Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 60

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 60
HAUSTMATUR „Mig dreymir blómurspotta á næturnar. Mér þyk- ir ég vera að stífa iður úr hnefa, þau eru glóð- heit upp úr soðinu og lekur úr þeim mörinn, stundum lifrarpylsa, stundum blómur. Jesús minn hjálpi mér.“ HEIMILISty 5 h - 3 Hallgrímsdóttir C___ Guðrún SniWIHH Þannig dreymir Rósu í Sumarhúsum um hásumar. Til- hugsunin um nýtt slátur veldur mönnum vart lengur slíkum draumórum og hugarvíli. Með hjálp nútíma geymsluaðferða er ,,nýtt“ kjöt á borðum allt árið, jafnvel blóðmörspottar krauma allan ársins hring. En þrátt fyrir það: sláturtíð vekur enn tilhlökkun í hugum manna. Sú gamla hefð að taka slátur að hausti og búa sig þannig undir langan vetur, hefur haldizt með þjóðinni, enda þótt mataræði og geymslu- aðferðir hafi breytzt. Og er það vel, fátt jafnast á við haust- matinn að hollustu og gæðum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um sláturgerð, í mat- reiðslubókum má finna ótal uppskriftir, — og svo hefur hver og einn sfna eigin aðferð. Er þess vegna óþarfi að rekja slíkt hér, en ef til vill væri fróðlegt að kynnast hrá- efninu örlítið nánar, samsetningu þess, vinnslu og geymslu- þoli. Samkvæmt reglugerð um slátrun, mat og meðferð slát- urafurða frá 9. ágúst 1968, skal dilkaslátur til neytenda vera sem hér segir: „% I blóð án umbúða, haus, hornstífður og vel sviðinn, lifur, hjarta, nýru, vömb, keppur, vinstur, ristill eða mör af ristli, hálsæðar, þind og 1 kg mör.“ Ristillinn fylgir sjaldan eða aldrei núorðið, þar sem hann skemmist mjög fljótt, og er notkun hans alveg að hverfa. Dilkaslátur er frá næringarfræðilegu sjónarmiði heilt forðabúr lífsnauðsynlegra næringarefna. Blóð er jafnvel enn ríkara að eggjahvítuefnum en kjöt og stendur samsetning þeirra kjöteggjahvítu sízt að baki. Auk þess inniheldur blóðið steinefnin járn, kalsíum og fosfór í ríkum mæli. Lifrin hefur oft með réttu verið nefnd fjörefnageymsla líkamans. Eiginlega er með öllu óskiIjanlegt, hversvegna hún hefur ekki hlotið verðugan sess í mataræði íslendinga, utan sláturtíðar. Sé lifur borin saman við magurt beinlaust kjöt, er hún bæði ódýrari og margfalt næringarríkari. Lifur er hægt að matreiða á margan hátt, og ætti síður en svo að sjást sjaldnar á borðum en t. d. lærissteik. Kjöt er fremur snautt að vítamínum, en ein lifrarmáltíð inniheldur mun meira en dagsþörf fullorðinna af B-vítamín- unum Riboflavin (B2), Niacin, Panthothensýru, Adermin (Bc), Biotini, og Folinsýru. Auk þess nokkuð af thiamíni (Bi) og öðrum B-vítamínum. Þann daginn sem sól skín í heiði og lifur er á boðstólum, er óþarfi að taka lýsi. Lifrin sér full- komlega fyrir A-vítamínþörfinni og sólin annast D-vítamínið. í lifur er einnig nokkuð af C-vítamíni, en hætt er við, að það eyðist við langa geymslu. Nýru eru einnig mjög vítamínrík og lifur og nýru innihalda tvisvar til þrisvar sinnum meira járn en kjöt, auk þess sem líkaminn á erfitt með að nýta járn í kjöti. 60—90% af járni í lifur og nýrum nýtist við meltingu, en aðeins 10—30% af járni í kjöti. Af öðrum steinefnum ber sérstaklega að geta kalsíums og magnesíums. En þar sem blóð og innyfli eru svona næringarrík, sem raun ber vitni, eru þau um leið sérlega gott æti fyrir gerla og sýkla, sem einnig þurfa á vítamínum og steinefnum að halda. Eins og blóð er hirt hér á landi, er engin leið að koma í veg fyrir einhverja gerlamengun frá sláturdýri og umhverfi. Það ríður því á að útiloka að gerlar þessir nái að fjölga sér. Það er alkunna, að mjög dregur úr vexti flestra gerla við kulda. Þessvegna er blóðið snöggkælt strax í sláturhúsinu og verður það að geymast kælt, þar til það er notað. Rík ástæða er til að brýna fyrir fólki að gæta ítrasta hreinlætis við meðferð blóðs. ílát undir blóð þurfa að vera hrein, helzt úr plasti eða áli, aldrei má nota zinkhúðuð (galvaniseruð) eða ryðguð ílát. Blóð, sem ekki er notað strax og það er 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.