Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 48
CEfcQl ERLEND VÍÐSJÁ Magnús T. Ólafsson: Israel, arabar og stórveldin Rykskýið mikla, sem sex daga styrjöld ísraels við arabaríkin þyrlaði upp í júní 1967, hefur verið lengi að eyðast. Nú fyrst, rúmum þrem árum síðar, hefur greiðzt svo til í lofti að áhorfendur jafnt og þátttak- endur mega greina helztu kennileiti á víg- vellinum. í>á kemur á daginn, að þar er margt öðruvísi umhorfs en ætlað var fyrst eftir að vopnaviðskiptum lauk. Frægur sigur ísraelsmanna á öllum víg- stöðvum og stórfelldir landvinningar þeirra á kostnað Egypta, Jórdana og Sýrlendinga kom mörgum til að halda, að nú ætti ísraelsstjórn skammt að því marki sem hún hafði sett sér fyrir löngu, að knýja araba- ríkin, eða að minnsta kosti þau sem að ísrael liggja, til að taka þeim friðarkostum sem henni þóknaðist að bjóða. Víst höfðu arabaríkin þrjú, sem barizt höfðu við ísrael, goldið mikið afhroð. Egyptaland hafði misst Sínaískaga og mest- allan flugher sinn. Súezskurður, ein helzta gjaldeyristekjulind Egypta, var lokaður og austurbakkinn á valdi ísraelshers. Jórdan hafði látið allt land vestan Jórdansár, frjó- samasta og þéttbýlasta hluta ríkisins. Þar á ofan bættust í flóttamannabúðir Palestínu- araba á austurbakka árinnar 200.000 nýir flóttamenn af vesturbakkanum, og var þó að minnsta kosti hálf milljón fyrir. Sýrland tapaði Golanhæðum með öllum helztu landa- mæravirkjum sínum gegnt ísrael, svo höf- uðborgin Damaskus var í hættu, hvenær sem ísraelsmenn hugðu sér til frekara hreyfings. Úr því svona var komið, þurfti engan að furða á, að þeir náðu algerri yfirhönd í ísraelsstjórn, sem héldu því fram að nú væri um að gera að slaka hvergi á, halda sérhverjum skika hernumins lands, þangað til stjórnir arabaríkjanna sæju að sér, við- urkenndu stórkostlega hernaðaryfirburði ísraels og gengju til samninga upp á þau býti sem ísraelsmönnum þóknaðist að bjóða. Forðazt var að tiltaka friðarskilmála nánar, því þá hefði komið upp klofningur í samsteypustjórninni, sem mynduð var til að heyja sex daga stríðið. Ástæðulaust er að rekia nákvæmlega mismunandi afstöðu sem ráðherrar í ísraelsstjórn hafa sett fram um framtíð hernumdu svæðanna, en sjá má að í höfuðdráttum er stjórnin þrískipt. Nokkrir ráðherrar, og er Abba Eban utan- ríkisráðherra þeirra fremstur, væru fáan- legir til að láta af hendi næstum allt her- numið land gegn traustri friðargerð, en undanskilja helzt arabíska hluta Jerúsalem, Gazaspilduna og Golanhæðir. Aðrir ráð- herrar, með Moshe Dayan landvarnaráð- herra í broddi fylkingar, vilja alls ekki taka í mál að skila ofannefndum þrem land- vinningum, en bæta þar á ofan vesturbakka Jórdansár, sem fæstir þeirra vilja þó inn- lima í ísrael, heldur tala um að stofna þar „verndarsvæði," þar sem arabískir íbúar færu með stjórn eigin mála en ísraelsmenn kæmu sér upp herstöðvum að vild. Loks eru svo ráðherrar hægriflokksins Gahal hreinræktaðir útþenslusinnar, vilja leggja undir ísrael allt hertekið land og halda land- vinningum áfram eftir því sem tækifæri býðst, aðallega í norður og austur. Hvað sem mismunandi skoðunum á mörk- un landamæra leið, var það samdóma álit ísraelskra valdhafa. að sigurinn í sex daga stríðinu myndi með tímanum nægja til að knýja arabaríkin þrjú, sem fyrir skakka- föllum urðu, til að setjast að samningaborði með ísraelsmönnum milliliðalaust og viður- kenna tilverurétt Ísraelsríkis áður en geng- ið yrði til formlegra samninga. í þessu skyni var mörkuð sú stefna að hefna greypi- lega allra árása á útvarðstöðvar ísraels- manna. Hámarki náðu hefndarárásirnar síð- astliðinn vetur, þegar ísraelskar flugvélar tóku að varpa sprengjum og skjóta eldflaug- um á staði í næsta nágrenni Kairó og meira að segja á úthverfi höfuðborgar Egypta- lands. Þeir sem bezt þykjast vita hafa fyrir satt, að Dayan landvarnaráðherra hafi gert sér vonir um, að þessar árásir yllu svo mik- illi gremju Egypta yfir varnarleysi landsins að Nasser yrði steypt af stóli. En raunin var allt önnur. Með loftárásum ísraels- manna á hjarta