Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 56
Árið 1906 komu út á Akureyri tvö ljóða- kver eftir sautján ára gamlan austfirzkan bóndason, Gunnar Gunnarsson. Nefndist hið fyrra Vorljóð, en hið síðara Móður- minning. Síðasta kvæði seinna kversins lauk með þessu erindi. Við getum kallað það heitstrenging eða a. m. k. staðhæfing: Og þó að eg hér minn angursóð endi að þessu sinni, þá skal eg framvegis laga Ijóð um lífs míns engil: þig, móðir góð, það tamast er tungu minni. Ekki er mér kunnugt um, hve mikla at- hygli þessi Ijóðakver vöktu meðal samtíma- fólks eða svokallaðra menntamanna á fs- landi þá, en víst er um það, að til verald- legs frama á ættjörðinni dugðu þau miður en það mun áður hafa reynzt öðrum smala- pilti af Fjöllum austur að þýða Byron, en fyrir vikið kvað Jón Ólafsson, að Kristján Fjallaskáld hefði á sínum tíma verið studd- ur til skólagöngu. Þetta unga skáld úr Vopnafirðinum sá sér ekki opnar leiðir til mennta á íslandi, og ári síðar en ljóðabækurnar tvær komu út lét Gunnar Gunnarsson í haf til Danmerk- ur. Segir nú fátt af skáldi um sinn. Við tóku hörð ár skólunar, erfiðis, hungurs og vonbrigða, en það undur gerist, að aðeins fjórum árum eftir komuna til Danmerkur hefur Gunnar náð þvílíku valdi á danskri tungu, að hann gefur út kvæðabók á dönsku, Digte, og ári síðar, 1912, kom út fyrsta bindi Borgarættarinnar, Ormarr Ör- lygsson. Þá var höfundurinn aðeins 23 ára gamall. Danskur lærdómsmaður hefur sagt um Gunnar Gunnarsson, að líf hans minnti á ævintýr eftir H. C. Andersen: Fyrst sveltur maður, þjáist maður, en svo — svo verður maður frægur. Frægðin lét kannski svolítið bíða eftir sér, en þegar þriðja bindi Borg- arættarinnar, Gestur eineygði, kom út 1913, voru flestir dómbærir menn sammála um það, að eftirtektarverður höfundur hefði bætzt í hóp skálda á Norðurlöndum. Með Sögum, sem komu út í Reykjavík 1912, og Borgarættinni í Kaupmannahöfn 1912—14 hafði Gunnar Gunnarsson fundið þann vettvang, er verða skyldi höfuðsvið hans sem höfundar, sagnagerð. Þegar litið er á hið mikla höfundarverk Gunnars, má þó sjá, að hann hefur látið allar fjórar, hefðbundnar megingreinar fagurra bók- mennta til sín taka. Þess er þegar getið, að hann hóf feril sinn á tveimur þjóðtungum sem ljóðskáld. Leikrit hefur hann samið: Smaa Skuespil, 1917, Dýrið með dýrðarljómann, 1922, og Bragðarefirnir, 1930. Hann hefur verið mik- ilvirkur fyrirlesari og ritgerðahöfundur. Ég vil aðeins minna á fyrirlestra hans og rit- gerðir um sameinuð Norðurlönd, Det noi’- diske Rige, 1927, en sú hugsjón ný-skandi- navismans virðist nú mannsaldri síðar vera nær veruleikanum en þá. Þannig sigra stundum skáldin heiminn. í þessum flokki má og telja rit hans um ísland: Island, Land og Folk, 1929, og Saga0en, 1935. Heimspeki- leg og siðleg efni hefur hann látið til sín taka. Ég nefni aðeins Haralds-Níelssonar- fyrirlestur hans, Siðmenning — siðspilling, 1943. Þá eru ýmsar ritgerðir Gunnars varð- veittar í Árbókum 45 og 46—7. Ekki hefur hann heldur skii-rzt við að taka til máls um þjóðfélagsleg og pólitísk málefni. Ég nefni aðeins ræðu hans, Vestræn menning og kommúnismi, 1954. Þegar við lítum þannig á verk Gunnars Gunnarssonar öll, kemur í ljós, að hann er ekki aðeins einn mikilvirkastur höfundur íslenzkur, heldur og einn hinn fjölbreyti- legasti í formvali