Samvinnan - 01.08.1970, Síða 36

Samvinnan - 01.08.1970, Síða 36
Forsögn eSa forspá um ýmis atriði varðandi vöxt bæjarins er því hægt að gera með töluverðu öryggi. Á grundvelli þróunar hingað til og mats fram í tímann, er reynt að reikna út hve vöxtur og þarfir verði miklar og hvað beri að leggja áherzlu á. Slíkur útreikningur nefnist forsögn. Gera má forsagnir um mann- fjölda, til að leiða í ljós, hve skipulagið þarf að ætla mörgum íbúum rými á mismunandi tím- um. Forsagnir um atvinnuhætti, til að sýna á hverju íbúarnir eigi að geta lifað. Forsagnir um íbúðaþörf, til að sýna hve mörg- um íbúðum þarf á að halda og e. t. v. af hvaða gerðum. For- sagnir um landþörf, til að skýra væntanlegar framtíðarkröfur um rými fyrir íbúðarhverfi, iðnaðar- hverfi, verzlunarhverfi, skóla, stofnanir og útivistarsvæði. Loks forsagnir á sviði umferðarmála, til að veita vitneskju um bif- reiðafjölda, bifreiðanotkun, um- ferðarmagn o. fl. á mismunandi tímum. Þessar forsagnir samanlagðar lýsa sennilegri þróun eða til- hneigingu, sem taka verður tillit til við skipulagninguna. í skipu- lagningunni er hinsvegar hægt að hafa áhrif á þróunina vitandi vits, þannig að hún taki æskilega stefnu, eða aðhæfa skipulagið breyttum sjónarmiðum með end- urskoðun. Norðurlandsáætlun í Norðurlandsáætlun er gert ráð fyrir að Sauðárkrókur sé og verði aðalþróunarkjarni Skaga- fjarðarbyggða, og stefna beri að því að hraða vexti byggðarinnar. í áætluninni er bent á, að efl- ing úrvinnslugreina, einkum al- menns iðnaðar, ásamt vexti þjón- ustugreina, séu grundvallarskil- yrði vaxandi kjarnamyndunar. Varðandi sjávarútveg segir, að aukin hallalaus útgerð stærri báta til þorskveiða fyrir Norður- landi allt árið hafi grundvallar- þýðingu fyrir byggðarlög Skaga- fjarðar, einkum þó Siglufjörð, sem hafi flest og bezt skilyrði í þessum efnum. Á Sauðárkróki sé einnig mikilvægt að nýta kosti á auknum fiskiðnaði með útgerð stærri báta, eins og reyndar sé byrjað á. Á hinn bóginn séu skilyrði á Sauðárkróki ekki eins góð til út- gerðar og á Siglufirði, en skil- yrði fyrir vexti almenns iðnaðar þeim mun betri. Hér þurfi að koma á verkaskiptingu. Skilyrði til almenns iðnaðar eru talin ákjósanleg vegna legu samgangna og fjölbreyttrar þjónustu, sem þegar er fyrir hendi, og stuðla beri að beinum aðgerðum til efl- ingar annars iðnaðar á Sauðár- króki, t. d. með byggingu iðn- garða til útleigu fyrir iðnrekend- ur. í Norðurlandsáætlun (Mann- fjöldaþróun og almenn byggða- stefna á Norðurlandi — ágúst 1969) er sett fram hugmynd um þróun fólksflutninga milli byggðasvæða 1965—1985, á þá leið, að reynt verði að koma brottflutningi niður í 10% af áætlaðri fjölgun án flutninga (Hugmynd II). Út frá því er gerð spá um mannfjölda í „kjörnum", „almennu þéttbýli" og „strjál- býli“, á þá leið, að fjölgun í strjálbýli verði engin, fjölgun í almennu þéttbýli verði um 30% og fjölgun í kjörnum verði um 65,5%. — Reyndar er gert ráð fyrir um 70% fjölgun á Akureyri, þannig að fjölgun í öðrum kjörn- um verður hlutfallslega minni (líkl. um 60%). Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir um 800 manna fjölgun á Sauðárkróki 1965— 1985, þ. e. íbúafjöldi árið 1985 verði um 2200 manns (sjá Norð- urlandsáætlun og meðfylgjandi línurit). IðnaTarsvæði í samræmi við meginstefnu Norðurlandsáætlunar, er í aðal- skipulagi gert ráð fyrir tveim að- al-iðnaðarsvæðum. 1. Á Eyrinni, norðan bæjarins og hafnarinnar, verði fiskiðnaður og kjötiðnaður. Eru þar þegar tvö frystihús og sláturhús Kaup- félags Skagfirðinga. Þar verði einnig aðrar byggingar og að- staða í sambandi við útgerð, svo og vörugeymslur vegna vöru- flutninga á sjó. Þar eru nú í notk- un undir byggingum, akvegum og bryggjusvæði um 3,5 ha., en til ráðstöfunar þar að auki um 13 ha. með væntanlegri land- aukningu. 2. Annar iðnaður er áætlaður að þróist í iðnaðarhverfi því, sem nú er tekið í notkun sunnan bæj- arins. Þar er nú ráðstafað lóðum, samtals um 4,5 ha., sem þó engan veginn eru fullnýttar. Til ráðstöf- unar verða, skv. nýja skipulaginu, um 31 ha. í viðbót, eða iðnaðar- svæði syðra alls um 35 ha. Ekki er unnt að geta sér til um framtíðarþróun iðnaðar í tölum. Hinsvegar er talið sjálfsagt að stefna beri að því, að ríkulegt svæði verði ávallt til staðar fyrir iðnað. Umrætt svæði innan aðal- akvega'-eitsins er um 35 ha. Fæst þar möguleiki á meir en 7-faldri stækkun á núverandi iðnaðar- svæði handa fyrirhuguðum iðn- aði bæjarbúa og annarra, er stað- setja vildu þar iðnað. Sá iðnaður, sem þegar er risinn á úthlutuðum lóðum (4,5 ha.) er: Mjólkuriðn- 36

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.