Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 54
lagi menn, sem eru í allt annarri aðstöðu: Fulltrúar hagsmuna- eða þrýstihópa í þjóð- félaginu — jafnvel úr klíkum innan þessara hópa —. Með þá að bakhjarli leitast þeir við að hafa áhrif á mannaskipan, stefnumál og ákvarðanir flokkanna (sbr. það, að launþegi, „kona“ eða fulltrúi verzlunarstéttar skipi öruggt sæti á framboðslista, að flokkur létti skattbyrði launþega eða hlutafélaga, gæti hagsmuna neytenda o. s. frv.). Slíkir flokks- hópar þurfa engan veginn ávallt að sýna forystu flokksins þá hollustu sem lýst var. Þeir einir geta því myndað eitthvert mót- vægi við áhrif þingflokks og fámennisstjórn- ar. 6° „Venjulegur borgari“ eða „óbreyttur flokksmaður“ getur nánast engin áhrif haft, hversu mikið sem hann kann að starfa í flokknum. Hann hlýtur að troðast undir annars vegar milli fámennisstjórnar (og þingflokks) — hinna eiginlegu valdhafa í flokknum — og hins vegar hagsmuna- eða þrýstihópanna. Eina von hans um áhrif er, þegar slíkur ágreiningur verður innan valda- stofnana flokksins eða milli valdastofnana og þrýstihópa, að honum sé skotið til fjöldasamkomu — og þó því aðeins, að hann eigi þar setu. Ber að hafa í huga, að það er einungis lítill hluti flokksmanna. Þær breyt- ingar, sem gerðar hafa verið á skipulagi sumra flokkanna og miða óneitanlega nokk- uð í þá átt að dreifa valdi, eru þó svo litlar, að ekki munar neinu, svo að enn verði séð. 7° Framangreindir virkir flokksmenn vilja alla jafna fá umbun erfiðis síns. Sumir leggja áherzlu á frama, aðrir á fyrirgreiðslu. Af því sprettur viðleitni flokkanna til að seilast sem víðast til áhrifa í valdastofnun- um þjóðfélagsins — eða með öðrum orðum það, sem kallað er flokksræði. En eru þá nokkrar líkur á, að þessu verði breytt? Flestar mikilsvarðandi ákvarðanir, er lúta að stjórn nútíma þjóðfélags, eru flóknar og krefjast oft og tíðum margháttaðrar sér- þekkingar. Jafnvel þeim, sem sitja í valda- stofnunum þjóðfélagsins, getur reynzt það fullerfitt, svo sem mörg dæmi sanna. Full- komið álitamál virðist vera, hvort lýðræði í hinum hefðbundna og viðtekna skilningi eigi sér nokkra lífsvon við úrlausn slíkra við- fangsefna. Hlýtur ekki að taka við fámennis- stjórn, sem hefur vit fyrir fjöldanum? Ef sú er niðurstaðan, virðist hin hefðbundna skoðun á lýðræði naumast eiga sér viðreisn- ar von á þessum vettvangi. En fortakslaust verður þetta ekki fullyrt. Ætla verður að almenningur, „hinn almenni borgari“ sé í flestum tilvikum þess umkom- inn að ákveða, hverjum hann vill fela forsjá sína. Álitaefnið er því, hvernig unnt sé að auka áhrif hans á val manna til forystu. Eins og fyrr er nánar lýst eru allir stjórn- málaflokkar á íslandi stigskiptir, þannig að óbreyttir flokksmenn eiga þess einungis kost að hafa mjög óbein áhrif á það, hverjir hafi með höndum forystu flokksins. Frá þessu grundvallarskipulagi hefur ekki verið horfið í neinum flokkum, ekki einu sinni í nýju flokkunum tveimur, Alþýðubandalaginu og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Líklegasta leiðin til að auka áhrif óbreyttra flokksmanna er sú að taka upp sem beinastar kosningar, þannig að óbreytt- Sigurður A„ Magnússon: HRÆSNI EÐA SKAMMSÝNI? Taka íslenzka sendiráðsins í Stokkhólmi 20. apríl var meðal athyglisverðustu við- burða yfirstandandi árs, ekki vegna þess að athöfnin bæri neina sérstaka merkingu í sjálfri sér, heldur vegna hins að hún var táknræn mótmælaaðgerð gegn rotnu og maðksmognu stjórnkerfi og varð undanfari ýmissa markverðra atburða. Einn þeirra var þráseta skólafólks í menntamálaráðuneytinu 24. apríl, sem lauk með aðför og ofbeldi lögreglunnar, en í kjölfar hennar komu yfirheyrslur yfir reykvísku námsfólki í Saka- dómi Reykjavíkur ásamt allskyns meira og minna duldum ógnunum, að ógleymdum tilheyrandi lygum og fáránlegu handapati lögreglunnar, sem lét kalla til yfirheyrslu ungmenni, er hvergi voru nærstödd hinn „ógnvænlega atburð“. Er það ekki í fyrsta skipti sem verðir laga og réttar í þjóðfélagi kunningsskapar og ættartengsla gera sig að viðundrum á opinberum vettvangi. Atburðirnir í Stokkhólmi og menntamála- ráðuneytinu höfðu þó miklu merkilegri af- leiðingar en hótanir stjórnvalda og handapat lögreglu. Þeir vöktu í fyrsta lagi landslýð til vitundar um kjör og kröfur íslenzkra námsmanna erlendis, eftir að hérlendir valdhafar höfðu árum saman daufheyrzt við