Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 55
um námsmönnum erlendis undanfarin þrjú ár sé í samræmi „við reglur lýðræðis- og réttarþjóðfélags“. í frétt frá Prag 30. júní var frá því skýrt, að starfsbróðir Gylfa Þ. Gíslasonar í Tékkó- slóvakíu, Jaromir Hrbek, hefði lýst „há- skólum landsins sem gróðrarstíum fyrir stjórnleysi og ógnir“. í fréttinni sagði enn- fremur: „Að áliti Hrbeks felst mesta hættan fyrir ríkið og kommúnistaflokkinn í háskól- um landsins. Þetta stafi af því, að háskólarn- ir séu gróðrarstíur fyrir endurskoðunar-, andkommúnistísk og andsovézk öfl.“ Allt er þetta í hæsta máta lærdómsríkt um viðhorf ráðamanna á íslandi og í Tékkó- slóvakíu við þeim umbótahræringum sem farið hafa um heimsbyggðina á undanförnum árum. Því er hampað, að taka sendiráðsins í Stokkhólmi og þrásetan í menntamálaráðu- neytinu hafi verið brot á „lögum og reglum“, og í símtali við mig kvaðst menntamálaráð- herra ekki trúa því, að ég færi að mæla lög- brotum bót. Nú munu flestir hugsandi menn vera samdóma um, að engin mannanna lög séu fullkomin, og ennfremur mun flest- um vera ljóst, að lög hvers tíma séu fyrst og fremst sett til að vernda og verja ríkj- andi ástand og hagsmuni ráðandi afla í hverju þjóðfélagi. Daníel og Sínjavskí voru dæmdir samkvæmt sovézkum lögum á svip- aðan hátt og stuðzt var við íslenzkan laga- bókstaf þegar Baldur Óskarsson, fréttamað- ur Ríkisútvarpsins, var kvaddur í Sakadóm Reykjavíkur fyrir þær sakir, að hann neitaði að verða við tilmælum tveggja lögreglu- þjóna um að leggja hendur á námsfólk, sem setzt hafði að í gangi menntamálaráðuneytis- ins með fullkomlega lögmætum hætti (ráðu- neytið er nefnilega ekki einkaheimkynni menntamálaráðherra og þjóna hans). Það vill svo til, að ráðamenn á öllum öldum hafa beitt lagabókstafnum til að kveða niður andspyrnu og umbætur og brjóta á bak aftur umbótamenn, og eru þess ófá dæmin. Það sem mér finnst einna hvimleiðast í öllu þessu tali um lög og lagabrot í sambandi við margvíslegar mót- mælaaðgerðir ungs fólks er hræsnin, sem meðal annars birtist í því, að ýmsir um- Ejri myndin tekin fyrir utan sendiráðið í Stokk- hólmi, sú neðri í menntamálaráðuneytinu. bótasinnaðir „lögbrjótar" í öðrum löndum og helzt á öðrum tímum eru hafnir til skýj- anna af sömu mönnum og leggja þá um- bótamenn samtímans í einelti, sem feta í fótspor hinna og leitast við að rjúfa skörð í varnargarð hins hefðbundna og löghelgaða misréttis í okkar eigin þjóðfélagi. Leyfist mér að minna á það í nafnkristnu landi, jafnvel þó ég kunni að verða sakaður um guðlast af einhverjum einföldum sálum, að Jesús Kristur var krossfestur samkvæmt rómverskum lögum, sem þá voru um margt til fyrirmyndar öðrum lögum, og sömuleiðis, að hann var ugglaust að brjóta lög (a. m. k. venjurétt) þegar hann „rak út alla, er seldu og keyptu i helgidóminuum, og hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfna- salanna" (Matt. 21, 12), en sá atburður kom mér ósjálfrátt í hug, þegar ég heyrði um at- ferli námsmannanna í sendiráðinu í Stokk- hólmi, án þess þó mér kæmi til hugar að bera þá á annan hátt saman við