Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 14
Um arkitektúr og bæjarskipulag Sigurður Thoroddsen: Orðið arkitekt er dregið af gríska orðinu architekton, sem merkir yfirsmiður eða húsasmíða- meistari. Fyrstu arkitektarnir voru því jafnhliða smiðir, og það er ekki fyrr en á tímum Róm- verja, að farið er að tala um sér- menntun á þessu sviði. Rómverski arkitektinn Marcus Vitruvius, sem uppi var um 100 árum fyrir Krists burð, skrifaði fyrstu handbókina um arkitektúr. Bókin, sem hann kallaði „Hinar tíu bækur um arkitektúr", hafði mikil áhrif meðal stéttarbræðra hans, og var um aldaraðir ein helzta kennslubókin í byggingar- list. Arkitektar eins og Bramante, Michelangelo og Palladio urðu fyrir miklum áhrifum af skrifum Vitruviusar. Enda má segja, að flestar af grundvallarkenningum hans eigi jafn mikinn rétt á sér í dag og þær áttu í upphafi. Vitruvius hélt því m. a. fram, að þrjú grundvallarhugtök bygg- ingarlistar væru: utilitas, firmitas og venustas, sem þýðir notagildi, tækni og fegurð. Að sjálfsögðu hefur þekking og smekkur fólks tekið miklum breytingum síðan, en kenningar Vitruviusar standa eftir sem áður, í grundvallaratriðum, óhaggaðar. Bygging, sem ekki er leyst á listrænan hátt, er ekki arkitektúr, né heldur bygging, sem ekki upp- fyllir hinar starfrænu kröfur, sem til hennar eru gerðar. Bygg- ing, þar sem t. d. hreinlætiskerfið eða vatnskerfið uppfyllir ekki lágmarkskröfur, er ekki góð bygg- ingarlist heldur. Menntun arkitektsins beinist því í aðalatriðum að því að vefa þessi atriði í eina samofna og órofa heild. Að vísu hefur arki- tektinn sér til aðstoðar tækni- menntaða menn, til lausnar á sér- vandamálum á þessari öld tækn- innar, en það verður allt að ske innan ramma, sem arkitektinn skammtar, til að árangurinn verði sá sem til er ætlazt. Fáar starfsstéttir þurfa að hafa jafn mikla heildarsýn yfir sitt svið og arkitektar, og geta gert sér grein fyrir smáatriðum í ljósi heildarinnar og öfugt. Arkitekt- inn þarf að finna ákveðið jafn- vægi milli áðurnefndra þriggja sjónarmiða, hann má t. d. ekki leggja of mikla áherzlu á nota- gildi á kostnað fegurðar og tækni, eða á tækni á kostnað notagildis og fegurðar. En hver er munurinn á bygg- ingarlist og bæjarskipulagi? í grundvallaratriðum er hann eng- inn. Slæmur arkitekt getur hvorki teiknað fallega byggingu né gert gott bæjarskipulag. Gott bæjarskipulag og vel hugsuð bygging eru góður arkitektúr. í flestum tilfellum er ekki hægt að hugsa sér byggingu án samhengis við næstu hús eða bæjarhverfi, né heldur borg eða bæ án húsa. í bæjarskipulagi þarf að vera ákveðið innbyrðis samhengi milli fúnksjóna, á sama hátt og við skipulag húsa. Vel hugsuð bygg- ing og gott bæjarskipulag þurfa að falla eðlilega að landslaginu, þannig að úr verði órofa og sam- stillt heild. Að vísu er stigsmunur á arkitektúr og bæjarskipulagi. Þegar hús er skipulagt, er það samvinna nokkurra aðila,s.s. arki- tektsins, húseigandans og verk- fræðingsins. Við bæjarskipulag kemur sveitarstjórnin í stað hús- eigandans, umferðarsérfræðing- urinn í stað verkfræðingsins, og svona mætti lengi telja. Hér á landi eru fyrstu húsin eftir íslenzka sérmenntaða arki- tekta ekki gömul. En samt mun íslenzkur arkitektúr jafn gamall byggð landsins. Þó forfeður okkar hafi að mestu verið ómenntaðir sem byggjendur, höfðu margir þeirra til að bera listræna hæfi- leika í ríkum mæli, og verk þeirra eru arkitektúr í þess orðs fyllstu merkingu. Sem dæmi má nefna Víðimýrarkirkju í Skaga- firði, Burstafell og Laufás. Byggingarlist þeirra varð til innan þess ramma, sem þeim var skammtaður, þ. e. byggingarefni, verktækni, efnahagur og veðrátta. Þannig var þetta að mestu óbreytt um aldir. Að vísu er því ekki að leyna, að áhrifa frá öðr- um löndum gætti að einhverju leyti, og þá sérstaklega að því er varðaði trésmíðavinnuna. Um aldamótin síðustu fór áhrifa erlendis frá að gæta fyrir alvöru, og þá fyrst og fremst frá Danmörku og Noregi. Samskipti og samgöngur við nágrannaþjóð- irnar höfðu stóraukizt, samfara því sem efnahagurinn batnaði. Ný verkefni og byggingarefni hófu innreið sína í landið. Notkun steinsteypu hófst og þar með gjörbreyttust