Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 66

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 66
hinsvegar tvöfalda upphæð, ef svo kynni að fara, að þér sæuð yður fært að láta grafa tvo!“ Victor Hugo hitti Dumas á fömum vegi og var æfur af reiði. Hann hélt á dagblaði í hendinni: „Þessi blaðasnápur hér held- ur því fram, að það sé Vigny sem hafi fundið upp sögulega sjónleildnn!" „Hvílíkur grasasni!“ hrópaði Dumas. „Einsog það sé ekki lýðum ljóst, að það var ég!“ —★— Alexandre Dumas yngri (1824—1895), sonur Dumas eldra og einnig kunnur rithöf- undur (samdi m. a. „Kamelíu- frúna“), las einhverju sinni gagnrýni um eina af skáldsög- um sínum, þar sem gagnrýn- andinn nam staðar við setn- ingu, sem hljóðaði svo: „. . . sársaukafullur tómleikinn, sem veldur augnabliks veikleika . . .“ „Þetta var undarleg mynd,“ skrifaði gagmýnand- inn. „Hvernig getur tómleiki valdið sársauka?!!“ Dumas sendi gagnrýnandan- um nafnspjald sitt og skrifaði á það: „Herra minn, hafið þér aldrei nokkumtíma fengið höfuðverk?" —★— Anton Dvorák (1841—1904), tékkneska tónskáldið heims- kunna, var þekktur fyrir ó- venjulega fámælgi sína. Vinur hans, ljóðskáldið Vrchlický, var ekki síður fámáll. Eitt sinn fóru þeir saman með jámbraut- arlest frá Prag til Vínar. Klukkustundum saman var ekki mælt orð af munni í lest- arklefanum. Á einum stað á leiðinni fannst Vrchlický samt ástæða til að gera athugasemd. „Hér er mikið mýbit,“ sagði hann. Vinur hans svaraði engu til, og þeir héldu áfram þögulli ferð sinni til Vínar. — Nokkr- um dögum síðar héldu þeir aftur heim til Prag. Þegar þeir komu að staðnum, þar sem Vrchlický hafði látið hina and- ríku athugasemd falla á leið- inni til Vínar, sagði Dvorák skyndilega: „Það stafar af öllum þessum fiskitjömum.“ Vinur hans kinkaði rétt að- eins kolli; síðan ríkti áfram þögn í klefanum. —★— Albert Einstein (1879— 1955), þýzk-bandaríski eðlis- fræðingurinn sem kom fram með afstæðiskenninguna, bjó í Þýzkalandi fyrir valdatöku nazista. Löngu fyrir valdatök- una 1933 og löngu áður en gyðingaofsóknirnar hófust þar í landi, sagði hann í samtali við Adalbert Moszkowski: „Reynist afstæðiskenningin rétt þegar stundir líða, munu Þjóðverjar segja að ég sé þýzk- ur, en Frakkar að ég tilheyri öllu mannkyninu; verði kenn- ingin hinsvegar afsönnuð, munu Frakkar segja að ég sé Þjóðverji og Þjóðverjar að ég sé Gyðingur.“ —★— Sir Edward Elgar (1857— 1934), enska tónskáldið fræga, talaði af spámannlegum inn- blæstri, þegar hann kom í fvrsta sinn í bamaskólann nokkurra ára gamall. Mjög virðulegur herramaður spurði, hvað hann héti. „Edward Elgar,“ svaraði drenghnokkinn. „Segðu sir,“ sagði virðulegi maðurinn byrstur á brún. „Sir Edward Elgar.“ 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.