgarinnar um varð- veizlu eldri bygginga hefur að sjálfsögðu verið áhugasamur, al- vörugefinn leikmaður undanfarin ár. Hann telur að eigi skuli rífa, Arkitektafélagið telur að eigi skuli rífa, og danskir krakkar 1 arkitektaskóla telja að eigi skuli rífa og halda um það fund með sjálfu Arkitektafélagi íslands og að sjálfsögðu blaðamönnum. Hvert er nú annars aðalatriði þessa máls, það sem meginmáli skiptir? Hverjar eru niðurstöður bygg- ingarlistarlegrar rannsóknar á þessum húsum — og menningar- sögulegrar? Eru hús þessi nokk- urs virði? Hvaða fordæmi skap- ast, ef ákveðið er að varðveita þau? En hver er hin hlið málsins? Hvað kemur í staðinn, og hvernig er að því máli staðið? í blaðafrétt í vor gat að líta þær upplýsingar, að við teikningar Stjórnarráðs- hússins hafi verið unnið um 13 ára skeið, og mig minnir af álíka mörgum arkitektum. Að sjálf- sögðu hófust teikningar með skip- un „prjónaklúbbs" arkitekta, sem venja er þegar ekki næst sam- komulag um hver aðstöðumanna skuli bitann fá og samkvæmt hjarðhneigð arkitekta. Sá klúbb- ur mun hafa hangið saman um áratug eða svo, þar til ráðherra leysti hann upp. En nú er verkið unnið á teiknistofu Húsameistara ríkisins, sem var auðvitað líka í klúbbnum frá upphafi, og manni skildist að unnið væri verkið nú endanlega á grundvelli allra þeirra, sem um það hafa fjallað. Hvað hefur þetta kostað skatt- greiðendur hingað til? Hverskon- ar vinnubrögð eru þetta? Hverj- um þjónar málsmeðferð sem þessi? Er ekki mál að linni? í blaðaviðtali við formann Arkitektafélags íslands vegna hinna gömlu húsa getur hann þess í sambandi við teikningar hins nýja húss, að „fyllsta ástæða sé til að gagnrýna slíka máls- meðferð" fari ég rétt með. Af hverju í ósköpunum gagnrýnir 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.