Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 18
Gestur Ólafsson: Landið og byggðin fræðingar bætast í starfshópinn eða taka við af hinum fyrri, t. d. félagsfræðingar, sálfræðingar, hagfræðingar, stjórnmálamenn o. s. frv. Þetta er mjög umfangs- mikið starfssvið, þar sem arki- tektinn verður að umskapa og forma umhverfi okkar og kom- andi kynslóða. Hann verður að stjórna og taknarka hreyfisvið oki:ar cg ákvarða eða hafa áhrif á iifnaðarhætti okkar almennt. Mikilvægi og ábyrgð sú er fylgir þessu starfi er víst augljós, ekki sízt er við hugsum um þætti er við heyrum daglega, svo sem um- ferðarvandamál, mengun, eyði- legging gamalla verðmæta o. s. frv., eða þar sem skipulagsstarfið spannar víðast varðandi líf okkar og notkun á landsins gæðum. Við heyrum rætt um rányrkju, um takmörkun á nýtingu landsins gæða, um tækniþróun og um tækniframfarir, sem e. t. v. eigi eftir að eyðileggja land okkar eða líf. Þeim mun hraðar sem okkur fjölgar og við aukum mannvirkja- gerð, þeim mun meiri nauðsyn skipulagningar. Skipulags sem taki tillit til þarfa mannsins, and- legra og líkamlegra, og hafi manninn ávallt að miðpunkti allra ákvarðana. Ekki er ástæða til að ræða hér nánar um skipulagsstarfið, því aðrir munu gera það miklu gaum- gæfilegar í blaðinu. Arkitektinn á íslandi Hver er þá staða arkitektsins á íslandi? Eins og fram kom í upphafi þessa máls, er stéttin ung og á sér litla hefð í þjóðlífi okk- ar. Skilningur á nauðsyn og starfssviði arkitektsins hefir ver- ið lítill, en þó vaxið verulega síð- ustu árin. Þó er það svo, að bar- áttu kostaði að knýja það fram, að arkitektamennt þyrfti til að veita forstöðu teiknistofu land- búnaðarins, nú þegar sú staða losnaði. Og skipuð er í dag nefnd til að fjalla um friðun húsa án þess að nokkur stafur standi þar um að arkitekt skuli sitja í henni! Undantekning er ef bæjarfélög hafa ráðið sér arkitekt til skipu- lagsvinnu eða annarra ráðgjafar- starfa. Hér hefir Reykjavík þó gengið á undan með góðu for- dæmi og er að koma góðu formi á þessi mál. Nú hafa nokkur bæjarfélög fylgt á eftir, svo sem Sauðárkrókur, Selfoss, Hvera- gerði og Kópavogur. Af því, sem hér er áður getið og öðrum greinum hér í blaðinu, ætti öllum að vera orðin ljós nauðsyn skipulagsvinnunnar, að hún sé unnin af sérfræðingum í starfshóp, og hversu nauðsynleg er víðfeðm þekking og yfirsýn þeim er stjórnar slíkri vinnu, ekki sízt þekking á manninum sjálfum, eðli hans og þörfum. Við eigum stórt og stórbrotið land, fagurt land og nakið. Nekt þess og stórbrotnu línur krefjast þess, að aðgát sé höfð við alla mannvirkjagerð. Þetta hljómar sem öfugmæli fyrir mörgum, fyrst í stað, því mörgum hættir til að hugsa sem svo, að við getum einmitt byggt gróft, hátt og stórt vegna okkar stórbrotnu náttúru. Og menn taka sem andstæðu Dan- mörku, flata og fíngerða; þar verði auðvitað að fara varlega og hugsa um form og liti. En er þessu svo farið? Danmörk og flest önnur lönd eru gróðursælli en ísland og vaxin háum trjám og skógum. Útsýni og yfirsýn er lítil, mannvirki hverfa í náttúr- una. Hvsrfi ólánlegra húsa geta virzt heilsteypt og aðlaðandi, vegna gróðursins. Land okkar er nakið og við- kvæmt. Allt sem hróflað er við er áberandi. Lítið smáhýsi inni í óbyggðum getur verið sem graftarbóla á fögru andliti, ef ekki er tekið tillit til forma lands- ins og lita. Tækniþróunin er ör, og mikil mannvirki rísa á landi okkar nú og í náinni framtíð. Við getum eyðilagt land okkar og náttúru þess á örskömmum tíma, ef aðgát er ekki höfð. Sjónmennt er nær engin kennd í skólum landsins, og má ekki lengur við það una. Þroska þarf, þjálfa og aga sjónskynið eins og alla aðra hæfileika, sem mannin- um er gefið að geta þroskað og notað sér til blessunar og ánægju, ef rétt er á haldið. Hér er eitt verksvið enn fyrir arkitektinn, en ónotað, og þannig má áfram telja. Auðvitað eru það arkitektarnir sjálfir, sem verða að skapa sér grundvöll, taka á og beita sér í þjóðfélaginu. Það verð- ur aðeins gert á einn hátt, arki- tektinn verður að sýna í verki, að hann hafi menntun og vegarnesti til að geta leyst þau verkefni, sem hann á og vill fást við. Verk- in verða að tala og tjá nauðsyn þekkingar hans, og þjálfunar. Umhverfi það, sem við ölumst upp í, lifum í, störfum í, hefir mikil áhrif á alla okkar líðan, andlega og þar með líkamlega. Þetta umhverfi er hús okkar og híbýli; borg, þorp og hverfi; garðar og græn svæði; heimkynni