Samvinnan - 01.08.1970, Side 15

Samvinnan - 01.08.1970, Side 15
Skúlptúr á Skólavörðuholti 1970 Víðimýrarkirlcja í Skacjafirði, reist 1831'h Hróbjartur Hróbjartsson: Hvað er byggingarlist ? Flestar menningarþjóðir heims eiga sér arf, þróun og hefð í byggingarlist. Við íslendingar erum þar engin undantekning, en þó erum við okkur þess síður meðvitandi en margar aðrar þjóðir. Sum okkar eru jafnvel á þeirri skoðun, að byggingarlist sé skemmtilegur lúxus, en algerlega ónauðsynlegur. Alla vega er þetta svolítið á reiki hjá okkur. Stöldrum því aðeins við. Hugsum málið og skiptumst á skoðunum. Mín persónulega skoðun er þessi: Byggingarlist er hið byggða umhverfi, þegar það er eðlilega skapað fyrir andlegar og líkamlegar þarfir mannsins. Eðlileg sköpun er í þessu tilviki að skapa eðlilegt samraemi milli þarfanna, byggingarefnanna og byggingaraðferðanna. Eðlileg samræming nær m. a. til annarsvegar: líkamlegra þarfa mannsins, félagslegra og tilfinninga- legra; og hinsvegar þessu til fullnægingar: eðlilegrar staðsetningar og mótunar byggingarinnar, eðlilegs efnisvals og efnismeðferðar, eðlilegra byggingaraðferða og eðlilegs kostnaðar. Því betur sem tekst að fullkomna slíka samræmingu í byggingu, þeim mun meiri list er hún. Arkitektum og öðrum, sem teikna hús eða skipulag byggðar, er því ærinn vandi á höndum. Hvert atriði er öðru háð, en þó mismunandi mikið, allt eftir mati hvers einstaklings. Einn vill fremur fullnægja félagslegum þörfum, annar líkamlegum. Hinn þriðji leggur minna upp úr að fullnægja þörfum, en leggur áherzlu á sérstaka efnismeðferð eða lágan byggingar- kostnað. Virðingarvert getur verið að ná góðum árangri á svo tak- mörkuðu sviði, þótt meira þurfi til að kalla megi árangurinn bygg- ingarlist. Þá eru enn ónefndir þeir, sem mest er af, og við skulum kalla „fúskara", en þeirra höfuðviðleitni miðast við að mata eigin krók. Því miður ber umhverfi okkar þess Ijóst vitni. Byggingarlistin er fyrir okkur öll. Hinn listræni árangur fer ekki eftir fjárhagsgetu byggjandans. Rétt er að minnast þess, að þröng- ur fjárhagslegur stakkur er hreinsandi og losar okkur við óþarfann. sem alltaf er til lýta á annars góðum verkum. Hróbjartur Hróbjartsson 15

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.