Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 39
fjöldi fyrirtækja, sem megna ekki að koma á fullkomnum framleiðsluháttum vegna smæðar, fjármagnsskorts og skipulagsleysis stjórnvalda og borgaryfirvalda. Ef í Reykja- vík væri t. d. starfandi iðnfyrirtæki, sem veitti hlutfallslega jafnmörgum atvinnu og verksmiðjur KEA og Sambandsins á Akur- eyri, ættu að starfa í því á sjötta þúsund manns. IV. Þrátt fyrir margháttaða erfiðleika KRON á liðnum árum og almenna erfiðleika verzl- unarinnarí landinu í seinni tíð, hefur KRON tekizt að auka verzlun sína og hagur félags- ins farið batnandi. Þeirri stefnu hefur verið fylgt á síðari árum, að hafa búðirnar færri og stærri þar sem hægt væri að koma við sem mestu vöruvali og fullkominni sjálfsaf- greiðslu. Búðir félagsins eru nú 15 talsins, 10 matvöruverzlanir, þar af þrjár í Kópa- vogi, en þar hóf KRON verzlun með til- komu kaupstaðarins, og svo eru fimm sér- verzlanir: búsáhaldaverzlun, járnvöru-, vefn- aðarvöru-, raftækja- og bókabúð. Auk þess rekur félagið efnagerðina Rekord. Um árabil hefur félagsmannatala KRON að mestu staðið í stað, þar til á s. 1. ári, en þá fjölgaði félagsmönnum KRON um 777, og voru þeir því í árslok 1969 6416 talsins. Þessi fjölgun stafaði m. a. af því afsláttar- kerfi, sem upp var tekið, að veita félags- mönnum, jafnt nýjum sem eldri, 10% af- slátt af viðskiptum ákveðinn tíma, gegn af- hendingu sérstakra afsláttarmiða, sem fé- lagsmönnum voru látnir í té á skrifstofum KRON. Það er óhætt að fullyrða, að ávinningur af starfi KRON hafi verið margháttaður fyrir félagsmenn og neytendur í Reykjavík og nágrenni. Á fyrstu árum sínum varð fé- lagið til þess að vöruálagning lækkaði veru- lega. Félagið hefur rutt nýjar brautir í verzlunarháttum og ávallt kappkostað að selja góðar vörur, og staðreyndin er sú, að frá fyrstu tíð hefur kaupfélagið selt ódýrari vörur en aðrar verzlanir í Reykjavík. KRON hefur einnig sem fjölmennasta kaupfélag Sambandsins tekið öflugan þátt í heildar- uppbyggingu samvinnustarfsins í landinu. V. Það er skoðun mín, að KRON sé nú á ýmsan hátt mjög vel í stakk búið til að stór- efla starfsemi sína. Til þess að það takist giftusamlega, er nauðsyn að virkja þann þjóðfélagsáhuga, sem virðist vera að vakna með ungu fólki, til öflugra átaka í samvinnu- starfi og baráttu fyrir samvinnustefnunni, sem samkvæmt lýðræðislegum grundvallar- einkennum sínum, frjálsræði og fjöldaþátt- töku, samrýmist mjög þeim viðhorfum, sem fram hafa komið hjá ungu fólki um eðli þjóðmálastarfs. Með aukinni fræðslu, um- ræðum og upplýsingum um samvinnufélögin, gildi þeirra, markmið og meginstefnur, hef ég trú á, að það muni takast. KRON er sá vettvangur sem áhugasveitir ungs fólks gætu helgað starfskrafta sína, um leið og lagður yrði nýr grunnur að stóraukinni samvinnu- verzlun á höfuðborgarsvæðinu með bygg- ingu myndarlegs vöruhúss á vegum KRON eða með sameiginlegu átaki allra samvinnu- manna í landinu. ♦ ASalverzlun KRON á SkólavörSustíg 12. Ein af matvöruverzlunum KRON. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.