Egyptalands hófst atburða- rás. sem nú hefur knúið þá til undanhalds og sett þá í hernaðarlega og pólitíska varn- arstöðu. Mánuðina sem liðnir eru síðan Dayan sendi herflugvélar fsraels vestur yfir þétt- býlið í Nílardal, hefur komið á daginn að þýðingarmesta niðurstaða sex daga stríðsins er ekki sigrar fsraelshers, heldur að þessir sigrar opnuðu dyrnar upp á gátt fyrir sov- ézkum áhrifum í löndunum fyrir Miðjarðar- hafsbotni og veittu Sovétríkjunum valda- aðstöðu á austanverðu Miðiarðarhafi. Árásir sem miðuðu að því að kollvarpa stiórn Egyptalands voru storkun við Sovétríkin. Þegar þau svo svöruðu eins og búast mátti við. varð Bandaríkjastjórn að taka aukið tillit til sinna skjólstæðinga í hópi arabaríkj- anna en skaut sér undan að verða við beiðni fsraelsmanna um aukið hernaðarfulltingi. Þess í stað tóku stórveldin tvö að bera ráð sín saman, um hversu draga mætti úr hættunni á að þeim lenti saman ófyrirsynju, sökum þess að arabar eða ísraelsmenn sæj- ust ekki fyrir í að berja hvorir á öðrum. Þetta er í sem skemmstu máli megin- niðurstaðan af því sem skeð hefur, en atvik urðu miklu flóknari en svo að hér verði rakin til hlítar. Þó má ekki láta hjá líða að drepa á hin helztu. Loftárásir ísraelsmanna höfðu staðið skamma stund, þegar egypzk sendinefnd hélt til Moskvu. Nú er Ijóst orðið, að þar fékk hún fyrirheit um öflugan stuðning sovétmanna við egypzkar loftvarnir. Ekki voru einungis látnar í té loftvarnaeldflaugar af fullkomnasta tagi, bæði gegn háfleygum flugvélum og lágfleygum, heldur komu á vettvang sveitir sovézkra orustuflugvéla, sem sovézkir flugmenn flugu til að bægja ísra- elsku árásarflugvélunum frá Nílardal. Þegar það hafði tekizt, var loftvarnakerfið smátt og smátt fært út austur á bóginn í áttina til Súezskurðar, og eftir mitt sumar var svo komið, að fullkomnustu árásarflugvélar, sem Bandaríkjastjórn hafði látið ísrael í té, voru ekki lengur óhultar, þegar þær héldu yfir skurðinn til að torvelda egypzka hern- um að halda uppi árásum á stöðvar ísraels- manna á austurbakkanum með herhlaupum víkingasveita og stórskotahríð. ísraelsstjórn sneri sér strax til Banda- ríkjastjórnar með beiðni um langtum fleiri flugvélar og betur búnar, þegar séð var að hverju fór, en hlaut dræmar undirtektir. í stað þess að leggja í vopnakapphlaup við Sovétríkin, ákvað Bandaríkjastjóm að bera fram, í samráði við sovétstjórnina, tillögu um vopnahlé til bráðabirgða og ráðstafanir til að koma á sáttaumleitunum milli araba- ríkjanna og ísraels. Þegar vopnahlé er komið á, skal sam- kvæmt tillögunum Svíinn Gunnar Jarring, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, hefja sáttaviðleitni á ný á grundvelli samþykktar Öryggisráðsins frá því seint á árinu 1967. Hún mælir svo fyrir. að öll ríki fyrir Mið- jarðarhafsbotni skuli njóta friðar og ör- uggra landamæra. hernumdu landi skuli skilað aftur og tillit tekið til réttmætra hagsmuna flóttamanna. Skömmu eftir að bandaríska tillagan kom fram. hélt Nasser Egyptalandsforseti til Moskvu. Eftir langa dvöl þar hélt hann heim, og lét síðan verða sitt fyrsta verk að lýsa sambykki við hið bandaríska plagg. Við það komst ísraelsstjóm í bobba, bví hún hafði trevst á að þurfa ekki að taka afstöðu til málsins. þar sem Nasser hlyti að hafna frumkvæði Bandaríkjanna. Eftir lang- ar deilur ráðherranna og viðleitni Goldu Meir forsætisráðherra að hindra að stjórnin klofnaði. var ákveðið að lýsa yfir sambykkt við bandarísku tillöguna, þó þannig að ein- stakir ráðherrar hefðu óbundnar hendur um afstöðu til einstakra atriða. f öllu bessu þjarki í höfuðborgum hlutað- eigandi ríkia og aðalstöðvum SÞ. hefur komið skýrar í ljós en áður, hvernig mál standa nú í raun og veru í löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni, bæði af hálfu ríkjanna sem í hlut eiga og stórveldanna sem þau styðjast við. Sjálfheldan sem ríkt hefur undanfarin þrjú ár í skiptum ísraels og arabaríkianna, stafar einkum af bví að ísraelsmönnum gengur að vonum illa að sætta sig við, að 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.