sínu. Það er þó sagnagerð Gunnars, sem ber hæst, bæði að vöxtum og bókmenntagildi, og sá þáttur í höfundarverki hans, sem hér verður einn kynntur. Þegar við athugum sögur Gunnars, verð- ur enn hið sama uppi á teningnum eins og frammi fyrir verkum hans í heild, að fjöl- breytnin vekur athygli við fyrstu sýn, bæði um form og að því er varðar val á minnum og þemum og að öllum frásagnarhætti. Hann hefur samið fjölda smásagna. Fyrsta safnið kom út á íslenzku, eins og áður er sagt, 1912. Þá komu Smaa Historier 1916 og annað bindi þeirra 1918, Ringen 1921, Den glade Gaard 1923, En Dag tilovers 1929, Sveinn Skorri Höskuldsson: r r r TVIHYGGJAISKALDSKAP GUNNARS GUNNARSSONAR Verdens Glæder 1931 og Trylle og andet Smaakram 1939. Ekki er fjölbreytnin minni, ef litið er á skáldsögur Gunnars. Skal ég nefna hér helztu flokkana. Með Borgarættinni samdi Gunnar fyrstu og sístæðustu ættarskáldsögu íslenzks höf- undar. Næsta saga hans, Ströndin, 1915, var hins vegar fyrsta verkið í þeim flokki sagna, þar sem sterkast orka á lesandann heim- spekilegt og lífsskoðanalegt uppgjör. Það meginþema var og ráðandi í Reykjavíkur- sögunum, Vargi í véum, 1916, og Sælir eru einfaldir, 1920. í flokki þessara lífsuppgjörs- legu sagna vildi ég einnig telja Vikivaka 1932, Aðventu, 1937, og síðustu skáldsögu Gunnars, Brimhendu, 1954. Með Fóstbræðrum, 1918, hóf Gunnar í sögulegum skáldsögum þá miklu kortlagn- ing íslenzks mannlífs, sem kennd hefur ver- ið við landnám og gefið hefur fyrstu heild- arútgáfu verka hans nafn. Þetta var fyrsta sagan í einhverju metnaðarfyllsta fyrirtæki íslenzks höfundar fyrr og síðar. í röð sögu- legra skáldsagna hugðist hann rekja hið eilífa og ævarandi landnám íslands. Þessar skáldsögur birtust ekki frá hendi höfundar síns í tímatalslega réttri röð, ef miðað er við sagnfræði, en ef henni er haldið, kemur næst Jörð, 1933, Hvíti Kristur, 1934, Grá- mann, 1936, Jón Arason, 1930 og Svart- fugl, 1929. Þessar eru hinar eiginlegu sögulegu skáld- sögur Gunnars samkvæmt hefðbundnum skilningi orðsins, en framhald þeirra sem mynd af íslenzku mannlífi má reikna Heiða- harm og Sálumessu og svo Kirkjuna á fjall- inu, en úr þeim verkum verður lesið á þess- ari samkomu. í þessum síðast nefndu sög- um leitar Gunnar aftur til þess íslenzka mannlífs, er hann þekkti á Austurlandi í lok síðustu aldar og við upphaf þessarar, og með sögunni af Ugga Greipssyni hefur hann auk þjóðlífsmyndar og miklu fremur gefið okkur fyrstu og einu fullgóðu þroskasögu í íslenzkri skáldsagnagerð. Með þroskasögu á ég við skáldsögu, þar sem rakinn er þroski einstaklings frá frumbernsku til fullorð- ins ára, og með Kirkjunni á fjallinu hefur íslenzkur höfundur skapað verk, sem sómir sér vel við hlið hinna frægustu bóka í þess- ari grein: Wilhelm Meisters Lehrjahre eftir Goethe, Jude the Obscure eftir Thomas Hardy, Romanen om Olof eftir Eyvind John- son, svo að eitthvað sé nefnt. Að hve miklu leyti slíkar sögur séu sjálfsævisögulegar, kemur ekki skáldskapargildi þeirra við. Til frekari upprifjunar staðreynda um höfundarferil Gunnars Gunnarssonar má nefna það, að frá því, er Sögur komu út 1912, og fram til þess, að Heiðaharmur kom út 1940, birtust verk hans fyrr á dönsku en íslenzku. Það hvarflar ekki að mér að freista þess 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.