Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 53
ur fram nú upp á síðkastið í Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðisflokknum. Enn er þeirri spurningu ósvarað, hver sé líklegust til að vera valdamesta stofnun inn- an flokkanna, — hvað ráða megi af lög- bundnu skipulagi þeirra um það efni. Hér væri að vísu rétt að skilgreina, hvað við væri átt með valdi í þessu samhengi, en ekki er það gerlegt hér. í sem stytztu máli skal þess eins getið, að hér er átt við þær stofnanir, þar sem endanleg ákvörðun er tekin um mannaskipan og stefnumótun bæði almennt og í einstökum málum. Eins og fyrr sagði mæla lög allra flokk- anna svo fyrir, að fjöldasamkomur hafi æðsta vald í málefnum þeirra. Formlega eru þær því valdamestu flokksstofnanirnar. Þrátt fyrir þessi ákvæði hlýtur vald þeirra að vera meira á orði en borði og ber margt til þess. Má þar sérstaklega nefna tvö atriði: hversu sjaldan þær koma saman og fjöl- mennar þær eru. Af hinu fyrrnefnda leiðir það, að þær eiga þess engan kost að fylgjast nægilega vel með gangi mála til þess að láta þau til sín taka, svo að einhverju nemi, og hinu síðarnefnda — fjölmenninu — fylgja stórfelld vandkvæði á að taka ákvarðanir bæði af því, að í stórum hópi eru ávallt allt of margir lítt til þess fallnir, m. a. af þeim ástæðum, sem þegar eru greindar, og sjón- armiðin að auki einatt sundurleit. Er þetta almenn reynsla af fjölmennum stjórnarstofn- unum, sem ekki er þörf á að fjölyrða um. Samkvæmt þessu ættu fjöldasamkomur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins að vera enn áhrifaminni en sömu sam- komur hinna flokkanna. Bendir raunar margt til, að svo sé, þótt ógerningur sé að fara um það fleiri orðum. Skipulagi lands- fundar Sjálfstæðisflokksins var t. d. veru- lega breytt 1961. Breytingin fól m. a. í sér, að fulltrúum fækkaði nokkuð, en tilgang- urinn augljóslega sá, að gera fundinn léttari í vöfum og starfsemi hans virkari. Eins og fyrr sagði hlýtur þó slíkri viðleitni að vera ákaflega mikil takmörk sett. Áhrifaaðstaða fjöldasamkomu er og hlýtur að vera ærið takmörkuð, nema þá helzt um mannaskipan. í öllum flokkum nema Framsóknarflokkn- um kýs fjöldasamkoma formann og raunar fleiri stjórnarmenn, eins og áður er lýst. í Framsóknarflokknum er sú skipan, að fjöl- mennisstjórn (miðstjórn) kýs formann, og eru því áhrif fjöldasamkomunnar þar að sama skapi takmarkaðri en í öðrum flokk- um. Um fjölmennisstjórnirnar er flest svipað að segja og um fjöldasamkomurnar. Aðstöðu þeirra til virkrar forystu hljóta að vera takmörk sett bæði vegna þess, hve f jölmenn- ar þær eru og hversu sjaldan þær koma sam- an. Áhrifaaðstaða þeirra birtist einkum í tvennu: þær geta haft áhrif á skipan í fá- mennisstjórnir, þar sem lög flokka mæla svo fyrir (sbr. það, sem áður greinir um það efni) og þær taka afstöðu til ríkisstjórna á hverjum tíma, en það hlutverk er þeim fengið í öllum flokkum. Miðstjórn Alþýðu- flokksins hefur þó nokkra sérstöðu (sama var einnig um miðstjórn Sósíalistaflokks- ins) og verður nánar vikið að henni hér á eftir. Ef marka má það, sem nú hefur verið rakið, liggur ljóst fyrir, að ekki er til að dreifa öðru en raunverulega valdhafa innan flokkanna sé að finna, þar sem eru fámennis- stjórn og þingflokkur, en hafa ber í huga náin innbyrðis tengsl þeirra flokksstofnana, með því að verulegur hluti fámennisstjórn- anna er skipaður þingmönnum. Bendir og flest til, að sú sé raunin. Þessar stofnanir eru ekki ýkja fjölmennar, svo að ekki er það til trafala; þær halda fundi tíðast allra flokksstofnana, svo að næg færi gefast til að fylgjast með og ráða ráðum; í þeim sitja áhrifamestu leiðtogar og atvinnustjórnmála- menn hvers flokks. Undantekningarlítið eiga þar sæti ráðherrar flokksins og ráðherra- efni. í þessum stofnunum einum er þess kostur að fylgjast stöðugt með gangi mála and- stætt því, sem annarsstaðar er. Enn ber að hafa í huga, að þær hafa takmarkaða heim- ild til stefnumótunar. Hníga þannig flest rök að því, að þetta séu hinar eiginlegu valdastofnanir flokkanna. Því er á hinn bóginn ekki á einn veg hátt- að, hvernig innbyrðis afstaða fámennis- stjórnar og þingflokks er, en um það var fyrr rætt. Eins ber sérstaklega að geta: Skipulagi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins var allmjög breytt árið 1969 eins og fyrr er getið. Hugs- anlegt er, að staða hennar kunni nú að breytast eitthvað, en um það verður ekkert sagt að svo stöddu. Loks ber að taka fram, að það, sem hér hefur verið rakið, á væntanlega einnig að nokkru leyti a. m. k. við um hluta fjöl- mennisstjórnar Alþýðuflokksins — mið- stjórnina — og svo hefur væntanlega einnig verið um miðstjórn