áköllum þeirra og áminningum, og varð það til þess, að loks var ráðin viðunanleg bót á lánakjörum námsmanna erlendis. í annan stað — og kannski er það veigamest — vöktu atburðirnir íslenzkt námsfólk erlendis til fullrar vitundar um samtakamátt sinn og þegnskaparskyldu. Afleiðingin varð meðal annars sú, að víðsvegar um Evrópu hafa íslenzkir námsmannahópar tekið að koma saman reglulega og ræða í fullri alvöru og hreinskilni um íslenzkt þjóðfélagsástand og stöðu íslands í heimi samtímans. Þessir kjarnar hugsandi og vakandi ungra fslend- inga í ýmsum borgum Evrópu eru sannar- lega einn gleðilegasti ávöxtur sendiráðstök- unnar margumtöluðu. Einsog vænta mátti hljóp íslenzka lág- kúran upp til handa og fóta, þegar fregnin um „byltinguna í Stokkhólmi" barst til landsins, og mátti meðal annars sjá þess ömurleg dæmi á síðum Morgunblaðsins, þar sem ýmsir bögubósar voru kvaddir til að um flokksmönnum öllum gefist kostur á að kjósa flokksformann og aðra forystumenn flokksins beint. Þegar þess er gætt, hversu takmarkaðra kosta völ venjulegir borgarar eiga um stefnumótun og töku ákvarðana, er ekki óeðlilegt að réttur þeirra sé rýmkaður til að ráða því, hverjum þeir fela úrlausn málefna sinna. ♦ Koma með yfirlýsingar einsog þessar: „Hrein óvirðing sem þeir hafa sýnt íslandi", „Stúd- entana 11 á hiklaust að fangelsa", „Til stór- skammar", „Skömm og álitshnekkir", „Óskiljanleg ósvífni“, „Óviðurkvæmilegt framferði“, „Það ætti að hegna því fólki sem ræðst að íslandi“. Fyrsta og síðasta yfirlýsingin eru kannski gleggstu dæmin um þann sovétisma, sem Morgunblaðinu og öðr- um málgögnum íslenzka valdakerfisins hef- ur tekizt að innræta landslýðnum. Það eru semsé nákvæmlega samskonar viðbrögð sem koma fram hjá almennum sovézkum borgur- um, þegar þeir eru spurðir álits á þeim samlöndum sínum, sem leyfa sér að gagn- rýna Sovétríkin á erlendum vettvangi eða láta birta eftir sig ritverk erlendis, sem hafa að geyma slíka gagnrýni. Mótmæli gegn ríkjandi valdhöfum og valdakerfi jafngilda árás á fósturjörðina í augum þessara sovézk- íslenzku borgara, og verður ekki annað sagt en gamall draumur Jóhannesar úr Kötlum um „Sovét-ísland“ hafi rætzt með talsvert öðrum hætti en hann óraði fyrir! Og Morg- unblaðið gerði enn betur, því í inngangi viðtalanna segir orðrétt: „Þess má geta að fjölmargir, sem spurðir voru, neituðu að svara á þeim forsendum, að þeir treystu sér ekki til þess að gæta tungu sinnar um þessa viðburði — slík var reiði þeirra í garð ll-menninganna.“ Einsog þetta væri ekki nægilegt til að draga upp eftirminnilega mynd af andlegu ástandi fjölmargra íslendinga, gerðist sjálf- ur menntamálaráðherra til að hnykkja á fordæmingunni í ræðu sem hann hélt á fræðslu- og kynningarmóti Skólastjórafélags íslands 19. júní. Þar vék hann meðal annars að þeirri „hreyfingu, sem náð hefur mestu fylgi meðal háskólastúdenta í mörgum lönd- um, bæði austan hafs og vestan, að kynna skoðanir sínar og reyna að koma þeim fram með kröfugöngum og upphlaupum, oft og tíðum í andstöðu við lög og reglur." Um þessa „hreyfingu" sagði hann ennfremur: „Út af fyrir sig er ekkert við það að athuga, að ungt fólk, eins og aðrir, gagnrýni þjóðfélagið, bæði heima og annars staðar. Og enginn þarf að vera hissa á því, að sú gagnrýni sé háværari og ef til vill ósann- gjarnari en hinna, sem eldri eru. í því er ekkert nýtt. Hið nýja í sambandi við allt þetta er, að gagnrýnin er nú oft borin fram með þeim hætti og í þess konar andstöðu við reglur lýðræðis- og réttarþjóðfélags, að það virðist víða um lönd vera að hafa tvenns konar afleiðingar. Annars vegar er fullorðið fólk yfirleitt í vaxandi mæli hvarvetna farið að fyrtast yfir ólátum, sem það telur ganga úr hófi fram. Hins vegar er farið að gæta virkrar and- stöðu gegn þessari hreyfingu, andstöðu, sem vill mæta henni með sömu aðferðum og hún beitir sjálf. Mér finnst hvort tveggja mjög varhugavert. Ég skil þá auðvitað, sem fyrtast yfir lögbrotum og ólátum. En allt þetta má ekki verða til þess, að djúp skapist milli kynslóðanna.“ Undir þessar síðustu frómu óskir geta væntanlega allir velviljaðir menn tekið, en ráðherranum láðist að geta þess, hverjar væru hinar raunverulegu orsakir „lögbrot- anna og ólátanna", sem hann nefnir svo, og eins hefði verið fróðlegt að fá skoðun hans á því, hvort til dæmis meðferðin á íslenzk- 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.