Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 49
Egypzkar jlugvélar búnar jlugskeytum sem hceja mörk í 100—130 km. jjarlœgð jrá jlugvélunum. þótt þeir ynnu sigur í sex daga stríðinu, eru það Sovétríkin sem fleyta rjómann af þeim sigri. Um aldir hefur það verið mark- mið valdhafa Rússlands, keisara jafnt og bolsévika, að afla ríki sínu ítaka við austan- vert Miðjarðarhaf. Nú hefur þetta tekizt, fyrir tilverknað Vesturveldanna og skjól- stæðings þeirra, ísraels. John sálugi Dulles lagði grundvöllinn að Miðjarðarhafsveldi Sovétríkjanna, þegar hann brá fæti fyrir tilraunir stjórnar Nass- ers til að fá eðlilega forustuaðstöðu Egypta- lands í hópi arabaríkjanna viðurkennda, en stofnaði í staðinn Bagdaðbandalag Tyrk- lands, íraks, írans og Pakistans sem við- hengi við Atlanzhafsbandalagið og í því skyni að einangra Egyptaland. Síðar vó Dulles aftur í sama knérunn, þegar hann riftaði loforði Bandaríkjanna um fjárfram- lög til Asúanstíflunnar í Níl. Þá hlupu sovétmenn í skarðið og skiluðu í sumar full- gerðu þessu mikla mannvirki, sem verður hornsteinn að iðnvæðingu Egyptalands og áveitukerfi til að breyta eyðimörk í akra. Síðan hafa sovétmenn einnig öðlazt veru- leg ítök í Sýrlandi og írak, en megináherzlu hafa þeir ævinlega lagt á að koma ár sinni fyrir borð í Egyptalandi. í fyrstu höfðu margir tilhneigingu til að túlka ósigur araba- herjanna, sem börðust með sovézkum vopn- um í sex daga stríðinu, sem ósigur fyrir Sovétríkin líka. Nú er öllum ljóst að öðru var nær. Síðan í sex daga stríðinu hafa áhrif Sovétríkjanna á austanverðu Miðjarð- arhafi vaxið óðfluga. Þar er nú að staðaldri sovézkur floti, sem hefur aðgang að höfn- um í Sýrlandi og Egyptalandi. Sú tíð er liðin, þegar bandaríski flotinn var einráður á þessum slóðum. Loks fengu sovézkar flugsveitir bækistöðvar í Egyptalandi eftir árásir Israelsmanna a nágrenni Kairó síð- astliðinn vetur, en sovézkir liðsforingjar og tæknimenn komu upp stöðvum fyrir loft- varnaeldflaugar allt að Súezskurði. Koma sovézkra hermanna í þúsunda tali til Egyptalands setti sem vonlegt var beyg að ísraelsmönnum, sem var ekkert um það gefið að lenda í návígi við annað mesta herveldi heims. Drógu þeir því mjög úr árásum á Egyptaland, um leið og þeir urðu varir við sovézkar flugsveitir á lofti. Hitt skiptir þó enn meira máli, að Banda- ríkjastjórn sá sig tilknúða að taka afstöðu sína til deilu arabaríkjanna og ísraels til endurskoðunar. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar varð, að Bandaríkjastjórn yrði að bæta málstað sinn gagnvart arabaríkjunum. Beiðni ísraels um 150 Phantomþotur var lögð á hilluna, þegar á daginn kom að yrði hún veitt gæti það hæglega haft í för með sér allsherjar hrun bandarískra olíuítaka og kaupsýslu- aðstöðu í löndum eins og Saudi-Arabíu, Líbanon og Kuvait, þeim þrem arabaríkjum, þar sem bandarísk áhrif eru enn sterk. í stað þess að senda þotur á vettvang, lét Bandaríkjastjórn frá sér fara tillögu um friðargerð, þar sem hún tók í fyrsta skipti eftir sex daga stríðið verulegt tillit til af- stöðu arabaríkjanna. Nasser Egyptalandsforseti má vissulega vel við una hvernig nú er komið, miðað við það hvernig horfurnar voru fyrir þrem árum, þegar ísraelsmenn létu staðar numið við Súezskurð. Hann hefur tryggt sér full- tingi Sovétríkjanna, efnahagslegt og hernað- arlegt, án þess að þurfa að láta af hendi nokkur þau réttindi eða aðstöðu, sem gefi tilefni til að saka hann um að hafa gengið hinu framandi stórveldi á hönd. Einmitt af því hann hefur forðazt að gangast undir nokkrar frambúðarskuldbindingar við Sovét- ríkin, hefur honum tekizt að smeygja fleyg milli Bandaríkjanna og ísraels. Bandaríkja- stjórn skirrist við að þjappa sér svo fast upp að ísrael, að fyrirgert sé tækifærum sem gefast kunna til að koma ár sinni fyrir borð í Kairó. Nasser komst til valda í Egyptalandi í umrótinu eftir ósigurinn í fyrsta stríðinu við ísrael. Síðan hefur fsrael tvisvar herjað á Egyptaland og sigrað í bæði skiptin, en um leið styrkt Nasser í sessi. Mesta vanda- mál Nassers var í öndverðu að vekja egypzkan almenning af árþúsunda doða, gera þjóð úr þjökuðum og vonlausum lýð. Við það verkefni hafa ísraelsmenn aðstoðað hann dyggilega. ísraelsmönnum er tamt að halda því fram, að markmið Nassers sé að útrýma ríki þeirra, reka þá í sjóinn, eins og það er gjarnan orðað. Ýmsir éta þetta eftir, og egypzkir áróðursmenn haga oft þannig orðum sínum, að nota má þau til að styðja þessa skoðun. Samt er hún á misskilningi byggð. Engum er ljósara en Nasser, að hvorki honum né öðrum verður látið liðast að kollvarpa ísrael, fyrir því munu Banda- ríkin og Sovétríkin sjá í sameiningu, alveg eins og þau sameinuðust um að gera stofn- un ísraels mögulega. Það sem fyrir Nasser vakir, er að notfæra sér tilveru Ísraelsríkis til að ná ákveðnum markmiðum, bæði heima- fyrir og út á við. Áður er vikið að, hvernig hann hefur notað ósigrana fyrir ísraels- mönnum til að brýna Egypta. Á alþjóða- ísraelskir skriðdrekar á hersýningu í Tel Aviv. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.