Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 32
stærra er afstaða almennings til starfshóps arkitekta og framlags þeirra til þjóðfélagsins. Afstaða almennings er í formi algerrar andstöðu eða blindrar tiltrúar, og byggist hvorttveggja á misskiln- ingi. Engin heilbrigð gagnrýni al- mennings eða raunhæf fræðsla á vegum starfshópsins er fyrir hendi. Það er eins og verið sé að leysa vandamál með því að þegja þau í hel. í almennri menntun hvers íslendings skortir mjög bagaiega skólun í listsköpun og listþróun (listasögu). Samkvæmt almennri íslenzkri uppfræðslu er skilgreining á list tæknin við listsköpunina: Handlagnin. Það hefur því ekki verið auð- velt fyrir fyrstu íslenzku arki- tektana að gera sig og starfssvið sitt skiljanlegt. Vegna fæðar sinn- ar var þeim um megn að upplýsa almenning um tilgang verka sinna annan en hinn augljósa. Hvorttveggja bar lítinn sem eng- an ávöxt. Aðeins í hlutverki opin- berra aðila voru þeir viðurkennd- ir af allri alþýðu og þá hafnir yfir alla gagnrýni. Ekkert sam- band myndaðist milli almennings og þeirra. Þegar fleiri arkitektar bættust í hópinn, gengu þeir inn í kerfið sem fyrir var. Starfshópur arki- tekta myndaði smám saman eins konar yfirstétt þeirra er við arki- tektúr fengust og tryggði aðstöðu sína útávið með harðari kröfum um viðurkenningu á starfstitlin- um „arkitekt“. Enn í dag er starfshópnum af skiljanlegum ástæðum um megn að bæta undirstöðumenntun al- mennings í landinu og rjúfa þar með hið úrelta kerfi sem ríkir. Arkitektar eru enn í dag um- bornir á íslandi sem fastur liður i menningarþjóðfélagi. Það þykir ekki fínt að byggja án þeirra. Þeirra eigin sök er að reyna ekki að ná til hins almenna borgara meira en gert er og koma þar með af stað umræðum um vanda- málið sem fyrir er. Aðstaðan er að vísu erfið: Arkitektar eru í þeirri óöfundsverðu aðstöðu, að hvergi er minnzt á slíka menn í íslendingasögum . . . og hinn al- menni borgari í þeirri aðstöðu að vita menntun sína hina beztu í víðri veröld. Almenningur á íslandi vill helzt spara sér ráðgjöf arkitekta. Menn halda því fram í fullri al- vöru, að sparnaður sé í því að kaupa lauslegt riss í mælikvarða 1:100 sem hverja aðra vöru fyrir 1 krónu. Sóun sé hinsvegar að kaupa alla þjónustu við byggingu húss fyrir 5 krónur. í reyndinni fer meira af dýrum tíma bygg- ingameistarans í að vinna úr rissinu, svo húsið verði bygging- arhæft, en svarar 4ra króna mis- muninum. Að auki verður bygg- ingin, sem fær fullkomna þjón- ustu, hagkvæmari og ef vel tekst til jafnvel fallegri. Því miður er það sjónarmið að reisa sér „þak yfir höfuðið“ ekki eina krafan sem gera ber til íbúðarhúsa. Dag- legt umhverfi mannsins hefur meiri áhrif á líf hans en menn trúðu áður fyrr. Það er því ábyrgðarhluti að reisa iverustað yfir smæstu þjóðfélagseininguna, sem er fjölskyldan. Þessa ábyrgð eiga arkitektar að vera færir um að bera. Oft rekst maður á það, að menn virðast vera yfir sig ástfangnir af tilbúinni teikningu. Eftir að til- vonandi húsbyggjandi hefur skil- ið teikninguna, sem þarf að læra eins og allt annað, vill hann ekki láta breyta henni