Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 50
vettvangi hefur Nasser unnið markvisst að því, að beita tilveru Ísraelsríkis og öllu sem af henni hlýzt til að tryggja Egyptalandi forustuhlutverkið í hópi arabaríkja. í þeirri viðleitni hefur gengið á ýmsu, en stefnan er óbreytt. Samþykki Nassers við nýjustu tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og sáttaum- leitanir hefur valdið enn einu fjölskyldu- rifrildi í hópi arabaríkja. Þrjú þeirra, Alsír, írak og Sýrland, hafa áfellzt afstöðu hans, og sama gera samtök Palestínuaraba. Alsír er svo fjarri vettvangi, að afstaða þess skiptir litlu máli. Sýrlandsstjórn hefur látið við það sitja að tjá afstöðu sína, en forðast að troða illsakir við Egypta. Öðru máli gegnir um írak, enda fær stjórnin í Bagdað óþvegnar kveðjur frá Kairó. Að sinni er það afstaða Palestínuaraba sem verulegu máli skiptir. Þeir hafa bækistöðvar öflugs skæruhers í Líbanon, Sýrlandi og þó eink- um Jórdan, og vopnahlé gæti strandað á þeim. Hugsanlegt er að þeir reyni að ná völdum í Jórdan, og ómögulegt að segja fyrir um úrslit slíkra átaka, ef til kemur. Eins og er eiga þó skæruliðarnir ekki traustan bakhjarl nær en í Kína. Tengslin sem tekizt hafa milli Kínverja og skæruliðasamtaka Palestínuaraba eru að sjálfsögðu ein af ástæðunum til að stjórnir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafa nú að vissu marki tekið saman höndum um að lægja deilurnar í löndunum fyrir Miðjarðar- hafsbotni. Báðum er þeim umhugað um að áhrifum Kína sé sem þrengstur stakkur skorinn. En eins og stendur kemur margt fleira til, sem stuðlar að samstöðu heims- veldanna tveggja á þessum hjara. Fyrst og fremst er báðum umhugað um að keppnin þeirra á milli sé háð án þess að veruleg hætta á beinum vopnaviðskiptum steðji að. Eftir þegjandi samkomulag þeirra um skiptingu Evrópu í áhrifasvæði, eru löndin fyrir Miðjarðarhafsbotni sá blettur, þar sem helzt er hætta á að skjólstæðingar hvors um sig geti dregið þau nær barmi kjarnorkustyrjaldar en þeim þykir þægilegt. Ráðið til að afstýra háskanum er að reka eftir ísrael og arabaríkjunum að hefja sáttaumleitanir. Til skamms tíma var afstaða Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna til lokunar Súez- skurðar mjög ólík. Sovétríkjunum hefur frá öndverðu verið umhugað um að skurðurinn opnaðist til siglinga, og hefur áhuginn vaxið eftir því sem tíminn leið. Tekjur Egypta af opnum Súezskurði myndu draga úr þörf þeirra á sovézkri efnahagsaðstoð. Opnun skurðarins myndi greiða verulega fyrir sovézkri verzlun við löndin sem liggja að Indlandshafi. Siglingaleiðin milli flotahafna Sovétríkjanna við Svartahaf og Kyrrahaf myndi styttast stórlega. Síðast en ekki sízt fengi sovézki flotinn á Miðjarðarhafi greiða og skamma leið til Rauðahafs og Indlands- hafs, þar sem hafnir standa til boða í Jemen, Suður-Jemen, Sómalíu, á Ceylon og víðar. Þetta síðasta atriði olli mestu um að fram á þetta ár var Bandaríkjastjórn ósárt um þótt Súezskurður væri lokaður sem lengst, en þá gerðist atvik sem kom henni til að breyta um afstöðu. Helzta olíuleiðsla frá olíulindum bandarísku olíufélaganna við Persaflóa til Miðjarðarhafs var rofin þar sem hún liggur um Sýrland, og Sýrlands- stjórn neitar að láta gera við leiðsluna nema fyrir ærið gjald, svo hátt að olíufélögin telja sér setta afarkosti. Þetta hefur valdið Bandaríkjastjórn og bandamönnum hennar margvíslegum óþægindum. Olíufélögin, sem eru allra fyrirtækja áhrifamest í Washing- ton, sæta miklu tekjutapi. Olíu sem fara ætti um leiðsluna til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna verður nú að flytja sjóleið- ina suður fyrir Afríku, svo skortur er orðinn á olíuskipum, leigur fyrir þau hafa hækkað og olíuverð að sama skapi. Eina leiðin til að ráða bót