mannsson- inn. Minna má einnig á það, að einn mesti umbótamaður þessarar aldar, Mahatma Gandhí, sat árum saman í fangelsum fyrir brot á lögum hins siðmenntaða Bretaveldis. Og enn mætti nefna mann einsog Martin Luther King, sem var fangelsaður æ ofaní æ fyrir brot á bandarískum lögum, meðan hans naut við í baráttunni fyrir réttindum blökkumanna. Hann féll fyrir hendi leigu- morðingja, og á undraskömmum tíma eftir fráfall hans hafði hérlent bókaforlag komið á íslenzkan markað myndarlegri bók um þennan forkólf umbóta og siðgæðis í mann- legum samskiptum; og svo einkennilega vildi til, að í stjórn téðs bókaforlags sátu meðal annars bæði menntamálaráðherra og dóms- málaráðherra, sömu menn og hvað ötullegast hafa gengið fram í því að stimpla náms- mennina í Stokkhólmi og setuliðið í mennta- málaráðuneytinu lögbrjóta og upphlaups- menn. Ef þessi afstaða — annarsvegar gagnvart Kristi, Gandhí og Martin Luther King, hins- vegar gagnvart íslenzku mótmælendunum — er ekki til vitnis um ómengaða hræsni, þá ber hún að minnstakosti keim af svo furðulegri skammsýni og skorti á rökréttri hugsun, að mönnum er tæplega láandi þó þeir fárist stundum yfir andlegu atgervi ís- lenzkra ráðamanna. Eitt hið kátlegasta í sambandi við töku sendiráðsins í Stokkhólmi var hin almenna fordæming á því tiltæki námsmannanna að draga rauðan fána að húni á flaggstöng sendiráðsins. Þetta gerðu þeir vitanlega 1 því skyni að leggja áherzlu á samstöðu verkalýðshreyfingar og námsmannahreyf- ingar, en fjölmargir fslendingar virðast hafa álitið, að hér væri á ferðinni óttalegt tákn heimskommúnismans. Fátt leiðir berlegar í ljós íslenzka fáfræði um einföldustu sögu- legar staðreyndir en viðbrögðin við þessu uppátæki. Undanfarin 90 ár hefur rauði fán- inn verið tákn hinnar alþjóðlegu verkalýðs- hreyfingar og er því nokkrum áratugum eldri en rússneska byltingin. Undir hann hafa Alþýðuflokksmenn fylkt sér áratugum saman, og undir honum ganga þeir menn úr verkalýðsstétt 1. maí ár hvert, sem af einhverjum dularfullum orsökum teljast til Sjálfstæðisflokksins. Hversvegna þá allan þennan bægslagang útaf rauða fánanum í Stokkhólmi? Er hér kannski enn að verki sá tvískinnungur eða „tvíhugsun“, einsog Orwell nefnir fyrirbærið, sem einkennir alla íslenzka pólitík? Því er haldið fram, að íslenzkir náms- menn erlendis hefðu fengið þá leiði'étting sinna mála, sem nýlega hefur verið kunn- gerð, þó þeir hefðu ekki efnt til aðgerðanna í Stokkhólmi eða annarra aðgerða í borgum Evrópu. Um það er varlegast að slá engu föstu, en hitt er fullvíst, að þessar aðgerðir töfðu ekki gang málsins, og mér er satt að segja nær að halda, að þær hafi heldur flýtt fyrir umbótunum, þrátt fyrir allt. Hitt stendur óhaggað, að þær höfðu önnur heilla- vænleg áhrif, sem binda má vonir við; og hver veit nema „byltingin í Stokkhólmi", svo fátækleg sem hún var, verði, þegar frá líður og menn hafa fengið tóm til að átta sig á rökréttu samhengi atburðanna, talin minn- isverð varða við öræfabraut íslendinga til réttlátari og nútímalegri þjóðfélagshátta? 4 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.