aftur. Hann gerir sér þó enga grein fyrir, hvernig húsið muni vera í notkun, og nýjum tillögum vísar hann á bug. Menn virðast hugsa sem svo: Ja, þetta er kannski óþægilegt í fyrstu, en maður venst öllu . . . Sagan um konuna, sem fékk nýtt eldhús eftir að hafa átt í basli með matartilbúning, er dæmi- gerð. í nýja eldhúsinu hennar var vaskurinn þó ekki nálægt elda- vélinni. Þegar hún var spurð, hvort ekki hefði verið betra að hafa hann nær, sagði hún: „Jú, en þetta er mikið betra en ég hafði áður.“ Óhætt er að fara meir að ráð- um arkitekta en gert er á íslandi. Á hinn bóginn eru þeir engar heilagar kýr með starfssvið í námunda við hjarta listagyðjunn- ar, engum manni skiljanlegt. Seinna vandamál íslenzks arki- tektúrs og hið minna er einnig mannlegs eðlis. Þegar ég tala um eins konar yfirstétt arkitekta, þá er eins víst að íslenzkir arkitektar mót- mæli hvað háværast. íslenzkir byggingatæknifræðingar eru sennilega einnig á öðru máli, og það líklega með réttu, þótt skiln- ingurinn sé e. t. v. annar. Mjög er bagalegt, hve lítil samvinna hefur orðið milli þessara tveggja starfshópa á íslandi. Samkvæmt skilgreiningu minni á arkitektúr er fáránlegt að gera greinarmun á starfsheiti manna, sem fást við sama starf. Ef gæði verka þeirra skera ekki úr um muninn á kunnáttu þeirra, gerir einhver nafngift það ekki heldur. Hún orkar þvert á móti neikvætt á mannlega afstöðu í máli þessu. Mismunur starfshópanna bygg- ist fyrst og fremst á menntun þeirra. Arkitektar hafa lengri menntun að baki sér, þegar þeir ljúka námi; þeir nema greinina meira frá listrænu sjónarmiði. Byggingatæknifræðingar hafa betri undirstöðumenntun varð- andi sitt nám; nám þeirra er styttra; þeir nema betur tækni- lega hlið málsins. Báðir hafa jafna möguleika á að skapa gott umhverfi mannsins. Byggingatæknifræðingurinn get- ur haft gott vald á formi, og sömuleiðis getur arkitektinn haft gott vald á tæknilegu hliðinni. Vegna meiri húmanískrar menntunar sinnar á arkitektinn að hafa betri aðstöðu til að marka stefnur og fara nýjar leiðir. Vegna betri tæknikunnáttu sinn- ar á byggingatæknifræðingurinn að kunna betur tökin á fram- kvæmd húsbygginga. Samvinna beggja ætti því að vera hið hag- kvæmasta fyrir húsbyggjandann, fyrir þig og mig. Hvað stendur í veginum fyrir að samvinna beggja geti hafizt? Skortur á sambandi beggja aðila? Eða vöntun á vilja? Því ekki að beita sér fyrir samvinnu beggja? Sem ein heild geta þeir haft betri áhrif á afstöðu fólksins til verka þeirra og hjálpað til að leysa stærsta vandamál íslenzks arkitektúrs. Samantekin hafa þessi tvö vandamál hvað mest áhrif — því miður neikvæð — á myndun um- hverfis íslendinga, íslenzks arki- tektúrs. Hverjir eru þá kostir og gallar hans? Við þekkjum hann jú öll, svo auðvelt ætti að verða um svör. Á síðustu árum hefur orðið skipulag sem hönnun á umhverfi mannsins náð til alls almennings á íslandi. Það sem menn vilja afmarka með því orði er áreiðan- lega margt mismunandi. Hús er skipulagt; umhverfi þess er skipulagt; staða margra húsa með næsta umhverfi er einnig skipulögð. Skipulag setur fastar skorður, og sé það fært