Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 12
BYGGINGARLIST OG BÆJARSKIPULAG Knud Jeppesen Sigurður Thoroddsen Hróbjartur Hróbjartsson Þorvaldur S. Þorvaldsson Gestur Ólafsson Knud Jeppesen: Mannvit og mannvirki „De gustibus non est disputant- um“, þýðir á latínu, að smekk sé ekki hægt að ræða um. Þetta er þó ekki að öllu leyti rétt. Vel er hægt að ræða um smekk, en við- ræðendur verða sjaldnast sam- mála. Þannig er því einnig farið um hin margvíslegu viðhorf, er til athugunar koma, þegar við þurf- um að meta umhverfi okkar og aðstæður hverju sinni, því við mennirnir verðum að viðurkenna, að við erum hluti af náttúrunni, hver um sig með sitt eigið bak- svið, og þegar við eigum að taka afstöðu til margþættra aðstæðna þar sem náttúran er snar þáttur verðum við að vera þess minnug. Samkvæmt því eigum og getum við ekki verið sammála, því heild- in, sem er margþætt, er jafnvæg- ið milli mismunandi sjónarmiða, túlkunar og mats (komplement- aritet). Langoftast erum við sam- mála um fegurð sólarlagsins eða jökulsins, sem rís í öllu sínu veldi við hafsbrún. Við stöndum andspænis fegurð, sem ekki er hægt að færa sér í nyt. Við segj- um að við hrífumst. Fyrrnefnd dæmi eiga það sam- eiginlegt, að þau eru einföld (ósamsett), þau eru auðskilin og þarfnast þess ekki að bein af- staða sé tekin til þeirra. Þess vegna köllum við áhrifin fullkom- in (skilyrðislaus). Ef við nú höldum áfram og hugsum okkur einhverja gefna heild samsetta úr mörgum þátt- um, t. d. landslag, hús, húsa- þyrpingu, vegakerfi, samsetningu ýmissa efna o. s. frv., verða áhrif- in (upplifunin) miklu margþætt- ari (flóknari). Við tölum um, að við höfum orðið fyrir áhrifum fagurfræðilegs/hagnýts eðlis, sem við nafnum skilorðsbundin áhrif. Mikilvæg forsenda fyrir öllum áhrifum (allri upplifun) er ein- beiting hugans, sem stjórnast af djúplægri öryggisþörf mannsins, og í vissum tilfellum tengsl við svæðið, staðinn, sem taka á af- stöðu til, ásamt ýmsum óskilgrein- anlegum hlutum (irrationelle momenter), sem við hrífumst af. Staðurinn-umhverfið-landslagið getur haft svo margar jákvæðar eða neikvæðar hliðar, sem hafa þau áhrif á áhorfandann, að hann kennir öryggis eða öryggisleysis. Hann hefur það á tilfinningunni, hvort staðurinn sé lífvænlegur til staðfestu eða öfugt. Hvort þar sé 'hægt að skapa sér á einhverju sviði sæmileg kjör eður ei. Þetta allt fléttast saman í huga manns, þegar tekin er afstaða til þess, hvort heildin sé hentug eða óhentug (sbr. „Það er fallegt á Hvítárvöllum þegar vel veiðist“). Áhorfandanum finnst staðurinn, landslagið og hinir einstöku þætt- ir fallegir eða ljótir. Sömuleiðis hafa fjölmargir aðr- ir hlutir áhrif á hina endanlegu niðurstöðu, eins og t. d. héðan er stutt í vinnuna, við erum nálægt Halldóri frænda, hér er vatn og veiði, hér get ég lagt bátnum mín- um. Við höfum nú rætt lítillega um hugtökin fegurð og ljótleika og reynt að aðskilja þau. Fögru landslagi er hægt að gerspilla með rangri staðsetn- ingu mannvirkja. Ástæðan fyrir því, að við tölum um eyðilegg- ingu í þessu sambandi, er sú, að við verðum ekki lengur fyrir áhrifum fegurðarinnar á staðn- um; þau skerðast eða hverfa, og í vissum tilfellum skapast andúð hjá áhorfandanum. Hin fullkomna aðlögun að landslaginu kemur