okkar. Við látum klippa hár okk- ar hjá rakara, en gera við tenn- ur hjá tannlækni. Rakarinn og tannlæknirinn eru sérmenntaðir, og okkur dettur ekki í hug að fara annað með koll eða kjaft, enda starfssvið þeirra lögverndað. Hvað með híbýli okkar, bæi og borgir; heimkynni okkar? Þarf ísland er um 103.000 km2 að flatarmáli, og þar búa nú að með- altali 2 íbúar á hvern km2. Yfir- borð landsins skiptist þannig: gróið land 23.805 km2, vötn 2.757 km2, jöklar 11.922 km2, og auðnir 64.538 km2 eða um 64% af yfir- borði landsins. Af grónu landi eru tún 800—900 km2, skógar 20 km2, kornakrar 4—6 km2, garðlönd 10 km2 og gróðurhús 0,1 km2. Um 1000 km2 eru þaktir lágum kjarr- gróðri, og er annað gróið land því um 22.000 km2. Þetta er sá arfur, sem forsjónin hefur fengið okkur til ábúðar og meðferðar. í heild breytist stærð hans lítið, en yfirborð landsins er háð stöðugum breytingum, bæði af völdum manna, dýra og náttúruafla. Frá landnámsöld höfum við af ráðnum hug eða með aðgerðaleysi gerbreytt heild- arumhverfi landsins, þannig að nú myndi það vera nær óþekkj- anlegt í augum landnema 9. aldarinnar. Á síðastliðnum 200 árum, og þó sérstaklega á þessari öld, hef- ur átt sér stað gerbylting á flest- um sviðum efnahags- og félags- lífs á íslandi. Sem dæmi má nefna, að ef mannfjöldaþróun ár- anna 1703 til 1785 hefði haldið áfram til þessa dags, byggju nú rösklega 10.000 íslendingar á landinu öllu. Frá síðustu aldamót- um hefur fólki einnig farið hlut- fallslega stöðugt fækkandi í sveit- um, þannig að heil byggðarlög hafa lagzt í eyði. Jafnframt þessu hefur fólki á þéttbýlissvæðum fjölgað stöðugt, þannig að þar búa nú meira en 85% þjóðarinn- ar. Með opinberri og hálfopinberri fjárfestingu, staðsetningu skóla- mannvirkja, félagsheimila, stefnu í lánamálum, ýmsum tegundum af skipulagi og fleiri aðgerðum höfum við haft mikil áhrif á þá þróun, sem ella hefði átt sér stað. En höfum við nema að litlu leyti öðlazt yfirsýn yfir eðli þeirra afla enga sérlega menntun og þjálfun til að skapa þau, móta og forma? Látum hvern og einn þroskast og starfa þar sem hæfileikar hans, kunnátta, menntun og þekk- ing fá notið sín bezt, og við mun- um eiga áfram gott land, hreint land, fagurt land. Þorvaldur S. Þorvaldsson og vandamála, sem við er að fást, þannig að samhæfð uppbygging geti átt sér stað? Og höfum við skilgreint hvernig heildarum- hverfi við viljum byggja á ís- landi, hve dreift og hvers vegna? Skipulagsákvarðanir hafa í heild mjög afdrifaríkar félagsleg- ar og hagfræðilegar afleiðingar, bæði fyrir hverja þjóð, einstök sveitarfélög og alla landsmenn. Ef við viljum, getum við bætt umhverfi okkar og lífsskilyrði til muna með betra skipulagi. Til þess að svo megi verða, er samt algert frumskilyrði, að við leit- umst við að þekkja til hlítar þau vandamál, sem við erum að fást við að leysa, og innbyrðis tengsl þeirra, og að við leitumst við að gera okkur sem bezta grein fyrir afleiðingum af þeim ákvörðunum sem við tökum. Gott skipulag er lítils virði, ef skilningur og sam- vinna almennings er ekki fyrir hendi eða vilji viðkomandi sveit- arstjórnar til að framkvæma skipulagið og endurskoða það stöðugt. Afleiðing af skökkum ákvörðunum við gerð skipulags eða framkvæmd þess getur hins vegar kostað viðkomandi sveitar- stjórn tugi og jafnvel hundruð milljóna, en vanalega kemur þessi kostnaðarmunur ekki beint fram, nema við athugun mismunandi þróunarmöguleika. Sem þjóð höfum við enn yfir tiltölulega lítilli þekkingu að ráða á þeim vandamálum, sem við er að fást í skipulagi. Þótt margar ráðstefnur séu haldnar árlega um húsnæðismál, og hvernig lækka megi húsnæðis- kostnað, er hverfandi litlu fjár- magni varið til nauðsynlegustu skipulagsrannsókna og dreifingar á niðurstöðum þeirra, þótt t. d. hafi komið í ljós við athugun um 300% mismunur á kostnaði við að taka sambærilegar íbúðarhúsa- lóðir á höfuðborgarsvæðinu í notkun. Þótt kostnaður einn sam- an sé að vísu ekki hæfur mæli- kvarði á gildi umhverfis, geta nauðsynlegar undirbúnings- og samanburðarathuganir komið í veg fyrir óþarfan kostnað og veitt nauðsynlega aðstoð við stefnu- mörkun. Mikill hluti umræðu um skipu- lagsmál hér á landi hefur að und- anförnu verið það torskilinn og margslunginn líffræðilegum sam- líkingum, að oft hefur verið óger- legt með öllu að skilja, við hvað er átt, enda hefur almenningur 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.