Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 47
hópsálfræði á sér stað á mjög mörgum öðr- um sviðum nútíma félagslífs, við kennslu, rannsóknir, endurhæfingu kennara, o. s. frv. Það eru margar fleiri rætur sem liggja að nútíma kenningum í stjórnsýslufræðum; upplýsingatækni og stýrifræði (cybernetics) hafa haft sterk áhrif. Kerfarannsóknir og skipulagstækni af því tagi, sem lá á bak við Appollo-geimskotin, eru enn aðrar rætur. Þessir straumar í nútíma stjórnsýslu ganga oft undir nafninu skipulagsþróun (organi- zational development). En skipulagsþróun íslenzkra fyrirtækja er á sama tíma ennþá á sviði hagræðingar innan skipulagsramma skrifstofukerfis, og vinnusálfræði er ennþá ekki komin á kennsluskrá Háskóla íslands! Á sama tíma og veiðimannaþjóðfélag þarf ekki að endurtaka öll þrep 200 ára iðnþróun- arsögu Vesturlanda, til þess að komast í jafna stöðu á ákveðnum framleiðslugeira, þá er gott til þess að hugsa, að við íslendingar munum geta stokkið yfir ýmis þrep á þróun- arbraut stjórnsýslu og skipulagsmála. Á því er enginn vafi, að hraðar framfarir á þessu sviði eru forsendur virkrar efnahags- og félagsþróunar. Skipulagsþróun Það skipulagsstig, sem við íslendingar ættum nú strax að keppa að, mætti nefna hópstýrð stjórnun. (Það liggur í augum uppi að þróun skipulags af þessu tagi tekur mörg ár.) 1. stig Upplýsingar eru undirstaða ákvarðana- töku, og upplýsinga- og boðakerfi fyrirtækis- ins er undirstaða stjórnunar. Fyrsta skrefið í skipulagsþróuninni er að efla upplýsinga- skipti og gagnkvæman skilning milli sam- starfsfólks. Á þessu sviði eru meiri erfið- leikar en virðist við fyrstu sýn. Mismunur á stöðu, menntun, skapgerð; tilfinningalegar hömlur og stirðlegar félagsvenjur, allt þetta takmarkar mjög mikið upplýsingaskiptin. Til að ráða bót á því taka yfirmenn og sam- starfsmenn þeirra þátt í svokallaðri næmis- þjálfun, en það eru námskeið með sérfræð- ingum í hópsálfræði; þar víkka þátttakend- urnir skynjun sína á mannlegum samskipt- um, um leið og skilningur þeirra á hóp- aflinu og víxlverkunum innan hópa eykst. Á táknmynd I. sjáum við teikningu af hefðbundnum valdastiga fyrirtækis eða deild í stærra fyrirtæki. Þetta fyrsta stig ætti að taka Vá til 1 ár og ná til a. m. k. þriggja efstu þrepa valdastigans (x, y og z). 2. stig Annað þrep skipulagsþróunarinnar er það, að samstarfshópar fyrirtækisins endurmeta og magna upp sitt eigið innra samstarf. Hér er brennipunktur skipulagsþróunarinnar kominn í beint samband við rekstrarhópa fyrirtækisins, og hið daglega samstarf kemst á nýjan grundvöll. Hópfundir verða að reglulegum þætti starfsins. Hver stjórnandi tekur þátt í a. m. k. tveimur hópum, einum með yfirboðurum, öðrum með undirmönn- um. Þannig starfa þeir sem tengiliðir milli valdaþrepa fyrirtækisins. (4) 3. stig Þriðja þrepið beinist svo að því að efla samstarf hinna ýmsu starfshópa og koma á líflegum láréttum upplýsingaskiptum. Oft- ast er efnt til sameiginlegra funda tveggja starfshópa í senn (deilda), en ýmsir marg- brotnari og sérhæfðari fundir eru skipulagð- ir af þróunarsérfræðingum. Uppúr þessu stigi fer fyrirtækið að starfa sem ein orku- mikil heild með líflegu upplýsingastreymi og virkri þátttöku starfsfólks á öllum stigum. í þessu skipulagskerfi beinist allt að því að auka þátttöku starfsfólks í stjórnun og rekstri, og sköpunarmáttur og áhugi þess leysist úr læðingi. Lokaorð Atvinnulýðræði og lýðræði á vinnustað eru hugtök, sem ryðja sér æ meir til rúms meðal launþega á Norðurlöndum. Með því að ganga út frá hagfræðilegum vaxtarkröf- um nútíma tækniiðnaðar hafa Bandaríkja- menn þróað upp skipulagsform, sem getur verið rótlýðræðislegt að eðli um leið og það skilar beztri nýtni. Því er þannig farið um skipulagstækni eins og aðra tækni, að það má bæði nota hana til góðs og ills. Út frá sjónarmiðum mannúðar og heildarhyggju eru heillandi lokaorð Douglas McGregors í bók hans „The Human Side of Enterprise" (5). Hann segir: ,,Ef við náum að virkja til fullnustu sam- vinnumöguleika iðnverkafólks, þá höfum við fundið fordæmi fyrir ríkisstjórnir og þjóðir til þess að fara eftir.“ Heimildir: 1. Daniel Bell, Det Efterindustrielle Sam- fund, Futuriblerne, 1, 69/70. Útg. Selskab- et for Fremtidsforskning, 8200 Aarhus. 2. Lars Ingelstam, Planering för Framtid, Futuriblerne, 3—í 69/70. 3. William G. Scott, Organization Theory; An Overview and an Appraisal, Journal of the Academy of Management, 1961, 4, 7—27. 4. Rensis Likert, An Overview of New Pat- terns of Management í bókinni Current Perspectives in Social Psychology, Ed. E. P. Hollander and R. G. Hunt, Oxford Univ. Press 1967. 5. Douglas McGregor, The Human Side oj Enterprise, McGraw Hill Book Company 1960. L_íJ l 1 [ jl *» 1 L 1 L n 5 ^ h f li "Ll L II 1 1 n ^ t~ rrVi iJ~u n 1 ! lí •• S •* S K *i *» •»•»•»*« S S s •« •» •• s' ’«*»*• •, »i «, S ■■ *» N % 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.