fram við sam- spil milli hinna staðsettu hluta, umhverfisins og heilbrigðrar skynsemi áhorfandans. Til þess að koma öllum þeim atriðum, sem hér hafa verið nefnd, á framfæri, þegar aðlaga skal hluti eða skipa þeim niður í landslaginu, leitar fyrirhyggni áhugamaðurinn ráða hjá þeim, sem hafa þann starfa á hendi og menntun til þess að samræma hluti. Þá kemur til kasta arki- tektsins, því hann hefur með menntun sinni og reynslu hæfi- leika og forsendur til að tengja, vega og meta þá þætti, sem fyrir hendi eru, og aðstæður til að vinna úr efninu, sem er nauðsyn- leg forsenda þess, að hægt sé að vinna verkið. Það sem gerist hjá áhugasöm- um arkitekti er, að hann notar kunnáttu sína og hæfileika til að lifa sig inn í vandann og verkefn- ið og reynir að túlka hlutina þannig, að þeir verði skiljanlegir og nothæfir fyrir hinn almenna borgara. íslenzka landslagið er, þrátt fyrir stórfengleik, heillandi feg- urð og styrk, einkennilega við- kvæmt. Sennilega er hinn víði sjóndeildarhringur og nekt lands- ins orsök þess. Bændamenning fyrri alda skildi þetta. Af næmum skilningi og virðingu fyrir þessum verð- mætum samræmdi hún þær að- stæður, sem fyrir hendi voru, um- hverfinu og skapaði viðeigandi fyrirmyndir (arkitektúr), sem á sama hátt og frísnesku flæðilands- bæirnir, sem staðsettir eru á hól- um vegna flóðahættu, falla á eðli- legan og fagran hátt inn í lands- lagið. Því miður hafa þessar erfða- venjur ekki hlotið náð fyrir aug- um þeirra manna, sem að undan- förnu hafa verið kvaddir til starfa, til að ávaxta og þróa þær í byggingum út um landsbyggð- ina (landbúnaðarbyggingar). Þessi staðreynd kemur berlega fram í þeirri öru þenslu, sem á sér stað í byggð íbúðarhúsa, sum- arbústaða og útivistarsvæða, sem hrella hugann, valda tjóni á nátt- úruverðmætum og orsaka meng- un, vegna þess að þau eru ekki aðlöguð umhverfinu á nokkurn hátt. Nágrannaþjóðir okkar hafa nú þegar öðlazt bitra reynslu á þessu sviði og eru nú að reyna að sporna við frekari eyðileggingu. Vonandi geta íslendingar lært af dýrkeyptri reynslu annarra, áður en það er um seinan. Opinberar stofnanir og aðilar, sem hafa með höndum yfirráð yfir íslenzkum byggingafram- kvæmdum og staðsetningu þeirra í íslenzku landslagi, verða nú þegar að sjá hversu aðkallandi þessi verkefni eru og finna við- unandi úrlausnir. Hafi viðkom- andi aðilar ekki skilning á mál- unum, eða sjái sér ekki fært að beita sér fyrir fagurfræðilegum og fjárhagslega forsvaranlegum úrlausnum, verða þeir að viður- kenna vanmátt sinn og leita eftir stuðningi og samvinnu við alla þá, sem veitt geta aðstoð (team work). í því sem á undan er gengið hefur aðallega verið rætt um byggingar í landslagi og hvernig þær samlagast heildinni. Ef við nú lítum á hina einstöku hluti sem mynda heildina gerist það, að ýmislegt sem áður virtist óverulegt verður áberandi, vekur á sér athygli og öðlast mikilvægi. Þar er t. d. átt við bygginguna, notagildi hennar, gerð, lögun, efni, innri og ytri rými, lýsingu o. s. frv., er vekur vítt áhrifasvið, sem áhugasamur arkitekt getur fyrirfram séð fyrir sér og beint áhrifunum inn á þær brautir, sem hugarheimur hans segir til um. Það sem áhorfandinn hafði hugboð um eða skynjaði meðvitað 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.