hýbýlahættir þjóð- arinnar, þó sú breyting hafi verið hægfara fyrst í stað. Fyrstu stein- steyptu húsin voru ekki vel heppnuð, enda kunnátta á eðli þessa nýja byggingarefnis mjög svo af skornum skammti. En er frá leið, var ráðin bót á því. Fyrstu húsin hérlendis, teiknuð af sérmenntuðum íslenzkum arki- tektum, munu hafa verið reist um 1920. í þessum húsum gætti danskra áhrifa, enda eðlilegt, því fyrstu íslenzku arkitektarnir voru menntaðir þar. Fljótlega fór þó að bera á íslenzkri þjóðernistil- finningu í byggingarlistinni. Sú stefna var búin að vera útbreidd á Norðurlöndum og að einhverju leyti einnig í Norður-Evrópu, og því eðlilegt að hún bærist til landsins. Hér var það hinn gamli torfbæjarstíll, sem mest áhrif hafði. Ekki vegnaði þessari stefnu betur hér en annarsstaðar. Gamli torfbæjarstíllinn grundvallaðist á þeim þjóðfélagsháttum, bygging- arefnum, byggingaraðferðum og efnahag sem þá ríktu í landinu. Um 1920 voru þjóðfélagshættir, byggingarefni og -aðferðir gjör- breyttar, enda mistókst þessi renessans í íslenzkum arkitektúr algerlega. Góð byggingarlist er ávallt af- sprengi tíðarandans hverju sinni. Nýjar byggingaraðferðir og -efni eru tekin í notkun, en hinsvegar eru aðrir þættir sem breytast minna, s. s. veðurlag, þjóðfélags- hættir og efnahagur. Allt eru þetta atriði, sem máli skipta, en hefur ekki vei'ið nægjanlegur gaumur gefinn hér á landi. Væri það mjög svo verðugt rannsókn- arefni að athuga t. d. áhrif veður- lags og þjóðfélagshátta á arki- tektúr og bæjarskipulag landsins og benda á leiðir til úrbóta. Við höfum alltof lengi einblínt á er- lendar hugmyndir, sem við þann- ig rannsókn mjög hugsanlega gætu reynzt allsendis óhæfar við okkar aðstæður. Þessi sömu mál hafa mikið verið rædd og rannsökuð í öðrum löndum. Hin sterku einkenni, sem áður fyrr voru á arkitektúr hvers lands, eru smám saman að hverfa. Ástæðurnar eru fyrst og fremst aukin skipti landa í milli á kunnáttu og byggingar- efnum. Þó eru ýmis séreinkenni, sem seint munu hverfa, og kemur þar helzt til greina veðurlag og þjóðfélagsuppbygging hvers lands. Bæjarskipulag á íslandi er til- tölulega ungt, enda stutt síðan þjóðin breyttist úr landbúnaðar- þjóð í iðnaðarland. Um 1925 bjuggu jafnmargir í sveitum og þéttbýli á landinu, en nú mun um sjötti hver íslendingur, eða um 15% af íbúafjöldanum, búa í sveit. Flest samfélög eru háð sífelld- um umbreytingum. Stundum skeður þróunin hratt og óvænt, en á öðrum tímum hægar. Enginn getur spáð með neinni vissu, hvað framtíðin kann að bera í skauti sér. Við vitum að- eins að þróunin kemur til með að halda áfram, aðstæðurnar að breytast, og nýjar þarfir að vakna. Flest það, sem við gerum, er framkvæmt í ljósi þess, sem við ímyndum okkur að koma skuli. Til þess að gefa athöfnum okkar tilgang verðum við að reyna að sjá fram í tímann. Við verðum að skipuleggja. Fyrstu lögin um bæjarskipulag á íslandi voru sett árið 1921, og má segja að upp frá því hafi skipulagning þéttbýlis að ein- hverju marki hafizt í landinu. Fyrst í stað var þéttbýlismynd- un á íslandi hæg, en eftir lok heimsstyrjaldarinnar komst skrið- ur á uppbygginguna. Svo sem í nágrannalöndunum varð þróun hröðust á höfuðborgarsvæðinu, og hefur það helzta, sem framkvæmt hefur verið í þessum málum, átt sér stað þar. Ekki er ætlunin að rekja þau mál hér, en eins og við er að búast, hefur sumt verið vel gert, annað miður. En flest, sem miður hefur reynzt, er vegna ónógra upplýsinga og rannsókna á að- stæðum. Bendir þetta til, að brýn nauð- syn sé að koma á laggirnar stofn- un, sem hefði það hlutverk með höndum, að safna upplýsingum og rannsaka eðli og séreinkenni íslenzkrar þéttbýlismyndunar. Stofnun þessi, sem ynni í nánu sambandi við aðrar sambærilegar stofnanir, s. s. Efnahagsstofnun- ina og Hagstofu íslands, hefði ennfremur það hlutverk að miðla fagmönnum og opinberum aðilum upplýsingum um þetta efni. Síð- ast en ekki sízt væri það hlutverk hennar að kynna og upplýsa al- menning um skipulagsmál, því án þekkingar og stuðnings fólksins í landinu eru allar framfarir á þessu sviði harla vonlitlar. Sigurður Thoroddsen. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.