Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 36
Forsögn eSa forspá um ýmis atriði varðandi vöxt bæjarins er því hægt að gera með töluverðu öryggi. Á grundvelli þróunar hingað til og mats fram í tímann, er reynt að reikna út hve vöxtur og þarfir verði miklar og hvað beri að leggja áherzlu á. Slíkur útreikningur nefnist forsögn. Gera má forsagnir um mann- fjölda, til að leiða í ljós, hve skipulagið þarf að ætla mörgum íbúum rými á mismunandi tím- um. Forsagnir um atvinnuhætti, til að sýna á hverju íbúarnir eigi að geta lifað. Forsagnir um íbúðaþörf, til að sýna hve mörg- um íbúðum þarf á að halda og e. t. v. af hvaða gerðum. For- sagnir um landþörf, til að skýra væntanlegar framtíðarkröfur um rými fyrir íbúðarhverfi, iðnaðar- hverfi, verzlunarhverfi, skóla, stofnanir og útivistarsvæði. Loks forsagnir á sviði umferðarmála, til að veita vitneskju um bif- reiðafjölda, bifreiðanotkun, um- ferðarmagn o. fl. á mismunandi tímum. Þessar forsagnir samanlagðar lýsa sennilegri þróun eða til- hneigingu, sem taka verður tillit til við skipulagninguna. í skipu- lagningunni er hinsvegar hægt að hafa áhrif á þróunina vitandi vits, þannig að hún taki æskilega stefnu, eða aðhæfa skipulagið breyttum sjónarmiðum með end- urskoðun. Norðurlandsáætlun í Norðurlandsáætlun er gert ráð fyrir að Sauðárkrókur sé og verði aðalþróunarkjarni Skaga- fjarðarbyggða, og stefna beri að því að hraða vexti byggðarinnar. í áætluninni er bent á, að efl- ing úrvinnslugreina, einkum al- menns iðnaðar, ásamt vexti þjón- ustugreina, séu grundvallarskil- yrði vaxandi kjarnamyndunar. Varðandi sjávarútveg segir, að aukin hallalaus útgerð stærri báta til þorskveiða fyrir Norður- landi allt árið hafi grundvallar- þýðingu fyrir byggðarlög Skaga- fjarðar, einkum þó Siglufjörð, sem hafi flest og bezt skilyrði í þessum efnum. Á Sauðárkróki sé einnig mikilvægt að nýta kosti á auknum fiskiðnaði með útgerð stærri báta, eins og reyndar sé byrjað á. Á hinn bóginn séu skilyrði á Sauðárkróki ekki eins góð til út- gerðar og á Siglufirði, en skil- yrði fyrir vexti almenns iðnaðar þeim mun betri. Hér þurfi að koma á verkaskiptingu. Skilyrði til almenns iðnaðar eru talin ákjósanleg vegna legu samgangna og fjölbreyttrar þjónustu, sem þegar er fyrir hendi, og stuðla beri að beinum aðgerðum til efl- ingar annars iðnaðar á Sauðár- króki, t. d. með byggingu iðn- garða til útleigu fyrir iðnrekend- ur. í Norðurlandsáætlun (Mann- fjöldaþróun og almenn byggða- stefna á Norðurlandi — ágúst 1969) er sett fram hugmynd um þróun fólksflutninga milli byggðasvæða 1965—1985, á þá leið, að reynt verði að koma brottflutningi niður í 10% af áætlaðri fjölgun án flutninga (Hugmynd II). Út frá því er gerð spá um mannfjölda í „kjörnum", „almennu þéttbýli" og „strjál- býli“, á þá leið, að fjölgun í strjálbýli verði engin, fjölgun í almennu þéttbýli verði um 30% og fjölgun í kjörnum verði um 65,5%. — Reyndar er gert ráð fyrir um 70% fjölgun á Akureyri, þannig að fjölgun í öðrum kjörn- um verður hlutfallslega minni (líkl. um 60%). Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir um 800 manna fjölgun á Sauðárkróki 1965— 1985, þ. e. íbúafjöldi árið 1985 verði um 2200 manns (sjá Norð- urlandsáætlun og meðfylgjandi línurit). IðnaTarsvæði í samræmi við meginstefnu Norðurlandsáætlunar, er í aðal- skipulagi gert ráð fyrir tveim að- al-iðnaðarsvæðum. 1. Á Eyrinni, norðan bæjarins og hafnarinnar, verði fiskiðnaður og kjötiðnaður. Eru þar þegar tvö frystihús og sláturhús Kaup- félags Skagfirðinga. Þar verði einnig aðrar byggingar og að- staða í sambandi við útgerð, svo og vörugeymslur vegna vöru- flutninga á sjó. Þar eru nú í notk- un undir byggingum, akvegum og bryggjusvæði um 3,5 ha., en til ráðstöfunar þar að auki um 13 ha. með væntanlegri land- aukningu. 2. Annar iðnaður er áætlaður að þróist í iðnaðarhverfi því, sem nú er tekið í notkun sunnan bæj- arins. Þar er nú ráðstafað lóðum, samtals um 4,5 ha., sem þó engan veginn eru fullnýttar. Til ráðstöf- unar verða, skv. nýja skipulaginu, um 31 ha. í viðbót, eða iðnaðar- svæði syðra alls um 35 ha. Ekki er unnt að geta sér til um framtíðarþróun iðnaðar í tölum. Hinsvegar er talið sjálfsagt að stefna beri að því, að ríkulegt svæði verði ávallt til staðar fyrir iðnað. Umrætt svæði innan aðal- akvega'-eitsins er um 35 ha. Fæst þar möguleiki á meir en 7-faldri stækkun á núverandi iðnaðar- svæði handa fyrirhuguðum iðn- aði bæjarbúa og annarra, er stað- setja vildu þar iðnað. Sá iðnaður, sem þegar er risinn á úthlutuðum lóðum (4,5 ha.) er: Mjólkuriðn- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.