Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 37
aður, trésmíðaverkstæði, véla- verkstæði og sútunarverksmiðja (2000 m- gólfflötur). Pantanir eru á iðnaðarlóðum öðrum. Ýmis- konar iðnaður er og utan þessa svæðis (sokkabuxnaverksmiðja, trésmíðaverkstæði, bílaviðgerða- verkstæði o. fl.). Hafnarsvæði Með uppfyllingu þeirri, er gerð var 1968 (um 2 ha.), og fram- haldi hennar suður að ráðgerðum syðri hafnargarði (um 1,5 ha.) færist athafnasvæði hafnarinnar nær bænum — tengist raunar gamla bæjarkjarnanum. Á upp- fyllingu þsssari svo og væntan- legri landaukningu norðan hafnar með lengingu sandfangara, verð- ur mjög rífleg aðstaða fyrir vöru- geymsluhús og aðra hafnarað- stöðu. Viðlegupláss skipa stór- eykst einnig frá því, sem nú er. Hafnaraðstaða ætti því að geta orðið mjög góð. Verzlunarhverfi Þar, sem hafnarsvæðinu lýkur, við áætlaðan syðri hafnargarð, er gert ráð fyrir að verzlunarhverfi bæjarins byrji. Þar eru þegar flestar verzlanir bæjarins, í hin- um gamla bæjarhluta, og ráðgert að verzlunargata sú (Aðalgata) byggist smámsaman upp allt að Faxatorgi. Þessa þróun þarf samt mjög að styðja. (Svæði þetta er sýnt dökkgrátt á meðfylgjandi skipulagsuppdrætti). í undirbún- ingi er endurnýjunarskipulag fyrir verzlunarhverfi og gamla bæ, svo og deiliskipulag fyrir hafnar- og iðnaðarsvæði. Menningarhverfi Menningarhverfi tekur við, þar sem verzlunarhverfi lýkur við Faxatorg. Liggur það meðfram brekkunum og endar með svæði sjúkrahússins, og getur raunar stækkað nokkuð síðar (Geymt svæði). Svæði þetta er sýnt ljós- grátt á uppdrætti. Þar eru þegar menningarstofnanir, eins og bók- hlaða, sundhöll, 2 íþróttavellir, gagnfræðaskóli, sjúkrahús og læknisbústaður. Ráðgert er fé- lagsheimili, hótel, byggingar iðn- skóla, stækkun gagnfræðaskóla, heimavistarhús og ýmsar bygging- ar á sjúkrahúslóð, s. s. stækkun sjúkrahúss, læknabústaðir, hjúkr- unarkvennabústaðir og ellibústað- ir; einnig aðrar mögulegar menn- ingarstofnanir (sjá einnig geymt svæði). Af heildaryfirliti þessu, svo og á úppdrætti, má sjá, að þessir meginþættir bæjarins og sameiginlegar þarfir bæjarbúa, grófur iðnaður nyrzt, höfn, verzl- unarhverfi, menningarhverfi, mynda nokkurskonar „hrygg eða mæniás“ eftir bænum endilöng- um (með syðra iðnaðarsvæði nokkurn veginn miðsvæðis í væntanlegum framtíðarbæ). Ekki verður þessi aðstaða lakari við byggingu og fyrir byggð íbúðar- svæða á Móum. Lega og innbyrðis afstaða þessara svæða virðist mjög rétt og rökræn fyrir kjarna bæjarins. Hraðagreining umferðar Þó flokkun gatna eftir umferð- argildi sé e. t. v. nokkuð viða- mikið fyrirtæki, hvað snertir ekki stærri bæ en Sauðárkrókur er, miðað við borg eins og Reykja- vík, þar sem slíkt var talin nauð- syn og einn meginþáttur skipu- lagsins, þá er þó viss og sjálfsögð meining í slíku. Þjóðvegakerfið mun ætíð verða grunnmynstur, umferðarlega séð, þó í öðrum mælikvarða sé en hraðbrauta- kerfi það, sem áætlað er fyrir höfuðborgarsvæðið. Þegar tæki- færi gefst með flutningi flugvall- ar til breyttrar aðkomu Skagfirð- ingabrautar til bæjarins, virðist sjálfsagt að taka upp slíka hraða- greiningu. Eins og nú er, beinist öll umferð Skagfirðingabrautar inn á Aðalgötu, og þar með inn í bæinn miðjan. Þungi og fyrir- ferð hinna stóru flutningabíla frá sveitinni er þegar orðinn svo yfirþyrmandi í verzlunargötunni, einu leiðinni að verzlunarhúsun- um og til hafnarsvæðisins, að greinilega verður ekki við unað miklu lengur. Með annarri að- komu, strandvegi í jaðri bæjar- ins, má leiða slíka þungaumferð framhjá miðsvæði bæjarins. Tengibrauta- og safnbrautakerfi bæjarins getur þá orðið sjálfstætt kerfi, er gefur ákveðið umferð- armynstur bæjarbúa í bænum og beinir umferð að og frá þjóðvega- kerfinu eftir viðurkenndum hrað- brautareglum. ♦ Aðalskipulag Selfoss 1970—1991 Eins og getið er um hér að framan, hefur einnig verið gert aðalskipulag fyrir Selfoss, sem nœr yfir rúma tvo nœstu áratugi, og var það unnið af Teiknistofunni Garða- strœti 17 í Reykjavík und- ir stjórn Gests Ólafssonar. Samverkamenn hans voru Reynir Vilhjálmsson garð- arkítekt, Sigfús Thoraren- sen verkfrœðingur, Birgir Baldursson verkfrœðingur, Þorbjörn Broddason fé- lagsfrœðingur, Jóhannes Kjarval stud. ark., Erna Ragnarsdóttir innanhúss- arkítekt og Sigríður E. Árnadóttir teiknari. Hefur þegar verið samin og fjöl- rituð ýtarleg greinargerð fyrir aðalskipulaginu og það verið samþykkt af hlutaðeigandi yfirvöldum á Selfossi, en á eftir að hljóta staðfestingu Skipu- lagsstjórnar rikisins og fé- lagsmálaráðherra. Myndin hér til hœgri gefur heild- aryfirlit yfir skipulagið og skýrir sig að mestu sjálf. Eins og sjá má, er gert ráð fyrir að þjóðvegurinn verði fœrður út fyrir öceinn, en liggi ekki um hann miðj- an eins og nú er, og er það í samrœmi við aðalskipu- lag Sauðárkróks. I íitivistarsvœ&i ■ umfcrbam&stób I Iþátt Ibú&rby) frckan stœkkun ítnoðarsvrcða ■QgWHUGArv id bLFUsk JSJjÝíiÍÍÍLi- i fibgsaástoða og teiksvœði Élóg ibúðarbyggð Éhesthús/ l stofnamr INGÓLFSFJALL 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.