Samvinnan - 01.08.1970, Side 66

Samvinnan - 01.08.1970, Side 66
hinsvegar tvöfalda upphæð, ef svo kynni að fara, að þér sæuð yður fært að láta grafa tvo!“ Victor Hugo hitti Dumas á fömum vegi og var æfur af reiði. Hann hélt á dagblaði í hendinni: „Þessi blaðasnápur hér held- ur því fram, að það sé Vigny sem hafi fundið upp sögulega sjónleildnn!" „Hvílíkur grasasni!“ hrópaði Dumas. „Einsog það sé ekki lýðum ljóst, að það var ég!“ —★— Alexandre Dumas yngri (1824—1895), sonur Dumas eldra og einnig kunnur rithöf- undur (samdi m. a. „Kamelíu- frúna“), las einhverju sinni gagnrýni um eina af skáldsög- um sínum, þar sem gagnrýn- andinn nam staðar við setn- ingu, sem hljóðaði svo: „. . . sársaukafullur tómleikinn, sem veldur augnabliks veikleika . . .“ „Þetta var undarleg mynd,“ skrifaði gagmýnand- inn. „Hvernig getur tómleiki valdið sársauka?!!“ Dumas sendi gagnrýnandan- um nafnspjald sitt og skrifaði á það: „Herra minn, hafið þér aldrei nokkumtíma fengið höfuðverk?" —★— Anton Dvorák (1841—1904), tékkneska tónskáldið heims- kunna, var þekktur fyrir ó- venjulega fámælgi sína. Vinur hans, ljóðskáldið Vrchlický, var ekki síður fámáll. Eitt sinn fóru þeir saman með jámbraut- arlest frá Prag til Vínar. Klukkustundum saman var ekki mælt orð af munni í lest- arklefanum. Á einum stað á leiðinni fannst Vrchlický samt ástæða til að gera athugasemd. „Hér er mikið mýbit,“ sagði hann. Vinur hans svaraði engu til, og þeir héldu áfram þögulli ferð sinni til Vínar. — Nokkr- um dögum síðar héldu þeir aftur heim til Prag. Þegar þeir komu að staðnum, þar sem Vrchlický hafði látið hina and- ríku athugasemd falla á leið- inni til Vínar, sagði Dvorák skyndilega: „Það stafar af öllum þessum fiskitjömum.“ Vinur hans kinkaði rétt að- eins kolli; síðan ríkti áfram þögn í klefanum. —★— Albert Einstein (1879— 1955), þýzk-bandaríski eðlis- fræðingurinn sem kom fram með afstæðiskenninguna, bjó í Þýzkalandi fyrir valdatöku nazista. Löngu fyrir valdatök- una 1933 og löngu áður en gyðingaofsóknirnar hófust þar í landi, sagði hann í samtali við Adalbert Moszkowski: „Reynist afstæðiskenningin rétt þegar stundir líða, munu Þjóðverjar segja að ég sé þýzk- ur, en Frakkar að ég tilheyri öllu mannkyninu; verði kenn- ingin hinsvegar afsönnuð, munu Frakkar segja að ég sé Þjóðverji og Þjóðverjar að ég sé Gyðingur.“ —★— Sir Edward Elgar (1857— 1934), enska tónskáldið fræga, talaði af spámannlegum inn- blæstri, þegar hann kom í fvrsta sinn í bamaskólann nokkurra ára gamall. Mjög virðulegur herramaður spurði, hvað hann héti. „Edward Elgar,“ svaraði drenghnokkinn. „Segðu sir,“ sagði virðulegi maðurinn byrstur á brún. „Sir Edward Elgar.“ 66

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.