Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 28
mátt fljóta með og standa sem fullyrðing og útrætt mál, en ekki mun það gert að sinni, heldur reynt að draga upp mynd, af veikum mætti, af ástandi og horf- um byggingarlistar á íslandi í dag, svo sem undirrituðum koma þessi mál fyrir sjónir. Ætti það ekki að vera vonum fyrr, því tími mun meir en til kominn, að við reynum að horfast í augu við staðreyndir, hversu óþægilegar sem þær kunna að vera. Forsenda þess, að hægt sé að lækna mein, er vitneskja um tilvist þess. Þó mun því ekki þann veg farið, að menn viti ekki fyllilega um flest, sem um verður rætt hér, en siður er að ræða það manna í milli, brosa, hneykslast — en svo ekki meir. Hverjar eru forsendur sköpun- ar og þróunar góðrar byggingar- listar þjóðar? Þær mætti telja: víðfeðm eða að minnsta kosti haldgóð menntun og hæfileikar arkitekta, menntun og áhugi þjóð- ar og forystumanna hennar, í hvaða röð sem þetta er upptalið. Segja má að eitt kunni að leiða af öðru og jafnvel tryggja það sem ekki er þýðingarminnst þessu máli sem öðrum, þ. e. a. s. al- menningsálit eða pólitískt sið- gæði. Því meðal siðaðra þjóða tryggir almenningsálitið auk menntunar og pólitísks siðgæðis ráðamanna, að ætíð sé eftir mætti leitað beztu lausnar sérhvers byggingarmáls, óháð persónuleg- um, pólitískum eður öðrum ann- arlegum sjónarmiðum. Engin sið- uð þjóð hefur né telur sig hafa efni á, að sköpun slíkra verðmæta sem bygginga og umhverfis íbú- anna sé tilviljunum háð. Því er meðal annarra þjóða í vaxandi mæli leitað úrlausna stórbygg- ingamála í hugmyndasamkeppn- um meðal arkitekta, bæði af ein- staklingum og félagssamtökum, en undantekningarlítið alltaf, eins og sjálfsagt er og eðlilegt, þegar byggt er fyrir opinbera aðila af fjármunum almennings. Ekki á sá erlendur embættis- maður eða pólitískur trúnaðar- maður, að minnsta kosti á norður- hveli jarðar, löngum lífdögum að fagna í starfi, sem uppvís verður að misnotkun embættisaðstöðu sinnar, eða þó einungis verði ljós tengsl hans við aðila, sem kynnu að geta vakið hinn minnsta efa um óhlutdrægni hans við ákvarð- anir, sem honum ber að taka með þjóðarhagsmuni einungis fyrir augum. Minnast munu margir fréttar- innar, þegar brezkur þingmaður varð að segja af sér þingmennsku, vegna þess að sonur hans hafði notað þingmannskort hans til ókeypis járnbrautarferða — eða fréttanna af hneykslun og emb- ættissviptingum bandarískra embættismanna, er upp komst um óeðlileg hagsmunatengsl þeirra við einstaklinga eða sam- tök, sem vafa gætu valdið um óhlutdrægni embættismanna þess- ara í þýðingarmiklum fjárhags- legum ákvörðunum. Þótt Banda- ríkjamenn viðurkenni sjálfir til- veru öflugustu glæpahringa ver- aldar innan landamæra sinna, skal hvergi vera vafi á heiðar- leika æðstu embættismanna þeirra. Slíkt, sem að ofan greinir, er talið átt við með „almennings- áliti“. Hversu er svo háttað í íslenzku þjóðfélagi um fyrrnefndar for- sendur sköpunar og þroska góðr- ar byggingarlistar? Allir eru íslenzkir arkitektar menntaðir erlendis, og um hæfi- leikana er líklegast svo margt sinnið sem skinnið. Hvað verkum arkitekta við- kemur á íslandi, bæri að ræða fyrst eðli málsins samkvæmt skipulagsmál, svo nátengd og þýð- ingarmikil sem þau eru