Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 24
Garðar Halldórsson: Borgarlíf og skipulag Reykjavíkur Skipulag fyrir islendinga Tækni fleygir fram, líf okkar breytist, og umhverfi okkar tek- ur stakkaskiptum. Þróunin er svo ör, að áunnar og lærðar kenning- ar tapa gildi sínu jafnvel á fáein- um árum. Við erum ávallt að leita þess, er réttara eða full- komnara reynist. — Þannig er aðstaðan í málum skipulags og íbúðarmótunar, að vegna breyttra forsendna getur það, sem fyrr þótti gott, í dag verið úrelt eða jafnvel valdið skaða. Frá fyrstu tíð borgarmenning- ar hafa menn fengizt við skipu- lag. Við gerð þess hefur um ald- irnar verið stefnt að misjöfnum markmiðum. Lengi var skipulag borga háð varnaraðferðum í styrjöld. Lengi var stéttaskipting forsenda skipulags, og oftsinnis hefur glæsileiki og sýndar- mennska ráðið mótun skipulags. Nú á seinni árum, eða eftir fyrri heimsstyrjöld, komu svo t. d. fram skipulagshugmyndir, er miðuðu að útrýmingu fátækra- hverfa, að loftræstingu til heilsu- bótar, en samfara því hefur úti- vistarsvæðiskenningum mjög ver- ið haldið á loft. Hin síðustu árin, og til þessa dags, hafa svo bif- reiða- og flutningavandamálin tröllriðið borgarskipulagi menn- ingarþjóða. Skipulagshugmyndir þær, sem ég hef nefnt, eins og ótal margar aðrar, hafa byggzt á forsendum þeirra tíma, er þær mynduðust á. Sum atriði þeirra geta verið lær- dómsrík eða til eftirbreytni, en í heild eiga þær aðeins fullan rétt á sér við þær aðstæður, sem mynduðu þær. Ef við notum slík- ar hugmyndir ómeltar hér á ís- landi er aðeins um hreina eftir- öpun að ræða. En þurfum við þá frábrugðið skipulag fyrir íslend- inga? Já, vissulega þurfum við skipulag, sem aðlagað er íslenzk- um aðstæðum, t. d. veðurfari, at- hafnalífi og þjóðfélagsuppbygg- ingu. Það er mjög útbreiddur misskilningur, að borgarskipulag sé aðeins unnið á teikniborði, en svo á alls ekki að vera, því for- senda fyrir vel hugsuðu skipulagi er samvinna t. d. arkitekta, verk- fræðinga, þjóðfélagsfræðinga, sálfræðinga, veðurfræðinga og náttúrufræðinga. Þar sem Reykjavík, eða höfuð- borgarsvæðið, er eina raunveru- lega borgin hér á landi, munu skrif mín mest tengjast því svæði, þeim vandamálum sem þar eru að myndast og þeim hugmyndum sem þar þarf að gefa gaum. Ég tel, að við verðum á næstu árum að leggja síaukna áherzlu á að samræma í Reykjavík aðstöðu til einveru í nánum og mjög auknum tengslum við samfélagsaðstöðu. Við verðum að gæta þess, að borg- arlífið stuðli að því, að við séum menningarlegir gefendur en ekki aðeins þiggjendur, og því verð- um við með uppbyggingu snerti- punkta að auka félagsleg sam- skipti okkar. En til þess að svo megi verða, tel ég, að við verð- um að þétta byggðina til muna, og mun ég hér á eftir draga fram atriði til stuðnings slagorðinu „þéttari byggð“. Hvorki kostir borgarlífs né sveita- líi's í dreifbyggðri borg Borg er rammi um líf okkar, sem þar lifum, og hefur því sí- felld áhrif á skapgerð okkar, upp- eldi, þroska og athafnir. Umhverf- ið á að stuðla að vellíðan okkar og veita okkur ánægju til starfa sem hvíldar. Við verðum því að skapa þann ramma, sem veitir okkur möguleika á að lifa fjöl- breyttu lífi, án óæskilegra árekstra við þá aðra, sem eru með okkur í umhverfinu og eru okkur nauðsynlegir félagslega sem og starfslega. Reynsla annarra þjóða hefur nú þegar sýnt, að hugmyndir um að skipta borgum í ákveðin að- skilin aðalsvæði, eins og íbúðar- svæði, vinnusvæði, verzlunar- svæði, útivistarsvæði og umferð- arsvæði, geta haft mjög lamandi áhrif á allt borgarlíf. Snertipunkt- arnir geta orðið of fáir. Æskileg- ast væri fyrir okkur að tengja þessi svæði sem mest saman, eða flétta þeim innan um hvert ann- að, þannig að lifandi samtenging geri heild eða borg úr svæðunum. Sé að þessu hugað, minnkar t. d. álag á umferðaræðum, og miklar umferðaræðar geta að vísu flýtt fyrir bifreiðaumferð, en auk þess að vera dýrar hafa þær þann ann- an aðalókost, að þær hindra fé- i T?. Yjirbyggð ytri rými cru jorsenda fjölskrúðugra þjónustukjarna. Milli þessara íbúðarhúsa, scm ajmarka bandkjarna á tvcer hliðar, skapast jjól- brcytt ytri rými, scm örva tilfinningu verndar og öryggis. H Jj 1 ii i É h j j Ilabitat. 67 á heimssýningunni í Montreal er skemmtilcgt dœmi um ajmörkuð einstaklingsrými í þéttbýli. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.