Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 13
Geirharður Þorsteinsson Björn Ólafs Garðar Halldórsson Jón Haraldsson Einar Þorsteinn Ásgeirsson eða ómeðvitað getur listamaður- inn — arkitektinn — leyst úr læð- ingi og undirstrikað á þann hátt, að einkenni staðarins komi skýrt fram og áhugamaðurinn geti séð það fyrir sér sem óaðskiljanlega og fagra heild. Menn verða að gæta fyllstu varúðar gagnvart þeim vanda, sem blasir við, um leið og við gefum mönnum með einhliða og ófullnægjandi menntun rétt til að mynda þann ramma sem okkur er ætlað að búa í. Afleiðingar af slíku blasa við alltof víða. Sjáið hvernig heildin er víðsvegar rof- in, sjáið öll húsin, sem umkringja okkur, hversu ljót þau eru mörg, hve illa skipulögð og léleg í lögun. Þau þrengja sér inn á okk- ur, láta okkur ekki í friði og auka á vanlíðan okkar. Ekki verður komizt hjá að minnast á, hversu æskilegt það væri að margir afkastamiklir húsateiknarar (formsmiðir), t. d. Húsnæðismálastjórn ríkisins, vönduðu betur vöru sína, hvað snertir útlit, lögun og gerð þeirra húsa sem þeir hafa á boðstólum. Margir eiga ekki annarra kosta völ en kaupa hús hjá Húsnæðis- málastjórn, og væri henni því í lófa lagið að vera með í barátt- unni fyrir fegurra umhverfi. Arkitektinn hagnýtir tækni- lega, vísindalega, fræðilega og mannúðlega skipulagningu í þágu hins hversdagslega raunveruleika, þar sem umhverfi, byggingar og samgönguæðar mynda þaulhugs- aða, haglega skipulagða heild, og einstaklingurinn getur notið sín og umhverfisins á mannsæmandi Gamalt ítalskt sveitaþorp sem virðist lúta sömu lögmálum byggingarlistar og gamli íslenzlci sveitabcerinn á neðri myndinni. hátt. Nú hefur greinarhöfundur sennilega tekið fullmikið upp í sig, því það sem nú var sagt er ekki í samræmi við raunverulegt ástand. Jafnvel svo mikilvægur hlutur sem uppbygging sam- göngukerfisins er hér á landi nær eingöngu í höndum einhliða tækniþjónustu, en slíkt er auð- vitað þjóðfélaginu til ógagns. Vegur, brú, höfn, flugvöllur, lög- un stíflu og staðsetning eru í jafnríkum mæli og húsin eða húsasamstæðan hluti af heildinni og gefa þar af leiðandi tilefni til fagurfræðilegs mats. í stuttu máli, við höfum ekki leyfi til að ata út landið með Ijótum og illa staðsettum hlutum, hvort heldur er um að ræða hús, brýr, orku- ver, rafmagnslínur o. s. frv. Við verðum að njóta liðsinnis sér- fróðra manna, sem gefa hinni fagurfræðilegu hlið málanna gaum. Niðurstaða Samkvæmt því sem hér hefur verið gert að umtalsefni og vegna mikilvægis þessa fyrir land og þjóð, má öllum sem þessi mál varða vera ljóst, að eigi næstu kynslóðir að geta lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi í mannúð- legu umhverfi gerðu af manna- höndum hér á íslandi, verða þeir sem ábyrgðina hafa að taka hönd- um saman og einbeita hæfileik- um sínum og kunnáttu í heiðar- legri samvinnu, án persónulegrar togstreitu, í gagnkvæmri virð- ingu og trausti. Knud Jeppesen. Húsaþyrping á nesi, þar sem samrœmi er milli umhverfis og byggðar, svo úr verður ein heild. Landslag séð gegnum trönur, sem skipta því í reiti og mynda ný „rými“. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.