Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 27
Jón Haraldsson: Mengun menningar Hugleiðingar um ástand og horfur húsagerðar á íslandi Ósjaldan hefur það vakið undr- un mína og valdið áhyggjum, hversu órasjaldan húsagerðarlist, arkitektúr, ber á góma í ræðu og riti á íslandi. Eru þó íslendingar ólatir til umræðna og skrifa um flest önnur menningarmál og lista. Helzt eru það áhugasamir leikmenn, sem til máls taka eða rita, en sjaldan heyrist nokkuð frá arkitektum sjálfum. Hvað veldur þessari yfirþyrmandi þögn um svo veigamikinn þátt í menn- ingu þjóðarinnar? Því ber að fagna, að tímarit skuli helga arki- tektúr á íslandi síður sínar, og ekki vonum fyrr, ef gæti það orðið til þess, að athygli manna vaknaði á umhverfi sínu og stöðu arkitektúrs á íslandi. Saga borga og bygginga er saga menningarskeiða í lífi manna hér á jörð. Saga bygging- arlistar er alltaf hluti og stundum jafnvel þýðingarmestur hluti mannkynssögunnar. Fornar borg- ir og byggingar bera vitni menn- ingarástandi horfinna kynslóða, og á stundum eru þær einu heim- ildirnar sem getur um lifnaðar- háttu og menningu kynslóða og þjóða. Borgin, sem slík, var gjarn- an tákn menningar og valds; — því var borgum gereytt af sigur- vegurum í styrjöldum, að loknum sigri, jafnvel hvað eftir annað, sem saga Tróju og Babýlons t. d. getur um. Skipulag borga fortíðar segir okkur sögu þjóðfélagshátta, menningarþátta sem lista og tækni. Fornar rústir bygginga, sem og þær er ennþá uppi standa, gefa okkur stundum skýra mynd af listrænni snilli og víðfeðmri menningu löngu liðinna kynslóða. „Móðir allra lista“ hefur list húsagerðar verið nefnd. Þó er hún ofin tveim höfuðþáttum: list og tækni, og má hvorugan bresta. Vitruvius (uppi á 1. öld f. Kr.) hinn rómverski telur í verki sínu, „Bækurnar tíu um arkitekt- úr“, nauðsyn á svo fjölþættri og víðfeðmri þekkingu og hæfileik- um arkitekts, að fæstum mun mögulegt. Ekki sízt leggur Vitru- vius áherzlu á nauðsyn heiðar- leika arkitektsins. „Þetta er mjög þýðingarmikið, því ekkert verk er hægt að leysa vel af hendi án heiðarleika og „ómútuþægni". Veri hann ei gráðugur, né sé hon- um efst í huga að næla sér í aukaþóknun, heldur að halda virðingu sinni með umhyggju um óflekkað mannorð.“ Þróun byggingarlistarinnar er of umfangsmikið mál, að til um- ræðu geti orðið á þessum stað, en segja má að hverri öld eða menn- ingarskeiði hafi fylgt lifandi vitneskja um þýðingu byggingar- listarinnar, og almennur sem op- inber áhugi kynslóðanna, þótt í ýmsu formi væri, eftir aðstæðum, úti í hinum stóra heimi. Breytt þjóðfélagsform nútím- ans, ásamt framförum í tækni og vísindum, hafa enn aukið þýðingu og möguleika arkitektúrs og al- mennan áhuga á þessu listformi, enda vart að furða svo mjög sem arkitektúr er nálægur (eða ætti að vera) daglegu lífi hvers manns frá vöggu til grafar, og óhjá- kvæmilega hlýtur hann að hafa varanleg áhrif á sálarlífseinkenni einstaklingsins. Halldór Laxness segir jafnvel í Dagleið á fjöllum: „Það er eng- um vafa bundið að hús hafa miklu víðtækari uppeldisáhrif en bækur, meðal annars vegna þess að engir alast upp í bókum, en allir ýmist í húsum eða í kringum hús. Hús er ákveðin tegund skáld- skapar og formlistar, sem menn yrkja og birta í bæjarfélaginu, ekki aðeins til að horfa á eins og vanalega mynd á vegg, né lesa eins og vanalega bók, heldur til að láta fólk lifa og hrærast þar það sem eftir er æfinnar.“ Og þessi orð voru skrifuð 1929 — af íslendingi. Saga byggingarlistar á íslandi er skemmri flestra annarra þjóða, sem kunnugt er. Landnemar fluttu með sér norræna bygging- ararfleifð, sem þróaðist síðan og aðlagaðist íslenzkum staðháttum, náttúru landsins, veðráttu og byggingarefni. Þótt aldrei risu hér háreist hof grískrar menning- ar, né á mælikvarða annarra meistaraverka fortíðar — né heldur hafi varðveitzt stærstu byggingar þær úr timbri, sem getur um í sögu þjóðar að reistar hafi verið — höfum við vitneskju um þróun hinnar íslenzku bygg- ingarlistar í formi torfbæjarins. Raunsannar byggingar gerðar í samræmi við ytri aðstæður þjóð- ar og náttúru. Fagrar í látleysi, einfaldleika, og ekki hefur kyn- slóð nútímans tekizt, þrátt fyrir ólíkt betri aðstæður, að fella svo hús að landi, byggja svo eðlilega í faðmi íslenzkrar