Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 25
lagslegan samruna svæðanna. All- ir sjá, að þá þarf minni áherzlu að leggja á umferðaræðar, ef verzlunarmaðurinn býr í nám- unda verzlunarhverfis og iðnaðar- maðurinn í eða við iðnaðarhverfi, heldur en ef þessir aðilar búa í hreinum íbúðarhverfum, úthverf- um, og þurfa um margra kíló- metra leið að fara til vinnu á morgnana og heim á kvöldin. Reynsla annarra þjóða hefur einnig sýnt, að íbúi úthverfis sit- ur að öðrum jafnaði meir en aðr- ir borgarar fyrir framan sjónvarp á kvöldin og það mest af eftir- töldum ástæðum: Engin félags- eða menningarleg starfsemi er innan fótmáls frá honum, og í miðborginni finnur hann ekki bílastæði fyrir bílinn sinn. Sumir telja e. t. v., að nauðsyn á sambandi við nágranna eða menningarstarfsemi sé minni en áður, fyrst sjónvarp og aðrir fréttamiðlar færa okkur afþrey- ingu inn á heimilin, en þá skulum við ekki gleyma því, að það er félagsþroski og samband manna á meðal, sem er nauðsynlegt hverri lifandi miðborg, ef hún á að halda sinni upprunalegu þýð- ingu sem burðarás menningar. í hinum dreifðu borgarúthverfum geta ekki þrifizt eða risið upp menningarstofnanir vegna dreif- byggðar, það eru of fáir íbúar á hektara lands. Auk þess eru út- hverfin ekki rétti staðurinn fyrir sérfræðiþjónustu, lækna, lög- fræðinga eða fyrir góða veitinga- staði, sérverzlanir o. fl. — í út- hverfum verða menn þorpsbúar. Við eigum að gæta þess, að Reykjavík sem höfuðborg íslands verði ekki þorp, sem hvorki býð- ur upp á kosti borgarlífs né sveitalífs. — Meðan við þekkjum ekki annað, getur þetta e. t. v. verið lausn, en ekki heldur leng- ur. Snertipunktar í þéttbýli í Reykjavík eigum við að geta notið sem flestra þeirra gæða, er erlendar borgir veita borgurum sínum. Til þess eigum við að beita skipulagi að örva t. d. vaxtarmöguleika verzlunar- og annarra þjónustufyrirtækja. Vegna fámennis verðum við að þétta slíka starfsemi, svo að hin- ar ýmsu greinar, kaffihús, verzl- anir, tómstundahallir o. s. frv. vinni saman að því að skapa það fjölskrúðuga snertipunkta, að okkur finnist það vera þess virði að dvelja þar til þess að sýna okkur og sjá aðra, um leið og við ósjálfrátt örvum þar alla starfsemi og samband okkar við aðra meðborgara. Við verðum að mynda kjarna, sem hafa það mik- ið aðdráttarafl, að þar geti þrif- izt meiri og fjölbreyttari þjónusta en Reykjavík getur veitt okkur í dag. — Nógu þétt borg, með skyn- samlega háu nýtingarhlutfalli, veitir okkur mesta möguleika sem borg, en býður okkur jafn- framt upp á stytztu fjarlægðir í faðm náttúrunnar. í dag eru um 150 m2 á hvern íbúa Reykjavíkur, en árið 1930 voru t. d. aðeins um 60 m2 á hvern íbúa, og stafar þessi þynn- ing borgarinnar að mestu af auknu iðnaðarrými sem og af auknum útivistarsvæðum. í Hook, nýlega skipulagðri 100 þúsund manna borg á Englandi (sú borg hefur ekki verið byggð), er mið- að við miklu þéttari byggð en gert er í nýrri hverfum Reykja- víkur. f Hook er þéttbýlið 250 íbúar á hektara í miðborgarsvæði, 175 íbúar á hektara í öðrum borg- arhverfum og í útborgarhverfum 100 íbúar á hektara. í Háaleitis- hverfi sem og Fossvogshverfi var miðað við 100 íbúa á hektara. Ef við lítum á þann hluta Reykja- víkur, sem afmarkast af Hring- braut og Snorrabraut niður undir sjó, þá munu það vsra um 200 hektarar, en á því svæði búa nú um 20 þúsund íbúar, eða 100 íbúar á hektara, en á tilsvarandi svæði í Hook var þéttbýlið miðað við 250 íbúa á hektara. Allir sjá hve þjónustufyrirtækj- um og þá um leið borgarlífinu mundi vaxa fiskur um hrygg við aukið þéttbýli miðborgarinnar, auk þess sem þéttbýlið veitir meiri möguleika til að yfirbyggja svæði, en að því kem ég síðar. Þéttbyggð borg er hagkvæmari í uppbyggingu og rekstri en dreif- byggð borg, götur og leiðslur styttri, þjónustustofnanir eru færri og stærri o. s. frv. En það er ekki einungis af hagsýnis- ástæðum, sem æskilegt væri að þétta byggðina, heldur er þá ekki síður verið að hugsa um borgar- lífið. Gerum borgarmyndina fjöl- breyttari, líflegri og segulmagn- aðri en hún er í dag! — Látið t. d. hugann reika til sjávarborgar á Ítalíu, þar er gatan jafnvel dag- stofa íbúanna. — Við þurfum borgarlegar borgir, sem örva íbúana og vekja þá til lífs, en ekki svefnbæi, svefnúthverfi, sem grafa íbúana lifandi. Ef við þétt- um byggðina, gerum við það auð- vitað ekki án undirbúnings. Einn veigamesti þátturinn í slíkum undirbúningi væri breyting eða jafnvel gjörbylting íbúðarforma. Þá verður að leggja megináherzlu á að byggja íbúðir, sem þrátt fyrir þéttbýli og aukna starfsemi hverfisins veita okkur fulla vernd og frið inn á við, þ. e. a. s. íbúðir sem veita okkur meira en kosti einbýlishúsa. Við verðum að gœta þess að staðna elcki á stiginu blokkhús, raðhús og ein- býlishús í röðum. Hvers vegna elclá hringi eða þyrpingar? Mundu slíkar skýldar trelctmyndaðar gróðursvalir veita okkur meiri ánœgju en garður einbýlishússins veitir okkur nú?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.