út, er ekki svo gott að breyta til eftir á. Skipulag er í hæsta lagi mynd af þróunarstigi skipulagshugmynda þess tímabils, sem því var lokið á. Útfært skipulag er því þróunar- stöðvandi. Skipulag íslenzks arkitektúrs er hvað mest áberandi í höfuð- borg landsins. í fljótu bragði séð og með nokkuð gamalt þróunar- stig í huga er skipulag höfuð- borgarinnar gott eins og það ótti að verða. Enginn getur haldið því fram, að þeir fjölmörgu aðilar, sem hér hafa lagt hönd á plóginn, hafi gert það á móti betri vitn- eskju um ágæti verka sinna. Víst er það rétt að skipulag Stór- Reykjavíkur er á svipuðu stigi og samsvarandi skipulög erlendis. Borið saman við hið bezta á öðrum Norðurlöndum er þó skipulag Stór-Reykjavíkur einu skrefi á eftir. Þetta skipulag felst í gerð góðra umferðaræða með einbýlis- húsum eða blökkum í auðu reit- unum. Samgöngur við miðkjarna borgarinnar eru þó svo slæmar, miðað við kröfuna um 30 mín- útna bið og ferð að opinberu félagssvæði (miðbær) hvenær dagsins sem er, að ætla mætti, að hver reitur hefði á að skipa nægilegri innkaupa-, menntunar- og félagsaðstöðu (bíó, bókasafn, félagsheimili). En það er langt í frá: Það, sem áætlað er að reisa innan hvers svæðis löngu eftir að íbúarnir eru fluttir inn, nægir hvergi nærri til að mæta þessari brýnu nauðsyn. Óhagstæð lega miðbæjar Reykjavíkur á enda Seltjarnar- ness hefur ekki farið fram hjá þeim, sem skipulögðu Stór- Reykjavík. Reisa á nýjan miðbæ meh-a miðsvæðis í borginni. Ætl- unin er að létta á gamla mið- bænum með hinum nýja. Ekki er hægt annað en dást að hugrekki þeirra, sem út í þetta fyrirtæki leggja. Miðbær verður ekki aðeins miðbær með því að setja hann miðsvæðis. Miðbær er svæði sem fólk sækir gjarnan til, án þess að eiga kannski beint erindi þangað. Þess konar miðbæ er erfitt að skipuleggja eins og kom- ið hefur margsinnis í ljós. Eigi fólk erindi á annað borð, fer það fúslega 2 km lengra til að komast á þann stað, sem meira hefur upp á að bjóða. Nýr miðbæjarkjarni getur ekki keppt við hinn gamla að þessu leyti, nema sá síðar- nefndi sé hreinlega lagður í rúst. Ástæða er því til að vera svart- sýnn hér, en óska um leið þeim mönnum alls góðs er nýja mið- bæinn reisa. Annar möguleiki til að bæta úr ágöllum hægfara samgangna við nýju borgarhverfin er að leggja nýtt samgöngukerfi til þeirra, sem skeri ekki gömlu samgöngu- kerfin, t. d. með loftbrautalest. Meðan úthverfi Reykjavíkur voru aðeins 2—4 km frá lifandi miðbæ hennar, bar ekki svo mjög á þessum erfiðleikum, en með því að teygja sífellt meira úr byggðinni í stað þess að þétta hana í ákveðnum hverfum á gamla borgarsvæðinu, eru þeir augljósir orðnir. Sambandsleysi við félagshverfi hefur samkvæmt rannsóknum sál- og félagsfræðinga mjög nei- kvæð áhrif á líf einstaklinganna og þar með á þjóðfélagið. Eins og áður er sagt, er ekki allt fengið með því að reisa sér „þak yfir höfuðið". Félagsleg samskipti manna á þar til gerðum svæðum eru þeim allt eins nauðsynleg. Hér bætir ekkert sjónvarp úr. Einangrun, t. d. kvenna með börn í úthverfum, er þjóðfélagslega 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.