Sósíalistaflokksins. Lík- legt má einnig telja, að sama verði að segja um miðstjórn Alþýðubandalagsins. Þessar flokksstofnanir standa nokkuð á mörkum fámennisstjórna og fjölmennisstjórna — lík- lega þó nær fámennisstjórnum. Niðurstaða þessara hugleiðinga verður því sú, að valdamestu stofnanir flokkanna séu fámennisstjórnirnar og þingflokkarnir; þar með megi að auki telja miðstjórn Alþýðu- flokksins (og Sósíalistaflokksins) og svo líklega miðstjórn Alþýðubandalagsins. Ef þessi ályktun er rétt, hlýtur að vera mikilvægt að gera sem rækilegasta grein fyrir þingflokkunum og fámennisstjórnun- um. Hver er staða þessara stofnana í þjóð- félaginu? Hver hefur einkum aðstöðu til að hafa áhrif á þær? Áður hefur verið leitazt við að gera nokkra grein fyrir stöðu þeirra innan flokk- anna. Um hitt hefur ekki verið fjallað, hver séu tengsl þeirra við embættiskerfi og valda- stofnanir þjóðfélagsins. Rækileg úttekt á því væri vafalaust til mikils fróðleiks, en ekki er auðið að gera hana hér. Með þeim fyrirvara, að viðhlítandi könn- un þessa máls skortir, verður því haldið fram hér, að samband fámennisstjórnanna og þingflokkanna við embættiskerfi og valdastofnanir þjóðfélagsins sé mjög náið. Skal því til stuðnings bent á eftirfarandi atriði: 1° í þessum flokksstofnunum sitja eins og fyrr sagði helztu forvígismenn hvers flokks, — þeir, sem kalla má atvinnustjórnmála- menn. 2° Iðnaðarþjóðfélög nútímans eru flókin og stjórn þeirra útheimtir sérþekkingu, sem embættismenn og svokallaðir sérfræðingar ráða einkum yfir. Forvígismenn í stjórnmál- um geta ekki gegnt hlutverki sínu í nútíma þjóðfélagi, nema í nánu samstarfi við þessa menn. Hér er ekki einvörðungu átt við embættismenn og sérfræðinga í þjónustu ríkisins, heldur einnig þá, er starfa á vegum hvers konar valdastofnana í þjóðfélaginu, svo sem hagsmunasamtaka, atvinnufyrir- tækja o. s. frv. Að sjálfsögðu koma hér mest við sögu sérfræðingar í þjónustu ríkisins, og því gætir þessara tengsla mest, þegar flokk- ur á aðild að ríkisstjórn. 3° Tengslin við hinar stofnanir flokkanna eru miklu lauslegri, svo sem sjá má af því, sem fyrr hefur verið rakið. Innan flokkanna er engin stofnun, sem gegnir hlutverki í líkingu við embættismenn og sérfræðinga þá, sem áður greinir. Hverra kosta eiga þá flokksmenn völ um áhrif á þingflokka og fámennisstjórnir? Með virku flokksstarfi er að sjálfsögðu kostur á einhverjum áhrifum, en þó hljóta þau að vera takmörkunum háð. Þegar þetta er met- ið, ber að hafa í huga eftirfarandi atriði: 1° Fámennisstjórn flokkanna ræður fram- kvæmdastjóra og annað starfslið. Hún ræður skrifstofukerfi flokksins og um leið út- breiðslukerfi hans. Um leið hefur hún veru- leg áhrif á skoðanamyndun. 2° Flokkarnir eru allir skipulagðir þannig, að þeir eru stigskiptir, eins og lýst hefur verið. Enginn óbreyttur flokksmaður getur haft bein áhrif á skipun fámennisstjórnar. Hann verður a. m. k. að komast á flokks- þing, jafnvel í fjölmennisstjórn. Því fleiri sem stigin eru, þeim mun erfiðara er að hafa þessi áhrif. Til þess að hafa áhrif á skipun þingflokks verður hann í flestum til- vikum að komast á samkomur kjördæmis- samtaka. 3° Af þeim ástæðum, sem nú voru taldar, og einnig vegna sambands þingflokks og fá- mennisstjórnar við embættis- og valdakerfi þjóðfélagsins eiga flokksmenn almennt þess lítinn kost að hafa áhrif á stefnumótun og afstöðu til einstakra mála. Um málefnalega þekkingu hljóta þeir að standa næsta van- máttugir andspænis fámennisstjórnum. 4° Ef flokksmenn eiga að geta gert sér einhverjar vonir um áhrif á mannaskipun eða stefnumótun, verða þeir að fórna tíma til virks flokksstarfs, m. a. til stuðnings ákveðnum mönnum og til athugunar á mál- efnum, — miklu meiri tíma en „venjulegir borgarar" geta séð af til slíkra hluta. Eru litlar líkur á að það geti orðið, þegar hafður er í huga sá munur, sem er á aðstöðu óbreyttra flokksmanna og atvinnustjórnmála- manna. Því stigskiptari sem flokkur er, því erfiðari er aðstaða til áhrifa. 5° Þeir, sem líklegastir eru til að fórna tíma og fyrirhöfn í starf innan flokkanna, svo sem nauðsynlegt er til að geta vænzt einhverra áhrifa, eru: í fyrsta lagi menn, sem eiga framavonir sínar, atvinnu eða aðra aðstöðu í þjóðfélaginu undir viðgangi hlut- aðeigandi flokks. Þarna gætir ekki sízt „ungra stjórnmálamanna" og ýmissa ein- staklinga, sem vilja tryggja aðstöðu sína og fyrirtækja sinna í þjóðfélaginu. Frami þeirra og þjóðfélagsaðstaða er einkum bund- in við að sýna forystunni og „kerfinu" holl- ustu, — vera sléttir, felldir og skoðana- lausir — en um leið talsmenn hennar og málpípur innan flokksins og utan. í öðru 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.