Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 61
keypt, verður að frysta. í góðum frysti má geyma blóð þannig mánuðum saman. Enda þótt næringargildi matvæla rýrni töluvert við langa suðu, er rétt að sjóða blóðmör í 3 klst. eða meira, sérstak- lega ef hann á að geymast í súr. Eins er þýðingarmikið að kæla hann snöggt. Grómyndandi gerlar, sem kunna að hafa lifað suðuna af, lifna fljótlega við og fjölga sér, sé blóð- mörnum haldið lengi á hitastiginu 20—45° C. Lifrin hefur ekkert fitulag til varnar gerlum eins og kjöt- skrokkar. Er hún því ákaflega viðkvæm fyrir öllu hnjaski og ber að varast að merja hana eða skerða himnur, fyrr en hún á að matreiðast. Flókin efnaskipti eiga sér stað í lifur lifandi skepnu. Með hjálp efna, sem kallast hvatar og mikið er af í lifur, eru orkuríkar efnasamsetningar brotnar niður í einfaldari einingar. Eftir dauða skepnunnar er nauðsynlegt að draga eins og hægt er úr starfsemi hvatanna. Þeir starfa hægar í kulda og hætta nálega alveg í frosti. Lifur sem er vel innpökkuð og varin gegn þurrki, getur með góðu móti geymzt í marga mánuði í frysti. Hausinn er ekki síður vandmeðfarinn en blóð og innyfli. Þegar við deyðingu skepnunnar berast gerlar í þúsunda tali með hárum inn í hausinn. Hann er frá náttúrunnar hendi vel einangraður, ullin kemur í veg fyrir skjóta kælingu. Enn- fremur verður yfirleitt eitthvað eftir af blóði inni í hausnum, og eru þá fengin hin heppilegustu skilyrði fyrir gerlagróður; prýðis æti og ylur. Við sviðningu hitnar hausinn síðan aftur, en ekki nóg til að gerlarnir, sem bárust inn við skotið, drepist. Haus, sem ekki er soðinn strax eða frystur, hættir því við að úldna fljótiega. Á þessu sést, að það er töluverðum erfiðleikum bundið að verka og koma sviðahausum í góðu ástandi til neytenda. Reyndar hefur neyzla á sviðum dregizt saman undanfarin ár og eflaust munu í framtíðinni koma fram nýjar aðferðir við nýtingu á hausum, sem þá upþfylla þetur þær heilþrigð- iskröfur, er nú eru gerðar. En kjötið sem fylgir hausnum, s. s. tunga og kinnfyllingar, er meyrt og bragðgott, og ný svið að hausti, samvizkusam- lega verkuð, eru lostæti, sem fæstir íslendingar vildu vera án. Sú sérstæða lykt, sem áður fylgdi sláturgerð, er nú að mestu horfin. Flest stærri sláturhús búa yfir vélum til þvotta á vömbum, og koma þær miklu hreinni en áður til neytenda. Er þetta til mikils hagræðis og aukinna þrifa, það er ekki lengur nauðsynlegt að leggja undir sig þvottahúsið til að forða eldhúsi og öðrum íverum frá gorlyktinni. Sláturgerð er þjóðlegur siður, sem ekki má með nokkru móti leggjast niður. Og enginn þarf að vera í vandræðum, sem á blóð og mör, tilbúið eða hálfsoðið slátur í frysti- kistunni eða tunnu með súrsuðu slátri í kjallara. Slátrið, sem hún Rósa í Sumarhúsum lét sig dreyma um, var trúlega féitara en okkur hentar í dag. Enda þótt bæði lifrarpylsa og blóðmör séu rík að hitaein- ingum er auðveldlega hægt að fækka þeim, með því að draga úr mörnum. Hæfileg fita í blóðmör eru 750 g af mör í 1 I af blóði; og á móti 1 kg af lifur (eða 800 g lifur og 100 g nýru) nægja 800 g af mör. 100 g af slíku slátri innihalda 400—550 hitaeiningar. (Dá- lítið misjafnt eftir mjölmagni.) 01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.