bygging- arlistinni, umhverfi okkar öllu og lífi. Er það fyrst á síðari árum, að opnazt hafa augu ráðamanna fyrir mikilvægi þeirra, sem vissu- lega eru forsendan fyrir skynsam- legri áætlunargerð og uppbygg- ingu landsins alls, svæða, sveita, bæja sem og borga. Hefur mikið og myndarlegt átak verið gert í Reykjavík, þótt að mínu viti sé það fyrst og fremst á tæknisvið- inu, en listrænn og sálrænn og hagkvæmnislegur hlutur arkitekt- úrsins sem skipulagsstefnu sé öllu rýrari. Kemur óþægilega fram i sumum hinna nýrri hverfa óör- yggið, sem gjarnan einkennist af barnalegri þröngsýnisstefnu, sem fjarri nútímaskipulagsstefnum er haldið sér í dauðahaldi, af ótta við að sleppa takinu. Þetta kallast of- skipulag og er ekki af hinu góða. Skipulag skal vera nauðsynlegur rammi, stefnugjafi, en með viss- an sveigjanleika til persónulegrar tjáningar — annars bera hverfin þennan kalda blæ þessarar vön- unarstefnu skipulags og húsagerð- ar sem dæmin sanna. Og raunar undarlegt, að nokkur arkitekt með einhverja sjálfsvirðingu láti bjóða sér slík vinnuskilyrði. Og vissulega er það alvörumál, að ekki skuli enn vera ákveðnar framtíðarlausnir miðbæjar höfuð- borgarinnar, enda voru fagleg vinnubrögð við staðfestingu Að- alskipulagsins heldur betur tak- mörkuð. En um skipulagsmál gefst ekki tími að f jalla hér, enda ekki ætlunin, þótt fyllsta ástæða væri til. Hvað störfum arkitekta að byggingarlist viðkemur hefur vissulega mikið verið unnið und- anfarna áratugi. Má eflaust segja Nýjustu opinber stórmannvirki í Reykjavílc: Lögreglustöð og Ilallgrímskirkja, að margt hafi vel verið gert og sumt ágætlega. En ekki mun ís- lenzkum arkitektum hafa tekizt að skapa stórverk í heimslistinni ennþá, hvenær sem það kann að gerast. Er að sjálfsögðu hollast að gera sér grein fyrir þessu án barnalegs þjóðrembings og sjálfs- hóls. Eru ýmsar jafnvel eðlilegar ástæður fyrir þessu, en kannski ekki allar jafn eðlilegar, og ber okkur því að kanna það sem mið- ur fer og leiðrétta, svo aðstaða skapist til bjartari framtíðar. ........en fúsk er fýsilegra Og þá er komið að viðhorfum þjóðarinnar og ráðamanna henn- ar við „móður allra lista“, bygg- ingarlist á íslandi. Ekki væri fjarri lagi að ætla, að viðhorf þjóðar kæmi skýrt fram í viðhorfum ráðamanna hennar, því að í lýðfrjálsu landi skyldi maður ætla, að ráðamenn væru framar öðrum um siðgæði og menningarlega framsýni. Hví skyldu þeir annars ráða fyrir öðr- um? Ef dæma skal eftir athöfnum en ekki orðum, staðreyndum sem við blasa, er sú mynd ekki fögur, sem við blasir um viðhorf og sið- gæði ráðamanna eða afstöðu gagnvart byggingarlist á íslandi í dag. Með bezta velvilja verður að telja þau viðhorf orsakast af vanþekkingu á mikilvægi málefn- isins fremur en spillingu. Frank Lloyd Wright, hinn heimskunni ameríski arkitekt, komst svo að orði í grein um arkitektúr: „Jafnvel menntað fólk virðist hafa sömu viðhorf við hýbýlum sínum og klárinn við hesthúsinu." Þetta er nokkuð kröftuglega til orða tekið, enda ritaði þau höfuðsnillingur sem þar að auki er látinn. Okkur ætti að nægja að segja, að svo virðist sem íslendingar séu enn ekki al- veg komnir út úr torfbæjunum í byggingarlistarlegu tilliti, og við- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.