á þessu ástandi, án þess að þurfa að ganga að afarkostum Sýrlendinga, er að koma því til leiðar að Súezskurður opnist. Þarna hafa málin því snúizt svo, að hags- munir Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Egyptalands fara saman. Eins og stendur mega heimsveldin tvö vera tiltölulega ánægð með aðstöðu sína í löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni. Bæði eiga þar trausta bandamenn, sem ekki eiga í annað hús að venda í bráð. Bandaríkja- stjórn gæti að vísu kosið að frambúðarað- staða ísraels væri öflugri, en því yrði ekki komið til leiðar án þess að tefla í tvísýnu stórfelldum, bandarískum hagsmunum í olíu- löndunum við Persaflóa. Þar að auki yrðu mikil fjárútlát því samfara fyrir hvort ríkið sem væri að reyna að auka áhrif sín á kostnað hins, en bæði eiga nú við að stríða fjárhagserfiðleika heimafyrir og leit- ast við að takmarka útgjöld erlendis. Þá má ekki gleyma því, að Bandaríkin og Sovétríkin hafa nú bæði komið sér í klípu í Austur-Asíu, sem krefst obbans af kröftum þeirra. Styrjöldin í Vietnam er svo kostnað- arsöm í fé og mannafla fyrir Bandaríkin, að þau eru bundin í báða skó að beita sér verulega á öðrum vettvangi meðan hún stsndur. Sovétríkin leggja höfuðkapp á að vígbúast á landamærunum við Kína og kappkosta að draga jafnframt úr ýfingum á öðrum útjöðrum veldis síns, jafnt fyrir Miðjarðarhafsbotni og í Mið Evrópu. Ekki má láta hroðalegan munnsöfnuð sovézkra málgagna í garð ísraelsstjórnar blinda sig fyrir því, að sovétstjórninni er ekkert fjær skapi en að óska eftir að ísrael líði undir lok. Tilvera ísraels er einmitt forsendan fyrir því, hvernig sovétmönnum hefur tekizt að koma ár sinni fyrir borð í arabaríkjunum. Væri ekki ísrael, hefðu arabaríki minni þörf á sovézku fulltingi. Þessi afstaða Sovétríkjanna kemur glöggt í ljós í framkomu þeirra við skæruliða- hreyfingu Palestínuaraba. Skæruliðunum er full alvara að þeir vilja leggja ísrael að velli og stofna nýtt ríki sem nái yfir Palestínu alla, og heita því að þar skuli gyðingar hafa jafnan rétt og aðrir borgarar. Sovétstjórnin hefur forðazt að styðja skæruliða eða tala máli þeirra, svo þeir hafa leitað fulltingis hjá Kína. Skæruliða- hreyfingin er óþekkta stærðin í reiknings- dæminu í löndunum við Miðjarðarhafsbotn, Flóttamennirnir telja rúma milljón. Sumir hafa mátt hírast í flóttamannabúðum í rúma tvo áratugi og dregið þar fram lífið á gjöf- um frá alþjóðlegum góðgerðastofnunum. Heil kynslóð hefur fæðzt og alizt upp í þess- um búðum. Einu gildir hvort flóttamanna- fjölskyldurnar hrökluðust upphaflega frá heimkynnuum sínum af ótta við ísraelsmenn eða tilhvattar af þáverandi stjórnum araba- ríkja. Þetta fólk hefur engu kynnzt nema vonleysi og örbirgð, þangað til skæruliða- foringjarnir komu til þess með boðskap sinn um að það yrði sjálft að vinna Palestínu aftur á sama hátt og hún var frá því tekin, með vopnum, skæruhernaði, skemmdarverk- um, hryðjuverkum. í Jórdan er skæruliðahreyfingin þegar orðin ríki í ríkinu, og hún er einnig öflug í Sýrlandi og Líbanon. Vandséð er, að í samningaviðræðum verði svo haldið á mál- um flóttafólksins, að skæruliðarnir telji sig geta við unað. Þeir og áhangendur þeirra eru menn sem engu hafa að tapa en allt að vinna, svo ómögulegt er um að segja, til hvers örvæntingin kann að knýja þá. Örvæntingin sem kviknaði við útrýmingar- herferð nazista léði gyðingum þrótt til að sigra í baráttunni um stofnun Ísraelsríkis. Meðferð ísraelsmanna og nágranna þeirra á arabíska flóttafólkinu frá Palestínu virðist komin vel á veg að gera úr því samskonar hóp, vísan til að gera allt sem í hans valdi stendur til að ónýta hverja þá skipan mála sem ber lífshagsmuni hans og einu lífsvon fyrir borð. ♦ 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.