náttúru, að nálgist þann hljóða þokka sem býr með okkar íslenzka torfbæ og torfkirkjum. Er raunar sárgræti- legt að líta hversu algerlega til- finningarlaust, undantekningar- lítið, og af fullkomnu blygðunar- leysi núlifandi kynslóð hefur út- bíað okkar kæru, blíðu, stoltu fósturjörð í formleysi bygginga. Loks kom þar, að sú fátæka íslenzka þjóð fór að rétta úr kútnum eftir aldaáþján, hallæri og drepsóttir. Vorhugur var með þjóðinni — loks reyndist mögu- legt að svala hinum brennandi menntaþorsta — loks opnuðust æ fleirum dyr heimsmenningarinn- ar, svo mættu þeir allt það nema, sem hugurinn girntist og gagnað gæti þjóðinni síðar. „Aldamóta- mennirnir“ hófu störf. Fyrsti menntaði arkitektinn á íslandi hefur störf sín. Bændaþjóðfélag- ið víkur fyrir iðnaðar- og borgar- þjóðfélaginu á svo skömmum tíma, að ekki næst eðlileg aðlög- un né þroski borgarmenningar. íslendingar missa hina fornu sveitamenningu og ná ekki taki á borgarmenningunni, sem raun- ar var ekki til staðar; þeir verða rótlausir í borginni, óöruggir og hikandi um hversu byggja skuli upp borg, hver sé tilgangur borg- arinnar og hver metnaður. Þó höfðu glæstastar hallir þeirrar einu borgar, sem íslendingar til þekktu, ekki einungis verið byggðar fyrir íslenzkt fé, heldur einnig verið lýstar með íslenzk- um grút — eins og skáldið sagði. Þrátt fyrir erfiðleikana var samt hafizt handa um að byggja upp höfuðborg okkar. Bæjar- hverfi voru skipulögð og jafnvel stórbyggingar reistar. Athyglis- vert er, að ekki hefur verið byggt yfir borg eða ríki síðan á kreppu- árunum. „Aldamótamenn“ tóku að eldast — hverjir hafa tekið við? Hvar er hinn forni eldur hugsjónanna? Og svo kom „blessað stríðið". Auðfenginn ofsagróði flæddi yfir landið. Loks fékk alþýða landsins mannsæmandi kjör og ekki von- um fyrr. En auðfengnum gróða fylgdu óæskilegri áhrif. Mat manna á vinnu og tekjum, gildi vinnugæða og menningarverð- mætum ruglaðist. „Gervimennsk- an“ gaf góðan arð og skjótfeng- inn. Allt virtist hægt að kaupa fyrir peninga. Hugtök sem heið- arleiki og mennt — að ekki sé minnzt á að hið síðarnefnda sé máttur — hljómaði æ skringileg- ar. Bókmenntaþjóðin forna be- trekkti í æ ríkara mæli veggi sína bókum í stað þess að lesa bækur; aðalatriðið var tilvist bóka á heimilinu; menn byggðu sér æ stærri hús og íburðarmeiri, aðal- atriðið var stærð og íburður; for- dildin tlómstrafi, arkitektúrinn var minna atriði, sem raunar önn- ur menningarverðmæti. Það var alltaf hægt að stytta sér leið. En gallinn mun vera sá, að ekki er hægt að stytta sér leið í menn- ingu. Því hef ég gert ofangreint að umræðuefni — rótleysið, skort- inn á hefð í borgarmenningu, skort þekkingar á heilbrigðum metnaði og fyrirmynda, gervi- mennskuna eða fúskið sem við- tekið lífsform —- að fáist skilið núverandi ástand í byggingarlist á íslandi. Eflaust má finna betri skýringar, en einhverjar hljóta þær að vera. Og þær verður að finna, áður en um seinan er orð- ið. Mjög er rætt á síðustu tímum um mengun lagar, lofts og láðs, og með réttu um þá hættu sem okkur er af henni búin. Þó mun sú mengun menningar, sem okk- ur er búin ef áfram heldur sem hingað til á sviðum byggingarlist- ar og jafnvel öðrum sviðum, ekki síður hættuleg, og kann því ekki að vera ástæðulaust að ræða ástand og horfur byggingarlistar á íslandi nokkrum orðum. „Mennt er máttur“.......... Þeim tilfinningum, sem vakna í brjósti íslendings, er hann lítur ísland rísa úr sæ eftir langa úti- vist í hafi, er svo lýst í íslands- klukkunni, að við er ekki bæt- andi, hverjum sem er. Þó mun ekki ósennilegt, að mörgum menntamanni, sem á heimleið er eftir langa námsdvöl erlendis, svelli nokkur móður í brjósti, er hann á vonglöðum morgni lítur loks eyjuna sína aftur, viðnám krafta sinna og menntar. Aðkoma manna ólíkra starfs- greina mun vera með ýmsum hætti, en hvað blasir við sjónum íslenzks arkitekts við heimkom- una? Hver eru viðbrögð hans, ekki sízt hafi hann átt því láni að fagna að nema og starfa hjá afburðamönnum og kynnzt nokk- uð því sem frábært er talið skap- að í starfsgrein hans erlendis? „Upp er skorið, engu er sáð, allt er í vargaginum . . .“ orti þingeyskur landpóstur í eina tíð, og hefði svo sem botninn 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.